Ó, ó, ó stelpur

Músík: Gunnar Edander
Íslenskur texti: Þrándur Thoroddsen

Hvers vegna þegjum við þunnu hljóði
og þótt við tölum, er sem það heyrist vart?
Hvað gera stelpur, sem langar í ljóði
að leggja til svo fjarskalega margt?

Og allir garga:
Hvað er hún að þvarga?
Það heyrist ekkert í henni.
Hvað ætli sé að röddinni?

Eiga þá stelpur alltaf að þegja
og aðeins vona að strákar túlki þeirra mál.
Eða upp að rísa og rétta úr kútnum
og reka upp öskur: Ef þið bara hélduð kjafti
þá munduð þið heyra í okkar hljóðu sál.

Ó, ó, ó stelpur....
Við brýnum okkar raust svo berist hún um heiminn.