Nanna Ólafsdóttir (1915–1992)

NannaOlafsdottirSkjaskotRettur1975

Nanna Ólafsdóttir (1915–1992) fæddist 28. janúar 1915. Foreldrar hennar voru Ólafur Gunnarsson (1885–1927) læknir og Ragna Gunnarsdóttir. (1887–1944). Hún var elst sex systkina.

Nanna lauk stúdentsprófi árið 1924 en las utan bekkjar síðasta árið sitt þar sem hún var byrjuð að vinna í banka. Nanna lauk meistaraprófi í íslenskum fræðum frá heimspekideild Háskóla Íslands, fyrst kvenna, árið 1958. Hún hóf nám 1947 við Háskóla Íslands, en fór síðan til Kaupmannahafnar og nam þar við háskólann 1951–1953.

Nanna tók virkan þátt í stjórnmálum og var bæjarfulltrúi Sósíalistaflokksins 1950–1954. Þá tók hún þátt í starfi hernaðarandstæðinga. Eins tók hún þátt í starfi Kvenréttindafélag Íslands og set í stjórn þess 1946–1952.

Nanna skrifaði bókina Baldvin Einarsson og þjóðmálaskrif hans sem hún byggði á lokaritgerð sinni úr háskólanum. Bókin kom út hjá Hinu íslenzka bókmenntafélagi 1961. Hún bjó einnig til prentunar bréf Baldvins til föður síns, Einars Guðmundssonar, og birti í Skagfirðingabók 1983. Þegar hún lést var hún að búa til prentunar bréf til Baldvins frá Kristrúnu Jónsdóttur. Hún starfaði á handritadeild Landsbókasafns Íslands 1968–1990. Nanna var ritstjóri tímaritsins Melkorku 1949-1962. Hún skrifaði fjölda fræðigreina, m.a. í Andvara, Skírni, Árbók fornleifafélagsins og Árbók Landsbókasafnsins.

Heimildir: Ártöl og áfangar í sögu kvenna, bls. 42. Morgunblaðið 7. febrúar 1992Veröld sem ég vil - Saga Kvenréttindafélags Íslands 1907–1992

Skjalasöfn sem tengjast Nönnu á Kvennasögusafni: Anna Sigurðardóttir (KSS 4), Kvenréttindafélag Íslands (KSS 6), Menningar- og minningarsjóður kvenna (KSS 7), Kvenfélag sósíalista (KSS 17), Elín Guðmundsdóttir (KSS 75).

Skjalasafn hennar er varðveitt á handritasafni Landsbókasafns.

Fulltrúaráðsfundur 1947

Nanna Ólafsdóttir facebook lbs 250815