Kristín Bjarnadóttir (1812-1891) frá Esjubergi varð fyrst reykvískra kvenna til að nýta kosningarétt kvenna til sveitarstjórna sem voru samþykkt árið 1882, sama ár og Kristín varð ekkja. Hún kaus þó ekki fyrr en í kosningum sex árum síðar.
Lögin hljóðu svo: Ekkjur og aðrar ógiftar konur, sem standa fyrir búi, eða á einhvern hátt eiga með sig sjálfar, skuli hafa kosningarétt, þegar kjósa á í hreppsnefnd, sýslunefnd, bæjarstjórn og á safnaðarfundum, ef þær eru 25 ára og að öðru leyti fullnægja þeim skilyrðum, sem lög ákveða fyrir þessum réttindum. Þessi sami hópur kvenna fékk svo kjörgengi árið 1902.
Hún kaus til bæjarstjórnar 3. janúar 1888. Á fimmta tug kvenna var á kjörskrá en Kristín var sú eina sem nýtti sér rétt sinn. Ekki var það gert auðvelt fyrir Kristínu að kjósa á kjörstað, eins og Guðjón Friðriksson sagnfræðingur hefur rekið:
„Kjörskráin var þannig sett upp að fyrst komu allir karlmennirnir í stafrófsröð en kvenfólkið var haft aftast og urðu þær því að bíða allan kjörfundinn eftir að röðin kæmi að þeim. Það hefur því verið nokkur þrekraun fyrir hina 75 ára gömlu Kristínu að þrauka fundinn og mæta háðstilliti íhaldsamra karla. Tvisvar sinnum átti hún kost á að kjósa síðar, áður en hún var öll, en lét það ógert.“
Kristín nam ljósmóðurfræði og var ljósmóðir á Kjalarnesi þar til hún flutti til Reykjavíkur 1871 í hús er stóð á Lækjargötu 4. Húsið er nú á Árbæjarsafni. Kristín rak kaffistofuna Hermes í Lækjargötu.
---
English:
Kristín Bjarnadóttir (1812-1891) and her husband moved into a house Lækjargata 4 when they moved to Reykjavík in 1871. Her husband died in 1882 and that same year the Icelandic parliament approved a motion that granted municipal suffrage to widows and other independent women (they could not stand for election until 1902). This was the first step taken towards women’s suffrage in Iceland. Kristín exercised her right to vote in 1888, the first woman in Reykjavík to do so. Although there were around 50 women that had the right to vote in that election she was the only one that turned up at the polling station. Kristín was a trained midwife and worked as such up until she moved to Reykjavík. After that she ran a café and a store. Her daughter succeeded her in running the business.