Gerð Þingvallafundar

Kröfugerð 19. júní 2005

Baráttufundur kvenna á Þingvöllum 19. júní 2005 leggur til eftirfarandi kröfugerð sem gerð er á grundvelli framkvæmdaáætlunar Sameinuðu þjóðanna í málefnum kvenna sem samþykkt var í Peking árið 1995.

 • Við viljum búa í samfélagi þar sem konur og karlar taka jafnan þátt í ákvarðanatöku og njóta jafnrar hlutdeildar í valdakerfinu; á þingi, í ríkisstjórn, hjá dómstólum og í sveitarstjórnum.
 • Við viljum að konur og karlar hafi jöfn yfirráð yfir auðlindum.
 • Við viljum að konur búi við efnahagslegt sjálfstæði.
 • Við viljum að vinnuframlag kvenna sé metið til jafns við vinnuframlag karla og að öllum verði gert kleift að sinna starfi og fjölskyldu.
 • Við viljum að konur fái sömu laun og karlar og krefjumst afnáms mismununar við atvinnuráðningar.
 • Við viljum að samþætting jafnréttissjónarmiða verði gerð að opinberu stefnutæki í öllum málaflokkum og krefjumst þess að jafnréttislög séu virt.
 • Við viljum öfluga velferðarþjónustu, virðingu og laun fyrir umönnunarstörf.
 • Við viljum að konur og karlar hafi jafnan aðgang að fjármagni hvort sem er hjá hinu opinbera eða einkafyrirtækjum.
 • Við viljum að íslensk fyrirtæki misnoti ekki ódýrt vinnuafl erlendra kvenna í útrás sinni.
 • Við viljum að konur uppskeri í samræmi við menntun sína.
 • Við viljum að ungt fólk sé frætt um ábyrgt kynlíf byggt á jafnrétti og virðingu.
 • Við viljum að konur ráði yfir eigin líkama.
 • Við viljum öflugt forvarnarstarf til að fækka ótímabærum þungunum og aðgengi til fóstureyðinga fyrir allar konur.
 • Við viljum að litið verði á meðgöngu og barneignir sem eðlilega hringrás lífsins en ekki sem sértækt vandamál kvenna eða sjúkdóm.
 • Við viljum að úrræði fyrir konur sem verða fyrir kynbundnu ofbeldi verði endurreist og efld.
 • Við viljum að samfélagið viðurkenni kynbundið ofbeldi sem verstu birtingarmynd kynjamisréttis og að gripið verði til aðgerða til að vernda líf og heilsu kvenna.
 • Við viljum að konur og börn séu örugg á heimilum sínum og á almannafæri.
 • Við viljum að þögnin um kynbundið ofbeldi verði rofin.
 • Við viljum réttlæti til handa konum á stríðshrjáðum svæðum og að þeim sé tryggð full aðild og þátttaka í friðarumleitunum og uppbyggingu samfélaga í kjölfar átaka.
 • Við viljum að fordómum verði útrýmt með aukinni menntun og fræðslu um jafnréttismál.
 • Við viljum að allar konur hafi aðgang að upplýsingum um réttindi og úrræði þeim til handa.
 • Við viljum að lög gegn klámi verði virt.
 • Við viljum að fjölmiðlar hvetji fólk til jafnrar ábyrgðar og dragi upp mynd af jafnrétti og virðingu milli kynja; niðurlægjandi staðalímyndir og ofbeldi eiga þar ekki heima.
 • Við viljum að menntakerfið stuðli að bættri sjálfsmynd stúlkna og efli jafnréttismiðaða kennslu.
 • Við viljum að samfélagið virði rétt kvenna og stúlkubarna til lífs án valdbeitingar og kynferðislegar misnotkunar.
 • Við viljum að mannréttindi kvenna séu virt.
 • Við krefjumst jafnréttis kvenna og karla í reynd.