Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.
KSS 19
Húsmæðraskólinn á Hverabökkum
1939-1954
Tvær öskjur
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 19. Húsmæðraskólinn á Hverabökkum. Einkaskjalasafn
Húsmæðraskólinn á Hverabökkum.
Árný Filippusdóttir, skólastýra.
Árný Filippusdóttir (1894-1977):
Árný Ingibjörg Filippusdóttir 20. mars 1894 - 2. mars 1977 Forstöðukona í Kvennaskólanum á Blönduósi, A-Hún. 1930. Heimili: Hellar á Landi. Forstöðukona kvennaskólans í Hveragerði. Síðast bús. í Hveragerðisbæ. Árný fór ung til Kaupmannahafnar að afla sér menntunar. Þegar hún kom heim til Íslands hóf hún kennslu, fyrst á Laugum í Reykjadal og síðar varð hún skólastjóri Kvennaskólans á Blönduósi. Liðlega fertug að aldri stofnaði hún Kvennaskólann á Hverabökkum og rak hann í rúm tuttugu ár. (https://www.mbl.is/greinasafn/grein/164168/, https://timarit.is/page/3296340)
Barst um hendur Margrétar Björgvinsdóttur (f. 1934), bróðurdóttur Árnýjar.
13. september 2002. Margrét Björgvinsdóttir (f. 1934) gaf safninu 12 bækur úr fórum Árnýjar Filippusdóttur, skólastýru Kvennaskólans á Hverabökkum, en Margrét er bróðurdóttir Árnýjar. Bækurnar eru ræðubækur, minningabækur og fundagerðabækur námsmeyja frá árunum ca. 1940-1943, allar handskrifaðar, auk þess 1 kennslubók sem Árný hafði handskrifað.
Tvær öskjur. Tólf handskrifaðar bækur.
Safnið er opið
Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd
Íslenska
Askja 1
Ræður námsmeyja 1950-‘51
Fundargerðir málfundafélagsins 1953-‘54
Fundarbók málfundafélagsins veturinn 1949-’50.
Einnig ræðubók 1951-’52 og 1952-’53
Framhald á ræðum 1945. Ræður fluttar á hátíðum skólans 1944-‘45
Ræðubók 1948
Handskrifuð kennslubók
Askja 2
Minningabók Árnýjar Filippusdóttur, 1941-1944. Stílabók
Minningabók Herberts Jónssonar, 1941-1944. Stílabók
Tækifærisræður, 1940. Stílabók
Fundargerðir málfundafélagsins fyrir veturna 1939-40, ‘41-‘42, ‘43-‘44
Fundargerðir málfundafélagsins 1944-’45 og 1951-‘53
Fundargerðir málfundafélagsins veturinn 1946-’47, ’48-49
Fyrst birt 29.06.2020