Skjalasöfn í stafrófsröð

Kvenfélag Sósíalista (1939-1992). KSS 17.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

  • Safnmark:

    KSS 17

  • Titill:

    Kvenfélag Sósíalista

  • Tímabil:

    1939-1992

  • Umfang:

    13 öskjur

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 17. Kvenfélag sósíalista. Einkaskjalasafn.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Kvenfélag Sósíalista (1939-1992)

  • Lífshlaup og æviatriði:

    Kvenfélag Sósíalista var stofnað 30. mars 1939. Það var lagt niður árið 1992. Árið 1946 var gerð sú breyting á félaginu þátttaka ekki bundin því að vera félagi í Sósíalistaflokknum. Nánar má lesa um félagið í bók Sigríðar Th. Erlendsdóttur, Margar hlýjar hendur (1981), bls. 204-205.

  • Varðveislusaga:

    Úr fórum Kvenfélags Sósíalista. Stjórn félagsins var eftirfarandi árið 1992: Elín Guðmundsdóttir, Bergljót Stefánsdóttir, Erla Ísleifsdóttir, Lilja Kristjánsdóttir, Sigríður Friðriksdóttir, Helga Rafnsdóttir.

  • Um afhendingu:

    Afhent Kvennasögusafni í nóvember 1992 þegar félagið var lagt niður.

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    13 öskjur

  • Grisjun:

    Pelikan stimpilbleki/stimpilpúði var grisjaður 31. maí 2019, hafði verið geymdur óskráður í kassa með öðrum munum (nú askja 13)

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Safnið er opið

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

  • Tungumál:

    Íslenska

Tengt efni

  • Tengt efni:

    KSS 4 Anna Sigurðardóttir. Einkaskjalasafn. (Anna hélt stundum ræður á fundum Kvenfélags Sósíalista, uppskrift af sumum þeirra má finna í safni hennar).

    KSS 75 Elín Guðmundsdóttir. Einkaskjalasafn.

    KSS 2017/7 Elín Guðmundsdóttir. Einkaskjalasfn.

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Rakel Adolphsdóttir tók saman lýsandi samantekt og endurraðaði safninu í skjalaflokka í maí 2017.

  • Dagsetning lýsingar:

    23. maí 2017


Skjalaskrá

Safninu er skipt í eftirfarandi flokka:

A Bækur: Fundargerðir, sjóðsbækur og félagatal (öskjur 1-5)
B Almenn starfsemi (askja 6)
C Þing og ráðstefnur (askja 7)
D Önnur kvenfélagasamtök (öskjur 8-9)
E Sjóðir og fjáraflanir (öskjur 10-11)
F Prentað efni (askja 12)
G Munir (askja 13)

A Bækur: Fundargerðir, sjóðsbækur og félagatal

Askja 1

AA Fundargerðarbækur

  1. Fundargerðabók 1: 1939-1951
  2. Fundargerðabók 2: 1952-1959
  3. Fundargerðabók 3: 1959-1969

Askja 2

  1. Fundargerðabók 4: 1969-1982
  2. Fundargerðarbók stjórnar: 1954-1965
  3. Fundargerðarbók stjórnar: 1965-1992
  4. Fundarboð: 1946, 1947, 1948, 1949, 1950, 1970, 1971, 1973, 1974, 1982, ódagsett [20 blöð]

Askja 3

AB Sjóðsbækur og reikningar

  1. Fylgiskjöl/reikningar 1946-1982

Askja 4

  1. Sjóðbók (félagsgjöld o.fl.) 1946-1992

AC Félagatal

  1. Félagatal, bók 1

Askja 5

  1. Félagatal, bók 2
  2. Félagatal, vélritaður listi, ártal óvíst
  3. Félagatal, kvennatal Sósíalistafélags Reykjavíkur, ártal óvíst
  4. Úrsagnir 1969
  5. Inntökubeiðnir 1969

Askja 6 - mjó

B Almenn starfsemi

  1. Afmæli Kvenfélags Sósíalista 10 ára, dagskrá, 1949
  2. Afmæli Kvenfélags Sósíalista 25 ára, úrklippur og skeyti, 1964
  3. Afmæli Kvenfélags Sósíalista 30 ára, dagskrá og skeyti og þátttökutal, 1969
  4. Sagan, skrifuð af Elínu Guðmundsdóttur 1982
  5. Kvennasögusafn Íslands, bréf og fjáröflun o.fl. [ath. sumt varðveitt á Kvss. fyrir afhendingu og svo sameinað einkaskjalasafni Kvenfélags sósíalista eftir afhendingu], 1975-1992
  6. Bréf og bréfspjöld
  7. Tillögur kvennanefndar miðstjórnar og Sósíalistafélags Reykjavíkur [líklega 1947]
  8. Norges komunistiske parti, Kvennautvalget, Oslo 30. januar 1947
  9. 7. fundur Sósialistaflokks – Sameingarflokks alþýðu, fundarskjöl 1949

Askja 7

C Þing og ráðstefnur

  1. Heimsþing kvenna í Kaupmannahöfn 1953
  2. Heimsþing kvenna í Kaupmannahöfn 1953, frh.
  3. Heimsþing kvenna í Helsinki 1969
  4. Kvennaráðstefna Eystrasaltsríkja 1987

Askja 8

D Önnur kvenfélagasamtök

Ýmis gögn, aðallega aðsend. M.a. frá Bandalagi kvenna í Reykjavík og KÍ. Tilkynningar um fundi og ráðstefnur o.fl. tengt störfum Bandalags kvenna og KÍ. Má grisja síðar á viðeigandi staði.

Í örkum eru:

  • Samtök um Kvennaathvarf
  • Friðarhreyfing kvenna
  • Nokkur fundarboð frá Kvenfélagasambandi Íslands
  • Fundarboð o.fl. frá Bandalagi kvenna, aðallega frá 1982 og 1983

 

Askja 9

Ýmis gögn, m.a. bréf frá sömu félögum og nefnd eru í öskju 8.

T.d. afrit bréfs til stjórnar og þjóða Sovétríkjanna þar sem Kvenfélag Sósíalista, Þvottakvennafélagið Freyja og Húsmæðradeild MÍR votta samúð vegna andláts Stalíns.

 

E Sjóðir og fjáraflanir

Askja 10

EA Carólínusjóður / Karólínusjóður, stofnaður 1949:

  1. Efnahagsbók 1964-1974
  2. Fundargerðabók Karólínusjóðsstjórnar 1963-1969
  3. maí kaffisala 1966-1968
  4. maí kaffi 1969-71
  5. maí kaffi 1972-75. Heimsþing kvenna 1975.
  6. Reglugerð Karólínusjóðs 1949 og 1963. Skipulagsskrá sömu ár, þakkarbréf

Askja 11

EB Sovétsöfnun 1945

  1. Ýmis gögn varðandi söfnunina
  2. Þakkarbréf frá Sovétríkjunum

EC Þjóðviljinn

  1. Fjöldi hlutabréfa í Þjóðviljanum, u.þ.b. 20.000kr samtals

Askja 12

F Prentað efni

            Dreifibréf

            Tímarit

            Skýrslur

Askja 13

G Munir

  • Slidesmyndir og skýringartextar. Frá Deutsch – Nordisch Gesellschaft
  • Útskorin gestabók. Aðeins notuð við tvö tækifæri
  • Fundarhamar, útskorinn. Gjöf á 25 ára afmæli félagsins
  • Tveir stimplar með nafni félagsins
  • Bjalla til notkunar á fundum. Grafið í hana KS 31. 7. ‘61

Fyrst birt 29.06.2020

Til baka