Skjalasöfn félaga og samtaka

Fóstra, Fóstrufélag Íslands (1950-1988). KSS 115.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

  • Safnmark:

    KSS 115

  • Titill:

    Fóstra, Fóstrufélag Íslands

  • Tímabil:

    1946-1988

  • Umfang:

    33 öskjur

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 115. Fóstra, Fóstrufélag Íslands. Einkaskjalasafn.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Fóstra, Fóstrufélag Íslands (1950-1988).

  • Lífshlaup og æviatriði:

    Árið 1924 var Barnavinafélagið Sumargjöf stofnað en segja má að með stofnun félagsins hafi verið lagður grunnur að stofnun Fóstrufélags Íslands sem síðar varð Félag íslenskra leikskólakennara árið 1991.

    Stéttarfélagið Fóstra (hét fyrsta árið Athöfn ) var stofnað 6. febrúar 1950 og gekk nokkru síðar í Alþýðusamband Íslands. Tilgangur félagsins var einkum sá að annast kjarasamninga og gæta hagsmuna félaganna. Þann 4. desember 1964 gerðust starfandi fóstrur í Reykjavík fastir borgarstarfsmenn. Gekk þá Stéttarfélagið Fóstra úr ASÍ og fóstrur gerðust í framhaldinu félagsmenn starfsmannafélaga í viðkomandi sveitarfélögum. Á aðalfundi árið 1965 var nafni félagsins breytt og hét eftir það Fóstrufélag Íslands. Í lögum þess segir m.a., að tilgangur félagsins sé að efla fóstrustéttina, glæða áhuga á öllu, er varðar fóstrustarfið, efla framhaldsmenntun og gæta fjárhagslegra hagsmuna félaganna. Fóstrufélagið starfaði sem fagfélag til ársins 1988 en það ár öðlaðist félagið samningsrétt. Félagið skipti síðan um nafn 1991 og tók upp núverandi nafn, Félag íslenskra leikskólakennara.

  • Um afhendingu:

    Félag íslenskra leikskólakennara afhenti Kvennasögusafni Íslands gögn félagsins 1950-1988 við athöfn í tilefni af 50 ára afmæli félagsins 6. febrúar 2000. Einnig nýútkomið félagatal leikskólakennara og ágrip af sögu FIL. Björg Bjarnadóttir formaður félagsins afhenti gögnin en hugmyndina að afhendingu gagnanna átti Davíð Ólafsson sagnfræðingur sem skráði sögu félagsins.

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    33 öskjur. Safnið innheldur fundargerðarbækur, dagbækur skrifstofu, ályktanir, bréf, kjaramál, ráðstefnugögn, fréttabréf o.fl.

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Safnið er opið

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

  • Tungumál:

    Íslenska

Tengt efni

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Gögnin flokkuð og skráð á vegum Félags íslenskra leikskólakennara. Rakel Adolphsdóttir setti á safnmarkið KSS 115 í febrúar 2017, gerði svo lýsandi samantekt og skráði rafrænt 23. mars 2018.

  • Dagsetning lýsingar:

    23. mars 2018


Skjalaskrá

A. Fundargerðabækur 1950-1988 (öskjur 1-3)
B. Almenn starfsemi 1950-1988 (öskjur 4-7)
C. Kjaramál (öskjur 8-9)
D. Ráðstefnur, námskeið og námstefnur (öskjur 10-11)
E. Menntunarmál fóstra, 1946-1988 (askja 12)
F. Norrænt samstarf (öskjur 13-19)
G. Norræn fóstrunámskeið (öskjur 20-21)
H. Barnaárið 1979 (askja 24-25)
I. Dagvistarmála (askja 26)
J. Ritgerðir og annað efni um uppeldisfræði (askja 27)
K. Skipulagsmál (askja 28)
L. Landsbyggðarfóstrur (askja 29)
M. Stofnun stéttarfélags 1988 (öskjur 30-32)
N. Fóstra, fréttabréf, 1978-1988 (askja 33)

askja 1
A. Fundargerðabækur 1950-1988

  • Fundargerðabók Fóstru 1950-1965.
  • Fundargerðabók Fóstrufélags Íslands 1965-1972
  • Fundargerðabók Fóstrufélags Íslands 1973-1978
  • Fundargerðabók Fóstrufélags Íslands 1978-1988

askja 2
A. Fundargerðabækur 1950-1988,
 frh.

  • Fundargerðabók stjórnar Fóstrufélags Íslands 1971-1976
  • Fundargerðabók stjórnar Fóstrufélags Íslands 1976-1980
  • Fundargerðabók stjórnar Fóstrufélags Íslands 1980-1983
  • Fundargerðabók stjórnar Fóstrufélags Íslands 1983-1986
  • Fundargerðabók stjórnar Fóstrufélags Íslands 1986-1988

askja 3
A. Fundargerðabækur 1950-1988
, frh.

  • Fundargerðabók kjaranefndar Fóstrufélags Íslands 1980-1987
  • Fundargerðabók friðarhóps fóstra 1983-1986
  • Fundargerðabók 1975-1981. Ýmsir fundir á vegum Fóstrufélags Íslands
  • Dagbók skrifstofu Fóstrufélags Íslands 1976-1977
  • Dagbók skrifstofu Fóstrufélags Íslands 1977-1978
  • Listi yfir fóstrur sem keyptu fóstrunælu

askja 4
B. Almenn starfsemi 1950-1988

  • Fréttatilkynningar, ályktanir og samþykktir
  • Aðalfundir, stjórnarfundir og félagsfundir. Ýmis gögn
  • Fundarboð

askja 5
Almenn starfsemi 1950-1988, frh.

  • Tengsl Athafnar og Fóstru við ASÍ
  • Bréf til félagsins 1958-1987
  • Bréf frá félaginu 1969-1986

askja 6
B. Almenn starfsemi 1950-1988, frh.

  • Um sögu félagsins, ræður, minningar o.fl.
  • Lög Fóstru og Fóstrufélags Íslands o.fl..
  • Annað

askja 7
C. Kjaramál

  • Skýrslur formanns og stjórnar 1950-1988
  • Ársskýrslur og efnahagsreikningar

askja 8
C. Kjaramál, frh.

  • Kjaramál 1982-1985
  • Kjaradeila 1984
  • Kjaradeilur 1980-1981
  • Kjaramál, samningar, kröfugerðir o.fl. 1950-1970

askja 9
C. Kjaramál, frh.

  • Kjaradeila Fóstrufélags Íslands við ríki og Reykjavíkurborg 1986-1987
  • Uppsagnir fóstra hjá ríki og Reykjavíkurborg 1986

askja 10
D. Ráðstefnur, námskeið og námstefnur

D1. Ráðstefnur, námskeið og námstefnur, 1982-1985

  • Námstefna um innra starf á dagvistarheimilum 1. – 3. apríl 1982
  • Námskeið varðandi börn og fjölmiðla, Akureyri 1982;
  • Ráðstefna fóstra og þroskaþjálfa 1983; ýmis gögn með
  • Námskeið í meðferð hljóðfæra 1983;
  • Námskeið í stjórnun 1984 og 1985;
  • Samskipti og samskiptaskilningur barna, námsstefna 1984;
  • Ráðstefna vegna uppeldisáætlunar 1985
  • Námstefna um markmið og leiðir í uppeldisstarfi 1985

askja 11
D2. Ráðstefnur, námskeið og námstefnur, 1985-1988

  • Erindi Þorbjörns Broddasonar á ráðstefnu BSRB 1987;
  • Erindi Jóns Björnssonar  -“ –
  • Starfsdagar Fóstrufélags Íslands 1987 – dagvistaruppeldi
  • Vinnudagur 22. febrúar 1986
  • Ráðstefna um uppeldi og menntun forskólabarna, 1988

askja 12
E. Menntunarmál fóstra, 1946-1988

  • Menntunarmál fóstra. Almennt 1946-1986
  • Framhaldsnám fóstra 1977-1983
  • Umræða um fóstrunám á framhaldskólastigi 1978-1988
  • Nefndarálit Fósturskólanefndar 1988

askja 13
F. Norrænt samstarf

  • Gögn tengd NFLS 1955-1979

askja 14
F. Norrænt samstarf, frh.

  • Norrænt fóstrumót í Reykjavík 31. júlí – 6. ágúst 1972. „Fóstran sem uppalandi – nám barna á forskólaaldri“. (Ráðstefnugögn, ávörp, skeyti, bréf, ályktanir o.fl.)

askja 15
F. Norrænt samstarf, frh.

  • Norrænt fóstrumót í Danmörku 14. – 19. september 1975. Fyrirlestrar, útdrættir, bréf, hópastarf o. fl.

askja 16
F. Norrænt samstarf, frh.

  • Norrænt fóstrumót í Danmörku 27. nóvember – 3. desember 1977. „Börn frá 0-3 ára og uppeldisleg vinna á vöggustofum“
  • Norrænt fóstrumót í Esbo í Finnlandi 23. - 27. júlí 1978. „Hlutverk fóstra í fjölþjóða umhverfi“
  • Gögn tengd NFLS 1980
  • Gögn tengd NFLS 1981. M.a. námskeið í Vederø í Danmörku 13. – 18. júní

askja 17
F. Norrænt samstarf, frh.

  • Gögn tengd NFLS 1982. M.a. námskeið í Mullsjö í Svíþjóð 12. – 17. júní
  • Gögn tengd NFLS 1983. M.a. stjórnarfundur í Osló 7.-9. nóvember
  • Gögn tengd NFLS 1984. M.a. námskeið í Bergen í Noregi 13. – 18. júní

askja 18
F. Norrænt samstarf, frh.

  • Norrænt samstarf 1980-1988, ýmislegt lesefni og erindi
  • Gögn tengd NFLS 1985. M.a. námskeið í Nyslott í Finnlandi 11. – 16. júní og fundur norrænnar samstarfsnefndar í Helsinki um dagvistarmál 4. – 6. júní

askja 19
F. Norrænt samstarf, frh.

  • Gögn tengd NFLS 1986. M.a. stjórnarfundur í Helsinki 2. – 4. júní

askja 20
G. Norræn fóstrunámskeið á Íslandi
G1. Norrænt fóstrunámskeið á Íslandi 1980

  • Uppgjör og eftirmál
  • Undirbúningur – bréf
  • Bókanir og skráning

askja 21
G1. Norrænt fóstrunámskeið á Íslandi 1980, frh.

  • Ráðstefnugögn

askja 22
G2. Norrænt fóstrunámskeið á Íslandi 1987

  • Undirbúningur – bréf
  • Bókanir og skráning
  • Uppgjör og eftirmál

askja 23
G2. Norrænt fóstrunámskeið á Íslandi 1987, frh.

  • Ráðstefnugögn 1987

askja 24
H. Barnaárið 1979

  • Gögn frá Sameinuðu þjóðunum vegna barnaársins 1979
  • Gestabók leikfangasýningar félagsins 1979
  • Leikfangasýning F.Í í Hagaskóla 4. – 10. júní, á Akureyri 22. – 23. júní og Egilsstöðum 29. júní – 1.  júlí 1979

askja 25
H. Barnaárið 1979, frh.

  • Ýmis gögn varðandi undirbúning og framkvæmd barnaársins 1979

askja 26
I. Dagvistarmál

  • Umsagnir um lög og reglugerðir
  • Skóladagheimili
  • Dagvistun þroskaheftra barna, 1975-1979
  • Starfsáætlun fyrir dagvistarheimili

askja 27
J. Ritgerðir og annað efni um uppeldisfræði.

Merktar höfundum:

  • Ingibjörg Jónsdóttir
  • Gyða Sigvaldadóttir
  • Starfshópur innan Fóstrufélags Íslands
  • Svandís Skúladóttir
  • Ingibjörg Eyfells
  • Elías Héðinsson og Þorbjörn Broddason
  • Ragnheiður Sigurjónsdóttir
  • Jóhanna Thorsteinson
  • Valborg Sigurðardóttir
  • Svanhildur Svavarsdóttir
  • Silja Aðalsteinsdóttir
  • Erindisbréf fyrir forstöðumenn á barnaheimilum Sumargjafar, 1976
  • Ingólfur Guðjónsson
  • Greinargerð með kröfum fóstra um undirbúningstíma

askja 28
K. Skipulagsmál

  • Staða Fóstrufélags Íslands innan BSRB
  • Umhverfis- og friðarhópur fóstra. Ýmis gögn
  • Efst liggja tveir bæklingar:  “Ef ég verð stór” og “Friðarvika 84”  

askja 29
L. Landsbyggðarfóstrur:

  1. Norðurland
  2. Austurland
  3. Suðurland
  4. Suðurnes
  5. Vestfirðir
  6. Vesturland
  7. Stofnun landshlutadeilda 1982 og hverfafundir Fóstrufélags Íslands 1982

askja 30
M. Stofnun stéttarfélags 1988

  • Skoðanakönnun um stofnun stéttarfélags
  • Undirbúningur að stofnun stéttarfélags 1987-1988
  • Samningsréttur Starfsmannafélags Reykjavíkur
  • Samningsréttur BSRB

askja 31
M. Stofnun stéttarfélags 1988, frh.

  • Ráðstefna um skipulagsmál Fóstrufélags Íslands 27. febrúar 1988
  • Úrsagnir fóstra úr starfsmannafélögunum 1988

askja 32
M. Stofnun stéttarfélags 1988, frh.

  • Bréf til og frá Fóstrufélagi Íslands eftir stofnun stéttarfélags 1988
  • Bréf frá Fóstrufélagi Íslands til bæjar- og sveitarstjórna vegna félagsgjalda 1988
  • Fóstrur sem eiga stéttarfélagsaðild að Fóstrufélagi Íslands

askja 33
N. Fóstra, fréttabréf, 1978-1988


Fyrst birt 29.06.2020

Til baka