Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.
KSS 12
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur
20 öskjur
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 12. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Einkaskjalasafn.
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur var stofnuð árið 1928 og var Laufey Valdimarsdóttir, þáverandi formaður Kvenréttindafélags Íslands, aðalhvatakona að stofnun. KRFÍ hafði þá ákveðið að beita sér fyrir kröfu um ekknastyrki. Í janúar fórust 15 menn af togaranum Jóni forseta og er það talið hafa ýtt undir stofnun nefndarinnar, en hana skipuðu fulltrúar velflestra kvenfélaga í Reykjavík, og gera enn.
Heimild: Kvenréttindafélag Íslands 40 ára, 1907-1947. Reykjavík: Kvenréttindafélag Íslands, 1947, bls. 123-133.
Gögnin komu í Kvennasögusafn við formlega athöfn á Kvennasögusafni 20. september 2004. Bréf fylgdi með fyrirmælum um aðgengi og not, undirritað Hildur G. Eyþórsdóttir. Viðbætur bárust 26. mars 2014 og voru þar á meðal margvíslegar sjóðbækur.
Í safninu eru 20 öskjur með fundagerðabókum, erindum, ræðum, bréfum, tilkynningum, Einnig tilheyra því margvíslegar sjóðsbækur frá ýmsum tímum. Í fyrstu öskjunni er samtýningur svo sem lög félagsins, upplýsingar um mæðradaginn auk erindi og ræður sem Laufey Valdimarsdóttir flutti.
Safnið er lokað.
29. apríl 2014
Safnið er lokað. Hafið samband við Kvennasögusafn til að fá nánari upplýsingar.
Fyrst birt 26.06.2020