Skjalasöfn félaga og samtaka

Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur (st. 1928). KSS 12.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

  • Safnmark:

    KSS 12

  • Titill:

    Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur

  • Umfang:

    20 öskjur

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 12. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Einkaskjalasafn.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur

  • Lífshlaup og æviatriði:

    Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur var stofnuð árið 1928 og var Laufey Valdimarsdóttir, þáverandi formaður Kvenréttindafélags Íslands, aðalhvatakona að stofnun. KRFÍ hafði þá ákveðið að beita sér fyrir kröfu um ekknastyrki. Í janúar fórust 15 menn af togaranum Jóni forseta og er það talið hafa ýtt undir stofnun nefndarinnar, en hana skipuðu fulltrúar velflestra kvenfélaga í Reykjavík, og gera enn.  

    Heimild: Kvenréttindafélag Íslands 40 ára, 1907-1947. Reykjavík: Kvenréttindafélag Íslands, 1947, bls. 123-133.

  • Varðveislusaga:

    Gögnin komu í Kvennasögusafn við formlega athöfn á Kvennasögusafni 20. september 2004. Bréf fylgdi með fyrirmælum um aðgengi og not, undirritað Hildur G. Eyþórsdóttir. Viðbætur bárust 26. mars 2014 og voru þar á meðal margvíslegar sjóðbækur.

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    Í safninu eru 20 öskjur með fundagerðabókum, erindum, ræðum, bréfum, tilkynningum, Einnig tilheyra því margvíslegar sjóðsbækur frá ýmsum tímum. Í fyrstu öskjunni er samtýningur svo sem lög félagsins, upplýsingar um mæðradaginn auk erindi og ræður sem Laufey Valdimarsdóttir flutti. 

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Safnið er lokað.

Tengt efni

Um lýsinguna

  • Dagsetning lýsingar:

    29. apríl 2014


Skjalaskrá

Safnið er lokað. Hafið samband við Kvennasögusafn til að fá nánari upplýsingar.


Fyrst birt 26.06.2020

Til baka