Skjalasöfn félaga og samtaka

Samband breiðfirskra kvenna (1933-). KSS 109.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

  • Safnmark:

    KSS 109

  • Titill:

    Samband breiðfirskra kvenna

  • Tímabil:

    1933-1973

  • Umfang:

    Ein askja

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 109. Samband breiðfirskra kvenna.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Samband breiðfirskra kvenna (1933-), kvenfélag.

  • Lífshlaup og æviatriði:

    Stofnfundur Sambands breiðfirzkra kvenna var haldinn 19. júní 1933 á Hellissandi. Þar mættu fulltrúar frá fjórum kvenfélögum, Hellissandi, Breiðuvík, Eyrarsveit og Helgafellssveit. Kvenfélögin í Saurbæjarhreppi, Fellsströnd, Hvammssveit, Miðdölum og Staðarsveit óskuðu eftir aðild þótt þau gætu ekki sent fulltrúa. Í fyrstu stjórn sambandsins voru kosnar Ingveldur Á. Sigmundsdóttir formaður, Guðrún Eiríksdóttir gjaldkeri og Jóhanna Vigfúsdóttir ritari. Á stefnuskrá félagsins var að efla samvinnu um félagsmál kvenna, húsmæðrafræðslu, heimilisiðnað, garðrækt og taka þátt í velferðarmálum heimilanna. Sambandið lagði mikla rækt við heimilisiðnað, matreiðslu og garðrækt. Húsmæðraskólinn á Staðarfelli var sjö ára gamall þegar sambandið var stofnað og hlúði sambandið að honum eftir megni. Starfsvæðið var frá Barðastrandarsýslur frá Skor, Dalir, norðanvert Snæfellsnes, auk Breiðavíkur og Staðarsveitar. Síðar bættust við Kolbeinsstaðahreppur og Eyjahreppur. Árið 1965 skiptist sambandið í tvennt. Kvenfélög á Snæfellsnesi stofnuðu þá sérstakt samband.

    Heimild
    Ingibjörg Árnadóttir, Kristín B. Tómasdóttir og Þrúður Kristjánsdóttir. Samband Breiðfirzkra kvenna 40 ára. 1973.
    Dalir.is

  • Um afhendingu:

    Gefið safninu 23. maí 1978, sbr. Gjafabók III. Þrúður Kristjánsdóttir, fyrrverandi formaður, afhenti Kvennasögusafninu.

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    Ein askja

Um aðgengi og not

  • Tungumál:

    Íslenska

Tengt efni

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Var áður í öskju 86. Rakel Adolphsdóttir skráði á safnmark KSS 109 í febrúar 2017 og skrifaði lýsandi samantekt 17. janúar 2019.

  • Dagsetning lýsingar:

    17. janúar 2019


Skjalaskrá

 Askja 1

  • Bréf frá Kvenfélagasambandi Íslands 1944-1963
  • Bréf; Halldóra Bjarnadóttir heimilisráðunautur til vinkvenna í SBK 1959-1963
  • Ávörp og minni flutt á aðalfundum SBK
  • Fundargerð 40. aðalfundur 1973
  • Söguágrip SBK, handskrifað í rauða A5 stílabók. Með fylgja þakkarmiðar fyrir afhendinguna [„Þessi gjöf er stærsta heimildasafn frá félagsskap kvenna, sem safninu hefir borist.“]
  • Söguágrip sambandsfélaga, handskrifað á laus A4 blöð
  • Rætt um skiptingu SBK 1953-1953
  • Kveðskapur
  • Ýmis bréf og skýrslur 1933-1973
  • Afmælisritið, 40 ára, handrit

 


Fyrst birt 28.05.2020

Til baka