Feb 10, 2025

Dagur ástarbréfsins 14. febrúar


Dagur ástarbréfsins

Kvennasögusafn Landsbókasafns boðar dag ástarbréfsins föstudaginn 14. febrúar frá kl. 15-18.

Á dagskrá verður meðal annars örsýning, örerindi og smiðjur fyrir ástarsögu- og ástarbréfaskrif.

Í samstarfi við Landsbókasafn, handritasafn, Nakano, Ástarsögufélagið, Ástarrannsóknarfélagið og fleiri.

Dagskrá:

Kl. 15 Torg ástarbréfsins opnar á 2. hæð Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns

Kl. 15-18

Skoðið, skrifið og lesið ástarbréf

  • Örsýning á ástarbréfum úr safnkosti Kvennasögusafns og handritasafns Landsbókasafns
  • Sýndu sérfræðingi Landsbókasafns ástarbréf úr þínum fórum
  • Stingdu nafnlausri ástarsendingu í ástarbréfakassann
  • Skrifaðu ástarbréf með Nakano; sendu, geymdu eða tættu – þú ræður!

Kl. 15:30-16:30

Örerindi um ástarbréf

Rakel Adolphsdóttir, fagstjóri Kvennasögusafns.

„Ég vona að þú gefir eldinum þetta bréf, hitaðu ofninn með því…“ Hvaða ástarbréf er að finna í Kvennasögusafni?

 

Guðrún Laufey Guðmundsdóttir, sérfræðingur á handritasafni.

„Hvar er ástin? Miðaldra handritafræðingur í örvæntingarfullri leit að ástinni í bréfasöfnum“

 

Erla Hulda Halldórsdóttir, prófessor í kvenna- og kynjasögu, HÍ.

Kossar og eikur í vangaskógi – nokkur ástarbréf frá 19. öld

 

Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í alþjóðasamskiptum, HÍ, Ástarrannsóknarfélagið.

„Að finna ástina verða til“: Bréf úr tilhugalífi ömmu og afa

 

Berglind Rós Magnúsdóttir, prófessor við Deild menntunar og margbreytileika, HÍ, Ástarrannsóknarfélagið.

„Þú getur búið til svo sterk tengsl við fólk án þess að hitta það“: Stafræn skilaboð á vettvangi tilhugalífs

 

Guðrún Friðriksdóttir, þjóðfræðingur og rithöfundur, Ástarsögufélagið.

Ástin í daglegu lífi og hversdagsleg ástarbréf

Kl. 16:30-17:30

Bókaútgáfa Ástarsögufélagsins og ritsmiðja

ÝMIS ÁSTARBRÉF

Ást sett í orð, söknuður, eftirsjá, tilfinningar, skot. Dansað á línunni, leikur að fjöreggi. Bréf sem allir hafa skrifað en kannski aldrei sent.

Í tveimur litlum heftum birtir Ástarsögufélagið nú tólf ástarbréf, frumsamin eða uppgrafin. Lesandi fær tækifæri til að skyggnast inn í einkalíf ónafngreindra aðila, fylgjast með uppgjörum og ástarjátningum. Bréfin spanna langt tímabil, krassandi lesning á köldu vetrarkvöldi.

Kl. 18 Torg ástarbréfsins lokar, góða helgi!

 

Image.png