Skjalasöfn í stafrófsröð

Rannveig Tómasdóttir (1911–2005), ferðabókahöfundur. KSS 2019/13.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

  • Safnmark:

    KSS 2019/13

  • Titill:

    Rannveig Tómasdóttir

  • Tímabil:

    1912-

  • Umfang:

    26 öskjur 

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands―Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2019/13. Rannveig Tómasdóttir. Einkaskjalasafn.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Rannveig Tómasdóttir (1911–2005), ferðabókahöfundur

  • Lífshlaup og æviatriði:

    Rannveig fæddist 31. júlí 1911, dóttir hjónanna Rannveigar Jónasdóttur húsmóður og Tómasar Tómassonar, slátrara, en þau höfðu bæði gengið í skóla í Danmörku. Rannveig lauk barnaskólaprófi frá Miðbæjarskólanum og útskrifaðist úr Verslunarskóla Íslands 1930. Hún nam að auki fjölda tungumála við Háskóla Íslands. Rannveig starfaði alla tíð hjá Hagstofu Íslands og var virk í starfi Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna (MFÍK). Hún ferðaðist mikið allt frá unga aldri, fyrst um Ísland og svo nágrannalöndin. Árið 1956 hélt hún ásamt Sigríði Eiríksdóttur (móður Vigdísar Finnbogadóttur) til Stokkhólms á ráðstefnu Menningar- og friðarsamtaka kvenna þar sem Rannveig hélt erindi. Þar myndaði hún tengsl sem auðvelduðu henni ferðalög til fjarlægra heimsálfa. Rannveig gaf út þrjár bækur um ferðalög sín, Fjarlæg lönd og framandi þjóðir (1954), Lönd í ljósaskiptunum (1957) og Andlit Asíu (1962), auk þess sem hún skrifaði greinar og hélt fyrirlestra og flutti þætti í útvarp á árunum 1955-1965. Til er málverk af Rannveigu, málað af vinkonu hennar Barböru Árnason.  

  • Varðveislusaga:

    Þegar Rannveig fluttist á hjúkrunarheimili 85 ára að aldri skildi hún gögnin eftir og minntist á að best væri að farga þeim, sem enginn fékk af sér að gera. Rannveig hélt heimili ásamt bróður sínum, Tómasi Tómassyni, sem rak rakarastofu í Þingholtsstræti ásamt vini sínum Bjarna Jóhannessyni. Vinátta systkinanna við Bjarna og fjölskyldu hans stóð í yfir 60 ár, þegar Rannveig og Tómas fluttu á hjúkrunarheimilið keypti María Pálmadóttir, barnabarn Bjarna, húsið af þeim. Sonur Maríu, Pálmi Gautur Sverrisson, flokkaði safnið 2006 þegar hann var í sagnfræðinámi.

     

  • Um afhendingu:

    María Pálmadóttir og maður hennar Sverrir Þ. Sverrisson, afhentu gögnin á skrifstofu Kvennasögusafns 10.10.2019

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    Bréf, handrit, skjöl og ljósmyndir.

  • Viðbætur:

    María og Sverrir halda eftir myndaalbúminu frá ferðinni til Sovétríkjanna og nokkrum dagbókum sem Rannveig hélt á Íslandsferðum sínum. Þær verða ef til vill afhentar síðar. Klæðnaður Maríu, sem hún saumaði sjálf og vakti nokkra athygli, verður ef til vill afhentur á annað safn.

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Aðgangur er öllum heimill

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

  • Tungumál:

    íslenska, enska

Tengt efni

  • Tengt efni:

    KSS 31. MFÍK.

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Var búið að skrá við afhendingu af Pálma Gauta Sverrissyni, 15. apríl 2006.

    Rakel Adolphsdóttir merkti öskjum með númeri og bætti við skjalaflokki D Ferðaminningabækur.

  • Dagsetning lýsingar:

    27. janúar 2025


Skjalaskrá

A bréf og kort

askja 1:

AA Bréf

  • Inga Vigh-Pedersen, 1947
  • Nadezhda Parfenove, 1954
  • Nadya Khimach, 1955
  • Chu Heiich Chia, 1956
  • National Committee of Youn Women‘s Christian Associations, 1957
  • National Academy of Letters í Nýju-Delí, 1960
  • Herman M. Ward, 1963

AB Boðskort

AC Jólakort 1970-1972

 

B Handrit eigin ritsmíða

askja 2:

BA Ferðaminningar

BA.I.1 Ferðaminningar I, úr ferðalögum um Ísland 1933-1934

BA.I.2 Ferðaminningar II, úr ferðalögum um Ísland 1934-1935

BA.I.3. Ferðaminningar úr ferðalögum um Ísland 1935. Auk ferðaminninga frá 1940 og 1944.

BA.I.4. Ferðaminninagr úr ferðalagi um Íslandi 1941

BA.I.5 Ferðaminningar um Ítalíuför

 

askja 3:

BB Uppkast að ýmsum skrifum

 

askja 4:

BC.I Handrit bóka og erindi

BC.I.1 Kaflar úr bókinni Fjarlæg lönd og framandi þjóðir auk nokkurra ljósmynda

BC.I.2 Kaflar úr bókinni Fjarlæg lönd og framandi þjóðir

BC.I.3 Kaflar úr bókinni Fjarlæg lönd og framandi þjóðir, 1 stílabók

BC.I.4 Prentað prófarkarhandrit Fjarlæg lönd og framandi þjóðir

 

 

askja 5:

BC.II

 

askja 6:

BC.III

 

askja 7:

BC.IV

 

askja 8:

BC.V.1 Handrit ýmissa erinda varðandi alþjóða friðarhreyfingu kvenna

BC.V.2 Handrit ýmissa erinda m.a. útvarpserinda og erinda varðandi alþjóða friðarhreyfingu kvenna

BC.V.3 Handrit erinda um ferðalög um Ísland

BC.V.4 Handrit að útvarpserindi um Lessing auk leikþáttar úr Nathan vitring

 

 

 

askja 9:

BD Önnur skrif

 

C Önnur gögn

askja 10:

CA Ýmis skjöl

CA.I.1. Prófskírtein Rannveigar Tómasdóttur úr Verslunarskóla Íslands, 30. apríl 1930

CA.I.2 Skipunarbréf handa Rannveigu Tómasdóttur til að vera bókari 1. stigs í Hagstofu Íslands

CA.I.3.a Ýmis skjöl hjónanna Tómasar Tómassonar slátrara og Rannveigar Jónasaardóttur, m.a. kaupmálasamningar, fasteignamat og ljóðasamningar

CA.I.3.b Innsigluð konungsstaðfesting kaupmálasamningas auk eignarskrár, 1912

CA.I.3.c Lóðateikning og grunnteikning íbúðarhúss að Bergþórugötu 4, 1920

CA.I.3.d Ýmis símskeyti og minningarkort um Tómas Tómasson, 1933

CA.I.3.e Þrjú bréf til Rannveigar Jónasardóttur frá Rannveigu Tómasdóttur

 

askja 11:

CB Upplýsingar um ferðalög

Farseðill, kvittanir fyrir gjaldeyriskaupum, bókunarseðlar hótela og farðseðla o.fl. varðandi nokkur ferðalög.

CC um bækur og erindi

CD Úrklippur úr blöðum

CE Um blóm

CF Ljóð

            Bréf frá Herman M. Ward með nokkrum ljóðum eftir sendandann

 

askja 12:

CG Söfn

 

askja 13:

CH Ljósmyndir [ath. er á vagni ljósmynda sem eru í sérstakri flokkun á skrifstofu Kvennasögusafns 27. janúar 2025]

 

askja 14:

CI Ljósmyndafilmur

            Negatívar ljósmyndafilmur. Úr ferðalögum um Ísland á 4. og 5. áratugnum.

 

askja 15:

CJ Prentuð rit

 

{ráðstafað annað:

CK Eintök eigin útgefinna rita – eru á 3. hæð Landsbókasafns til útláns]

 

Auk þess:

D Ferðaminnisbækur

 

askja 16:

Ísland 1935-1936

Ísland 1935-1936

 

askja 17:

Ísland

 

askja 18:

Ísland 1935

 

askja 19:

Ísland

Ísland 1936

 

askja 20:

Ísland

England, Danmörk 1936

 

askja 21:

N-Evrópa 1948

 

askja 22:

Frakkland 1949

 

askja 23:

Kína 1956

 

askja 24:

Indland 1959

 

askja 25:

Grikkland

 

askja 26:

Mexíkó


Fyrst birt 27.01.2025

Til baka