Kvennasögusafn Íslands
KSS 2022/25
Lilja Bjarnadóttir Nissen
Ein askja
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2022/25. Lilja Bjarnadóttir Nissen. Einkaskjalasafn.
Lilja Bjarnadóttir Nissen (1912-1985), geðhjúkrunarfræðingur
Lilja Bjarnadóttir Nissen var fædd 20 mars 1912 í Bolungarvík og lést 1. júlí 1985. Foreldrar hennar voru Kristín Salome Ingimundardóttir og Bjarni Jón Bárðarson, þau áttu 12 börn.
Lilja lauk prófi úr 2. bekk í Kvennaskólanum árið 1932. Hún kynntist Thomas Nissen (1903-1962) árið 1933. Eftir það fara þau saman til Danmerkur og Lilja fer að læra hjúkrun og lauk þar námi við Kommunehospital í Aabenraa árið 1940. Hún stundaði síðan framhaldsnám í hjúkrun geðveikra. Eftir andlát Thomasar snýr Lilja aftur til Íslands og varð deildarhjúkrunarkona á Kleppsspítala til haustsins 1964 en eftir það varð hún forstöðukona Farsóttarhússins þar til starfsemi var þar lögð niður. Loks var hún yfirhjúkrunarkona á geðdeild Borgarspítalans til 1979.
„Lilja var á leið til vinnu sinnar á Grund, þegar dauðinn fór um hana, þar sem hún beið eftir strætisvagni og varð henni ekki bjargað.“ eins og stendur í minningargrein í Morgunblaðinu 11. júlí 1985 https://timarit.is/page/1615168?iabr=on#page/n37/mode/2up
Úr fórum gefanda, Lilja var afasystir hennar
Afhent á skrifstofu Kvennasögusafns af Kristínu Jónsdóttir 29. mars 2022
Aðgangur er öllum heimill
Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd
Íslenska
handskrifað og vélritað
KSS 2022/2. Kristín Jónsdóttir og fjölskylda.
Rakel Adolphsdóttir skráði
Skráningin byggir á ISAD(G) staðlinum
7. nóvember 2024
A. Lilja Bjarnardóttir Nissen
askja 1
Ljóð, lausavísur, skrif og hugleiðingar Lilju Bjarnadóttur Nissen. Bæði handsrkifað og vélritað, sumt flutt í útvarpi 1975 og 1976.
Fyrst birt 08.11.2024