Kvennasögusafn Íslands
KSS 2024/32
Ragnheiður Stefánsdóttir
1969-2026
3 öskjur (tvær 3 cm, ein 5 cm)
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2024/32. Ragnheiður Stefánsdóttir. Bréfasafn.
Ragnheiður Stefánsdóttir (f. 1946)
Ragnheiður Stefánsdóttir átti þrjár systur: Sveinbjörg, Unnur Stefánsdóttir (1951-2011) og Kristrún. Ragnheiður bjó fjarri systrum sínum, á Akureyri, og það var dýrt að hringja og því betra að senda bréf. Hún lýsti því hvað hún hafði hlakkað til bréfasendinganna og tekið góðan tíma til að lesa hvert bréf með kaffinu, helst úti í garðinum sínum eða á tröppunum sínum.
Móðir hennar var Guðfinna Guðmundsdóttir. Faðir hennar var Stefán Jasonarson.
Ragnheiður var í Soroptimistaklúbb Akureyrar og einn bréfritaranna, Kaarina Kettunin (kennar) var formaður í sínum klúbbi í Finnlandi og sendi bréf til Ragnheiðar sem voru í fréttabréfastíl. Klúbbarnir heimsóttu hvor annan.
Heimild: Samtal Ragnheiðar og Rakelar Adolphsdóttir, skrifstofu Kvennasögusafns 25. september 2024
Úr fórum gefanda
Afhent á skrifstofu Kvennasögusafns þann 25. september 2024 af gefanda.
Þrjár öskjur með sendibréfum og kortum.
Gefandi hafði eytt einhverjum bréfum frá systur sinni fyrir afhendingu. Þá átti hún sendibréf frá öllum systrum sínum en þær tóku bréfin sín aftur til sín fyrir afhendingu. Ein systirin var látin, Unnur, og sendibréf frá henni eru megin hluti safnsins.
Aðgangur er takmarkaður og háður leyfi gefanda.
Íslenska, enska
KSS 2023/3. Soroptimistafélag
Héraðsskjalasafn Selfoss: Einkaskjalasafn móður Ragnheiðar var gefið þangað, óvíst hvaða ár
Sendibréf, sendibréf systra, Fóstruskólinn, Framsóknarflokkurinn, Kópavogur
Rakel Adolphsdóttir skráði
Skráningin byggir á ISAD(G) staðlinum
1. nóvember 2024
askja 1
A1. Sendibréf frá Unni, Kópavogur 1969-2026
askja 2
A2. Kort frá Marlies, Sviss
askja 3
A3. Sendibréf fra Kaarina, Finnland
Fyrst birt 01.11.2024