Skjalasöfn félaga og samtaka

Mæðrafélagið (1936–1983). KSS 5.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

  • Safnmark:

    KSS 5

  • Titill:

    Mæðrafélagið

  • Tímabil:

    1936-1983

  • Umfang:

    Þrjár öskjur.

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 5. Mæðrafélagið.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Mæðrafélagið.

  • Lífshlaup og æviatriði:

    Tilgangurinn með stofnun félagsins var að beita sér fyrir réttarbótum fyrir mæður og börn, og aukinni menningu. Fyrsti formaður var Laufey Valdimarsdóttir. Haldnir voru fræðslufundir og erindi flutt um ýmislegt er barnauppeldi og barnafræðslu varðar. Einnig voru haldin saumanámskeið á vegum félagsins og foreldrafundir í samráði við skólastóra og fræðslufulltrúa. Félagið starfrækti lengi sumardvalarheimilið Vorboðann með Þvottakvennafélaginu Freyju og Verkakvennafélaginu Framsókn.

    Heimildir: 

    • Verklýðsblaðið, 23. mars 1936, bls.2
    • Tíminn, 06.03. 1956, s. 2
    • Kvenréttindafélag Íslands 40 ára. Minningarrit. S. 133-134
  • Varðveislusaga:

    Gögnin voru í vörslu síðustu stjórnarkvenna félagsins. Þær voru: Brynhildur Skeggjadóttir. Jóhanna Þórðardóttir. Guðbjörg Magnúsdóttir.

  • Um afhendingu:

    Meðlimir síðustu stjórnar félagsins afhentu Kvennasögusafni gögnin sem þær höfðu varðveitt 28. október 1987, skv. Gjafabók 1.

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    Í safninu eru þrjár öskjur með fundagerðabókum og blaðaúrklippum og öðru efni.

  • Grisjun:

    Engu var eytt

  • Viðbætur:

    Ekki er von á viðbótum

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Skv. reglum Landsbókasafns um ljósritun og myndun

  • Tungumál:

    íslenska

Tengt efni

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Auður Styrkársdóttir raðaði í öskju og skrifaði lýsingu og setti á safnmarkið KSS 5, gömul öskjunúmer 92-94 héldu sér. Rakel Adolphsdóttir breytti öskjunúmerunum í 1–3 í janúar 2019.

  • Dagsetning lýsingar:

    31. júlí 2013


Skjalaskrá

Askja 1
Fundagerðabækur 1936-1959

Askja 2
Fundagerðabækur 1960-1983

Askja 3
Ýmis gögn úr fórum Mæðrafélagsins
• Fundaboð
• Söguyfirlit
• Bréf
• Nafnabók
• Gestabók [frá 1961]


Fyrst birt 22.05.2020

Til baka