Skjalasöfn í stafrófsröð

Jóhanna Amalía Jónsdóttir (1885–1963), ljósmóðir. KSS 2024/34.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Kvennasögusafn Íslands

  • Safnmark:

    KSS 2024/34

  • Titill:

    Jóhanna Amalía Jónsdóttir

  • Tímabil:

    1917

  • Umfang:

    Ein askja, þunn.

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2024/34. Jóhanna Amalía Jónsdóttir. Einkaskjalasafn.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Jóhanna Amalía Jónsdóttir (1885–1963), ljósmóðir

  • Lífshlaup og æviatriði:

    Jóhanna Amalía var fædd 7. október 1885 að Tjaldnesi, Arnarfirði, Vestur-Ísafjarðasýslu. Jón Þórðarson (1845-1939) faðir hennar var ráðsmaður á Ísafirði og síðar dýralæknir við Arnarfjörð. Móðir hennar Benónía Ólafsdóttir (1863-1900) vinnukona á Tjaldanesi.

     

    Jóhanna var ljósmóðir á Snæfjallastrandarumdæmi 1916 og síðar starfandi ljósmóðir á Ísafirði og Súgandafirði. Hún var búsett þar til 1931 en flutti þá til Reykjavikur og hélt þar heimili. Fyrri maður hennar var Guðmundur Guðbjartur Tómasson (1879-1914) sjómaður á Ísafirði, hann drukknaði árið 1914. Börn þeirra voru (1) Jónína Guðrún Guðmundsdóttir (1910-1919) og (2) Grettir Guðmundsson (1912-1967).

     

    Sonur Jóhönnu Amalíu og Magnúsar Vagnssonar (1890-1951) skipstjóra: (3) Bragi Magnússon (1917-2001) lögreglumaður, föðuramma hans Tormína Ebenesardóttir tók hann í fóstur nýfæddan. Sonur Jóhönnu Amalíu: (4) Magnús Kristján (1919-2012) starfsmaður Sameinuðu þjóðanna og settist að í Kólumbíu, hann var kjörsonur Magnúasar Jónssonar skipstjóra og Kristjönu Jónsdóttur – á því heimili ólst Bragi bróðir hans einnig ásamt föðurömmu sinni.

    Seinni maður hennar var Davíð Ásgeir Bjarnason (1878-1926) sjómaður, hann drukknaði árið 1926. Börn þeirra: (5) Guðmundur Guðbjartur Tómas (1920-1978) verkamaður og síðar skrifari og Kjartan (6) (1922-1998) sjómaður.

     

    Barn Jóhönnu Amalíu með Skúla Skúlasyni kaupmanni á Ísafirði: (7) Jón Gunnar Ásgeirsson (f. 1928) tónskáld.

     

    Heimildir: Ljósmæður á Íslandi I (1984), bls. 341. Dagblaðið Vísir – DV 10. október 2008, bls. 42, Morgunblaðið 11. október 2018.

  • Varðveislusaga:

    Úr fórum afkomenda

  • Um afhendingu:

    Afhent á skrifstofu Kvennasögusafns þann 18. október 2024 af Jóhönnu Guðmundsdóttir.

Innihald og uppbygging

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Aðgangur er öllum heimill

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

  • Tungumál:

    íslenska

  • Umfang og tæknilegar þarfir:

    Handskrifað

Tengt efni

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Rakel Adolphsdóttir skráði

  • Dagsetning lýsingar:

    31. október 2024


Skjalaskrá

askja 1

  • örk 1: Sendibréf, maí 1917
  • örk 2: Ljósrit/útprent af ljósmyndum af Jóhönnu Amalíu

Fyrst birt 31.10.2024

Til baka