Kvennasögusafn Íslands
KSS 2024/34
Jóhanna Amalía Jónsdóttir
1917
Ein askja, þunn.
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2024/34. Jóhanna Amalía Jónsdóttir. Einkaskjalasafn.
Jóhanna Amalía Jónsdóttir (1885–1963), ljósmóðir
Jóhanna Amalía var fædd 7. október 1885 að Tjaldnesi, Arnarfirði, Vestur-Ísafjarðasýslu. Jón Þórðarson (1845-1939) faðir hennar var ráðsmaður á Ísafirði og síðar dýralæknir við Arnarfjörð. Móðir hennar Benónía Ólafsdóttir (1863-1900) vinnukona á Tjaldanesi.
Jóhanna var ljósmóðir á Snæfjallastrandarumdæmi 1916 og síðar starfandi ljósmóðir á Ísafirði og Súgandafirði. Hún var búsett þar til 1931 en flutti þá til Reykjavikur og hélt þar heimili. Fyrri maður hennar var Guðmundur Guðbjartur Tómasson (1879-1914) sjómaður á Ísafirði, hann drukknaði árið 1914. Börn þeirra voru (1) Jónína Guðrún Guðmundsdóttir (1910-1919) og (2) Grettir Guðmundsson (1912-1967).
Sonur Jóhönnu Amalíu og Magnúsar Vagnssonar (1890-1951) skipstjóra: (3) Bragi Magnússon (1917-2001) lögreglumaður, föðuramma hans Tormína Ebenesardóttir tók hann í fóstur nýfæddan. Sonur Jóhönnu Amalíu: (4) Magnús Kristján (1919-2012) starfsmaður Sameinuðu þjóðanna og settist að í Kólumbíu, hann var kjörsonur Magnúasar Jónssonar skipstjóra og Kristjönu Jónsdóttur – á því heimili ólst Bragi bróðir hans einnig ásamt föðurömmu sinni.
Seinni maður hennar var Davíð Ásgeir Bjarnason (1878-1926) sjómaður, hann drukknaði árið 1926. Börn þeirra: (5) Guðmundur Guðbjartur Tómas (1920-1978) verkamaður og síðar skrifari og Kjartan (6) (1922-1998) sjómaður.
Barn Jóhönnu Amalíu með Skúla Skúlasyni kaupmanni á Ísafirði: (7) Jón Gunnar Ásgeirsson (f. 1928) tónskáld.
Heimildir: Ljósmæður á Íslandi I (1984), bls. 341. Dagblaðið Vísir – DV 10. október 2008, bls. 42, Morgunblaðið 11. október 2018.
Úr fórum afkomenda
Afhent á skrifstofu Kvennasögusafns þann 18. október 2024 af Jóhönnu Guðmundsdóttir.
Aðgangur er öllum heimill
Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd
íslenska
Handskrifað
Rakel Adolphsdóttir skráði
31. október 2024
askja 1
Fyrst birt 31.10.2024