Skjalasöfn í stafrófsröð

International Alliance of Women (IAW/IWSA). KSS 186.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Kvennasögusafn Íslands

  • Safnmark:

    KSS 186

  • Titill:

    International Alliance of Women (IAW/IWSA)

  • Tímabil:

    1911-1986

  • Umfang:

    tvær öskjur og sjö innbundnar skýrslur

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 186. International Alliance of Women.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    International Alliance of Women

    Anna Sigurðardóttir

  • Lífshlaup og æviatriði:

    Stofnað 1904 í Berlín af Carrie Chapman Catt, Millicent Fawcett, Susan B. Anthony og fleirum. Þá hét félagið International Woman Suffrage Alliance (IWSA). Höfuðstöðvarnar voru fyrst um sinn í London. Félagið breytti nafni sínu seint á þriðja áratug 20. aldar í International Alliance of Women (IAW). Einkennislitur félagsins er gull.

     

    Félagið átti sinn þátt í að Kvenréttindafélag Íslands var stofnað og Carria Chapman Catt var í bréfasambandi við Bríeti Bjarnhéðinsdóttur. Bríet, Laufey Valdimarsdóttir og Inga Lára Lárusdóttir voru meðal fulltrúa Íslands á alþjóðaþingum kvenna sem félagið stóð fyrir. Kvenréttindafélag Íslands er enn aðili að sambandinu.

  • Varðveislusaga:

    Myndaðist hjá Önnu Sigurðardóttur og á Kvennasögusafni.

Innihald og uppbygging

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Aðgangur er öllum heimill

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

  • Tungumál:

    enska

Tengt efni

  • Tengt efni:

    KSS 6. Kvenréttindafélag Íslands.

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Rakel Adolphsdóttir setti á safnmark í október 2024 og tók saman lýsandi samantekt. Emma Björk tók saman innihald öskju 1 þegar hún var sumarstarfsmaður Kvennasögusafns 2021-2022.

  • Reglur eða aðferð:

    Skráningin byggir á ISAD(G) staðlinum

  • Dagsetning lýsingar:

    14. október 2024


Skjalaskrá

askja 1

Bréf á milli Önnu Sigurðardóttur og samtakanna, fréttabréf og fleira prentað efni

International Alliance of women

[Ath. járn/stál hefti í tímaritum]

  • International Women‘s News tímarit, frá nr. 44 – 55.
  • Fréttabréf frá International Women‘s News frá nr. 66 – 89.
  • Auglýsing fyrir þingi International Alliance of Women haldið í Amsterdam, 18-23 júlí 1949.
  • Skráningareyðublað (í tvíriti) fyrir þing haldið í háskólanum í Trieste 19. ágúst – 2. september, 1964.
  • Dagskrá þingsins í Trieste, Ítalíu árið 1964.
  • Dagskrá móttöku, 21 ráðstefnu International Alliance of Women, 3 ágúst 1967. Merkt á bakhlið, Elísabet Howard.
  • Bréf, skrifað á blátt bréfsefni til Önnu Sigurðard. frá Helen Prociek, 1973.
  • Bleikur bæklingur IAW, um starfsemina frá árinu 1976-1979.
  • Ljósfjólubleikur bæklingur IAW, um starfsemina frá árinu 1979-1982.
  • Gulur bæklingur IAW, um starfsemina frá árinu 1982-1985.
  • Brúnn bæklingur, skýrsla frá árinu 1925-1926, um starfsemi Consultative Commitee of Women‘s Organisations.
  • Bæklingur frá þingi IAW, Golden Jubilee í Colombo, Srí Lanka, árið 1955.
  • Bæklingur um lög gagnvart ógiftum mæðrum og börnum þeirra.
  • Blár bæklingur IAW frá árinu 1973-1976.
  • Gulur bæklingur frá IAW, um starfsemina frá 1904-1964.
  • Bæklingur um 23. ráðstefnu IAW, haldin í Indlandi árið 1973.
  • Bæklingur frá 20. ráðstefnu í Englandi, 1967.
  • Bæklingur frá 21. ráðstefnu í Þýskalandi, árið 1970.
  • Grænn bæklingur IAW, frá árinu 1989-1992.
  • Blár bæklingur IAW, frá árinu 1986-1989.
  • Skær appelsínugulur bæklingur - dagskrá frá 21. þingi IAW, 1967.
  • Útprentað hefti, ávarp Alice Yotopoulos-Marangopolous, Grikklandi, 1. júlí 1992. Heftað við umslag stílað á Önnu Sigurðard.
  • Hefti, ávarp forseta IAW frá árinu 1991, Alice Marangopoulos.
  • Hefti, auglýsing fyrir 19. þingi IAW, haldið í Írlandi.
  • Meðlimagjald A.S og bréf til Annette Wegniere gjaldkera IAW.
  • Vélrituð bréf til meðlima IAW frá A.S.
  • Ályktanir alþjóðafundar IAW 1962, birtar í 19. júní.
  • Ítrekun um meðlimagjöld, stíluð á A.S.
  • Meðlimakort A.S. frá árinu 1958.
  • Bréf frá Grete Borgman til meðlima IAW.
  • Vélritað uppkast af þing, ráðstefnu og pallborðsumræðu IAW.
  • Ávarp forseta IAW, bréf frá árinu 1985, 1982 og 1988.
  • Bréf frá Grete Borgman, 1979.
  • Samþykktir 16. þings Alþjóðakvenréttindafélagsins, birt í 19. júní.
  • Greiðslukvittun A.S. fyrir tveimur eintökum af bókinni, A history of the International Alliance of Women 1902-1978 eftir Arnold Whittick.
  • Dagskrá 25. þing IAW í Líberíu, 1979.
  • Bréf til meðlima frá Grete Borgman, 1980, 3 stykki.
  • Bréf forseta IAW, Olive Bloomer, frá árinu 1980.
  • Eyðublað vegna þáttöku á 23. þingi IAW á Indlandi, 1973.
  • Rútumiðar á IAW þing.
  • Ferða eyðublað vegna þingsins í Líberíu 1979.
  • Tvö eyðublöð vegna 25. þings IAW, 1979.
  • Auglýsing um starf á vegum Sameinuðu þjóðanna.
  • Fréttabréf frá höfuðstöðvum IAW, 1976, 1967.
  • Þrjú bréf til IAW frá A.S. um stöðu kvenna á Íslandi.
  • Listi yfir þáttakendur í 21. þingi IAW.

 

askja 2

Fréttabréf og fleira prentað efni

Ekki í öskju:

Innbundnar skýrslur IWSA congress: 1911, 1913, 1920, 1923, 1926, 1929, 1949 [skrifstofa Kvennasögusafns]


Fyrst birt 14.10.2024

Til baka