Kvennasögusafn Íslands
KSS 186
International Alliance of Women (IAW/IWSA)
1911-1986
tvær öskjur og sjö innbundnar skýrslur
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 186. International Alliance of Women.
International Alliance of Women
Anna Sigurðardóttir
Stofnað 1904 í Berlín af Carrie Chapman Catt, Millicent Fawcett, Susan B. Anthony og fleirum. Þá hét félagið International Woman Suffrage Alliance (IWSA). Höfuðstöðvarnar voru fyrst um sinn í London. Félagið breytti nafni sínu seint á þriðja áratug 20. aldar í International Alliance of Women (IAW). Einkennislitur félagsins er gull.
Félagið átti sinn þátt í að Kvenréttindafélag Íslands var stofnað og Carria Chapman Catt var í bréfasambandi við Bríeti Bjarnhéðinsdóttur. Bríet, Laufey Valdimarsdóttir og Inga Lára Lárusdóttir voru meðal fulltrúa Íslands á alþjóðaþingum kvenna sem félagið stóð fyrir. Kvenréttindafélag Íslands er enn aðili að sambandinu.
Myndaðist hjá Önnu Sigurðardóttur og á Kvennasögusafni.
Aðgangur er öllum heimill
Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd
enska
KSS 6. Kvenréttindafélag Íslands.
Rakel Adolphsdóttir setti á safnmark í október 2024 og tók saman lýsandi samantekt. Emma Björk tók saman innihald öskju 1 þegar hún var sumarstarfsmaður Kvennasögusafns 2021-2022.
Skráningin byggir á ISAD(G) staðlinum
14. október 2024
askja 1
Bréf á milli Önnu Sigurðardóttur og samtakanna, fréttabréf og fleira prentað efni
[Ath. járn/stál hefti í tímaritum]
askja 2
Fréttabréf og fleira prentað efni
Ekki í öskju:
Innbundnar skýrslur IWSA congress: 1911, 1913, 1920, 1923, 1926, 1929, 1949 [skrifstofa Kvennasögusafns]
Fyrst birt 14.10.2024