Kvennasögusafn Íslands
KSS 2022/24
Sigríður Kristjánsdóttir
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2022/24. Sigríður Kristjánsdóttir. Einkaskjalasafn.
Sigríður Kristjánsdóttir (1925-2022), húsmæðrakennari
Var fædd 7. október 1925 og lést 21. apríl 2022.
Foreldrar hennar voru Kristján Júlíus Jóhannesson (1883-1938) og Anna Sigríður Einarsdóttir (1887-1925). Fósturforeldrar Sigríðar voru Egill Þorláksson (1886-1966) og Aðalbjörg Pálsdóttir 1891-1970). Sigríður ólst upp á Húsavík til 13 ára aldurs og síðan á Akureyri. Hún varð stúdent frá MA 1946, stundaði nám í HÍ 1948-49, og í Húsmæðrakennaraskóla Íslands 1948-50 og lauk þaðan kennaraprófi 1950. Lauk BA-prófi í íslenskum bókmenntum við HÍ 1986. Sigríður var stundakennari við ýmsa skóla 1947-1975 og vann lengi á Leiðbeiningarmiðstöð húsmæðra (nú Leiðbeiningarmiðstöð heimilanna). Sigríður var einn af stofnfélögum Delta Kappa Gamma 1975, hún var ritstjóri Húsfreyjunnar og skrifaði ýmis leiðbeiningarit fyrir Kvenfélagasamband Íslands.
Hinn 8. júní 1957 giftist Sigríður Jónasi Kristjánssyni (1924-2014) handritafræðingi, síðar forstöðumanni Árnastofnunnar.
Börn hennar: Egill Benedikt Hreinsson (f. 1947), Kristján Jónasson (f. 1958), Aðalbjörg Jónasdóttir (f. 1959), Gunnlaugur Jónasson (f. 1962) og Áslaug Jónasdóttir (f. 1968).
Úr dánarbúi Sigríðar
Tveir pappakassar með bókum sendir Kvennasögusafni af dætrum Sigríðar. Meðal bókanna voru einkaskjöl og smáprent sem hefur verið skráð sem einkaskjalasafn Sigríðar. Bækurnar og skjölin tengjast kvennasögu og húsmæðrafræðslu.
Bækur:
Tímarit:
Heimsmynd júní 1989
Íslenskir þjóðbúningar I, upphlutur
Aðgangur er öllum heimill
Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd
Íslenska
KSS 103. Kvenfélagasamband Íslands. Einkaskjalasafn
KSS 2021/1. Kvenfélagasamband Íslands. Ljósmyndasafn.
KSS 2021/15. Kvenfélagasamband Íslands. Einkaskjalasafn.
KSS 68. Delta Kappa Gamma. Einkaskjalasafn.
KSs 2022/19. Delta Kappa Gamma. Einkaskjalasafn.
KSS 165. Húsmæðraskóli Reykjavíkur. Ljósmyndasafn.
Húsmæðrakennaraskóli Íslands
Leiðbeiningarmiðstöð heimilanna
Rakel Adolphsdóttir skráði
14. október 2024
askja 1
askja 2
Smáprent, húsmæðrafræðsla og húsmæðrakennsla
Fyrst birt 14.10.2024