Kvennasögusafn Íslands sendir hugheilar kveðjur til landsfundar Kvenfélagasambands Íslands.
Samband Kvennasögusafns og Kvenfélagasambandsins á sér langa sögu. Kvenfélagasambandið hefur átt einn þriggja fulltrúa í stjórn Kvennasögusafns síðan safnið opnaði á Landsbókasafni árið 1996. Þá voru samskipti mikil á meðan Kvennasögusafn var í heimahúsi Önnu Sigurðardóttur á Hjarðarhaga 26. Viðamikið skjalasafn Kvenfélagasambandsins er varðveitt á Kvennasögusafni – en þar eru varðveitt yfir 60 skjalasöfn félagasamtaka kvenna sem og á annan hundrað einstaklinga.
Á næsta ári verður hálf öld liðin frá því Anna stofnaði safnið heima hjá sér, ásamt þeim Elsu Miu Einarsdóttur og Svanlaugu Baldursdóttur. Stofndagurinn bar upp á fyrsta degi kvennaárs Sameinuðu þjóðanna þann 1. janúar 1975. Af því tilefni mun Kvennasögusafn slá upp afmælisfagnaði allt árið með fjölbreyttum. Ein af aðaláherslum Kvennasögusafnsins á meðan afmælisárinu stendur er að halda sögu kvenfélaganna á lofti og þeim einstaka krafti sem kvenfélagskonur hafa lagt til framfarnaðar íslensku samfélagi.
Kærar þakkir fyrir ykkar framlag og gleðilegt landsþing!