Skjalasöfn í stafrófsröð

Sigurborg Magnúsdóttir (1896–1961). KSS 2024/11.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Kvennasögusafn Íslands

  • Safnmark:

    KSS 2024/11

  • Titill:

    Sigurborg Magnúsdóttir

  • Tímabil:

    ca. 1930-1961

  • Umfang:

    Tvær öskjur

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2024/11. Sigurborg Magnúsdóttir. Einkaskjalasafn.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Sigurborg Magnúsdóttir (1896–1961), húsmóðir og verkakona (og skúffuskáld)

  • Lífshlaup og æviatriði:

    Sigurborg Magnúsdóttir var fædd 24. febrúar árið 1896 á Eyri í Seyðisfirði. Foreldrar hennar voru Kristín Einarsdóttir (1861–1952) og Magnús Guðmundsson (1834–1900). Eignaðist tíu börn; eitt með Ólafi Ólafssyni (1888–1957): Kristján Ólafur Ólafsson (1911–1912) og níu með eiginmanni sínum Björn Maríus Hansson (1898–1966): Jón Lúðvík Rósinkrans (1917–1947), Sigurður Rósinkrans (1918-1965) Ragnheiður Kristín (1920-2004), Halldór Sölvi (1922-2005), Svavar Hafsteinn (1923-1981), Jón Böðvar (1924–1971), Unnur Kristín (1926–2010), Sólveig María (1927–2013) og Aðalbjörn Þorgeir (1931–2000). Björn Maríus var sjómaður og m.a. skipstjóri á síldarárunum og bjuggu þau í Hafnarfirði. Björn og Sigurborg slitu samvistum um og upp úr 1935. Sigurborg flutti eftir það til Reykjavíkur. Hún var í Kvæðamannafélagi Reykjavíkur. Bjó Kamp Knox E21 í febrúar 1957. Hún lést 15. maí 1961.

  • Varðveislusaga:

    Barnabarn Sigurborgar gaf gögnin en móðir hans, Ragnheiður Kristín Björnsdóttir, elsta dóttir Sigurborgar hafði passað upp á gögnin móður sinnar.

  • Um afhendingu:

    Sveinbjörn K. Þorkelsson (f. 1952) gaf Kvennasögusafn gögnin í mars 2024. Hann var ætleiddur af Ragnheiði og Þorkeli Ág. Guðbjartssyni (1915–1981).

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    Ljóðahandrit, leikritahandrit, að mestu skrifuð í Hafnarfirði og Reykjavík um og upp úr 1930 og þar til 1961.

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Aðgangur er öllum heimill

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

  • Tungumál:

    íslenska

Tengt efni

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Rakel Adolphsdóttir skráði útfrá grófskráningu gefanda.

  • Dagsetning lýsingar:

    12. september 2024


Skjalaskrá

askja 1

  1. Ljóðabók [handskrifuð, merkt Hellusund 7]
  2. Ljóðabók [handskrifuð]
  3. Ljóðabók [handskrifuð]
  4. Ljóðabók [handskrifuð]
  5. Ljóðabók [handskrifuð]
  6. Ljóðabók [handskrifuð]

askja 2

  1. upplýsingar um Sigurborgu frá gefanda, ein ljósmynd af Sigurborgu og eiginmanni
  2. bréf til Sigurborgar frá Eyju vinkonu: Holti 23. apríl 1936
  3. bréf Sigurborgu til Rögnu [Ragnheiður Kristín, dóttir]:
    • júlí 1951
    • Reykjavík 31. október 1952
    • blátt blað, ódagsett
  4. blandað, brot og tilraunir [145 blöð]
  5. leikrit [nokkur leikrit, 29 blöð samtals]
  6. vélritað ljós og frásögn [7 blöð, eitt handskrifað]
    • dæmi: [verkakona: Ég er ein úr öreigana hóp / aðeins lítil fátæk verkakona, / oft í æsku ergelsið mér skóp / að eiga ei glæstar sagnir minna vona.]
  7. ljóð [85 blöð]

Fyrst birt 12.09.2024

Til baka