Kvennasögusafn Íslands
KSS 2024/11
Sigurborg Magnúsdóttir
ca. 1930-1961
Tvær öskjur
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2024/11. Sigurborg Magnúsdóttir. Einkaskjalasafn.
Sigurborg Magnúsdóttir (1896–1961), húsmóðir og verkakona (og skúffuskáld)
Sigurborg Magnúsdóttir var fædd 24. febrúar árið 1896 á Eyri í Seyðisfirði. Foreldrar hennar voru Kristín Einarsdóttir (1861–1952) og Magnús Guðmundsson (1834–1900). Eignaðist tíu börn; eitt með Ólafi Ólafssyni (1888–1957): Kristján Ólafur Ólafsson (1911–1912) og níu með eiginmanni sínum Björn Maríus Hansson (1898–1966): Jón Lúðvík Rósinkrans (1917–1947), Sigurður Rósinkrans (1918-1965) Ragnheiður Kristín (1920-2004), Halldór Sölvi (1922-2005), Svavar Hafsteinn (1923-1981), Jón Böðvar (1924–1971), Unnur Kristín (1926–2010), Sólveig María (1927–2013) og Aðalbjörn Þorgeir (1931–2000). Björn Maríus var sjómaður og m.a. skipstjóri á síldarárunum og bjuggu þau í Hafnarfirði. Björn og Sigurborg slitu samvistum um og upp úr 1935. Sigurborg flutti eftir það til Reykjavíkur. Hún var í Kvæðamannafélagi Reykjavíkur. Bjó Kamp Knox E21 í febrúar 1957. Hún lést 15. maí 1961.
Barnabarn Sigurborgar gaf gögnin en móðir hans, Ragnheiður Kristín Björnsdóttir, elsta dóttir Sigurborgar hafði passað upp á gögnin móður sinnar.
Sveinbjörn K. Þorkelsson (f. 1952) gaf Kvennasögusafn gögnin í mars 2024. Hann var ætleiddur af Ragnheiði og Þorkeli Ág. Guðbjartssyni (1915–1981).
Ljóðahandrit, leikritahandrit, að mestu skrifuð í Hafnarfirði og Reykjavík um og upp úr 1930 og þar til 1961.
Aðgangur er öllum heimill
Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd
íslenska
Rakel Adolphsdóttir skráði útfrá grófskráningu gefanda.
12. september 2024
askja 1
askja 2
Fyrst birt 12.09.2024