Árlega aðstoðar Kvennasögusafn tugi erlendra fjölmiðla og rannsakenda í heimildaöflun um kynjajafnrétti á Íslandi og kvennafrídagana. Nú var að birtast grein í femíníska vefritinu Ilda frá Suður-Kóreu: https://ildaro.com/9989
Það er mikilvægt að hægt sé að leita til traustrar stofnunnar og sérhæfðs starfsfólks sem hefur getu og þekkingu til að miðla sögu kvenna- og kynjajafnréttisbaráttu Íslands. Það er Kvennasögusafni bæði ljúft og skylt að geta orðið við öllum þeim fyrirspurnum sem berast varðandi kvennafrídagana. Hér eru skjalasöfn daganna varðveitt og á vefsíðu okkar hafa verið aðgengilegar upplýsingar um aðgerðirnar í áraraðir.