Jan 26, 2024

Kjörgripur mánaðarins: Hringurinn í 120 ár


Kvennasögusafn óskar Hringnum hjartanlega til hamingju með 120 ára stofnafmæli sitt í dag!

Skjalasafn félagsins var afhent Kvennasögusafni til varðveislu árið 2004 í kjölfar glæsilegrar útgáfu á starfssögu þess sem Björg Einarsdóttur ritaði og Hið íslenska bókmenntafélag gaf út í samstarfi við Hringinn árið 2002.

Skjalasafnið er kjörgripur janúarmánaðar Landsbókasafns og upp hefur verið settur sýningarkassi með völdum skjölum á fyrstu hæð Þjóðarbókhlöðunnar fyrir tilstilli Kvennasögusafns.

KSS9.jpg