Skjalasöfn í stafrófsröð

Samtök ritara (1981). KSS 2023/9.


Lýsandi samantekt

 • Varðveislustaður:

  Kvennasögusafn Íslands

 • Safnmark:

  KSS 2023/9

 • Titill:

  Samtök ritara

 • Umfang:

  Sex skjalaöskjur.

 • Tilvitnun:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2023/9. Samtök ritara. Einkaskjalasafn.

Samhengi

 • Nöfn skjalamyndara:

  Samtök ritara (st. 29. apríl 1981)

 • Lífshlaup og æviatriði:

  Lífshlaup og æviatriði: 

  Klúbbur ritara var stofnaður 29. apríl 1981 og starfaði fyrst undir Stjórnunarfélagi Íslands. Var það síðar sjálfstætt og endurnefnt Samtök ritara í júní 1986. „Klúbbur ritara var stofnaður til að koma á samvinnu ritara hjá fyrirtækjum á Íslandi til að kynnast innbyrðis, til að bera saman bækur sínar faglega séð og til að halda námskeið vegna starfans.“ (Vilborg Bjarnadóttir, fylgiskjal með afhendingu).

  European Associations of Professional Secretaries (EAPS) var stofnað af 16 riturum frá 9 löndum í Zurich í Sviss árið 1974 til að bæta samheldni og örva ritara til að nýta sem best hæfileika sína. EAPS á Íslandi var stofnað 9. nóvember 1983.

 • Varðveislusaga:

  Úr fórum félaga Samtaka ritara, að mestu varðveitt af Vilborgu Bjarnardóttur (f. 1944)

 • Um afhendingu:

  Vilborg Bjarnadóttir afhenti fyrir hönd félaga Samtaka ritara á skrifstofu Kvennasögusafns þann 15. júní 2023.

Innihald og uppbygging

 • Umfang og innihald:

  Sex skjalaöskjur sem innihalda fundargerðir, ráðstefnugögn, skrár yfir meðlimi, bréf og ljósmyndir.

 • Viðbætur:

  Viðbóta gæti verið von.

 • Frágangur og skipulag:

  Er í þeirri röð sem það var afhent.

Um aðgengi og not

 • Um aðgengi og not:

  Aðgangur er öllum heimill

 • Skilyrði er stjórna endurgerð:

  Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

 • Tungumál:

  Íslenska, enska

 • Leiðarvísar:

  Innihaldslýsing fylgdi.

Tengt efni

Um lýsinguna

 • Athugasemdir skjalavarðar:

  Skjalasafnið var afhent í skjalaöskjum með innihaldslýsingum, unnið af Vilborgu Bjarnadóttir. Rakel Adolphsdóttir gerði lýsandi samantekt 15. júní 2023.

 • Reglur eða aðferð:

  Skráningin byggir á ISAD(G) staðlinum.

 • Dagsetning lýsingar:

  15. júní 2023


Skjalaskrá

askja 1 

 • The secretaries workshop
 • Ráðstefna EAPS á Íslandi
 • Starfstig ritara
 • Ýmsar skýrslur
 • Ýmsar ljósmyndir

askja 2

 • Brief from Iceland
 • European Secretar Today
 • Reserch Inst. Per. Rapport for the Prof Secretary

askja 3

 • Ýmis ritaranámskeið

askja 4

 • Clerical and Secretarial System of the Office, Richard Dallas
 • Secretarial dutires, Harrison
 • Deluxe Handbook for the Executive Secretary, Geneviene Smith
 • Secretarial Practi, Pitman College
 • Work Organiztaion

askja 5

 • Speedwriting

askja 6

 • Ýmis plögg Klúbbs ritara, Samtaka ritara
 • EAPS Iceland og EAPS Europe

Fyrst birt 07.12.2023

Til baka