Skjalasöfn í stafrófsröð

María Hugrún Ólafsdóttir (1921–1979) og Vilhjálmur Knudsen (1944–2020). KSS 2021/14.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Kvennasögusafn Íslands

  • Safnmark:

    KSS 2021/14

  • Titill:

    María Hugrún Ólafsdóttir og Vilhjálmur Knudsen

  • Tímabil:

    1944–1972

  • Umfang:

    Ein askja, 15 arkir.

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2021/14. María Hugrún Ólafsdóttir og Vilhjálmur Knudsen. Einkaskjalasafn.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    María Hugrún Ólafsdóttir (1921–1979), listmálari

    Vilhjálmur Knudsen (1944–2020), kvikmyndagerðarmaður

    Ósvaldur Knudsen (1899–1975), málarameistar og kvikmyndagerðarmaður

  • Lífshlaup og æviatriði:

    María Hugrún Ólafsdóttir myndlistarkona var fædd á Tálknafirði 6. maí 1921. Hún stundaði nám í Handíðaskólanum í Reykjavík 1941–1943, Konunglegu listaakademíunni í Kaupmannahöfn 1946–1952 og fór í námsferðir til Hollands og Parísar.

    María tók þátt í fjölda samsýninga á Íslandi, í Þýskalandi og Danmörku ásamt því að taka þátt í árlegri sýningu „SE“ hópsins í Charlottenborg í 28 ár. Þess að auki hélt hún tvær einkasýningar í Norræna húsinu árin 1973 og 1976. Verk Maríu eru meðal annars í eigu Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Íslands, Menntamálaráði, Skógasafnsins, Statens Museum for Kunst og Undervisningsministeriet. Þá hlaut María heiðursstyrki frá Ekersberg-Thorvaldsensfond, Statens Kunstfond, Anne E. Munch, Dansk-Islandsk fond og Menntamálaráði.

    María átti lengst af heima í Kaupmannahöfn. Hún kvæntist Alfred Immanuel Jensen (1917-2006) myndlistarmanni árið 1952. Þau áttu tvær dætur saman; Johanne Marie Jensen (f. 1953) og Valdis Elsebet Jensen (f. 1957). Fyrir átti María soninn Vilhjálm. María lést í Kaupmannahöfn árið 1979.

    --

     

    Vilhálmur Knudsen var kvik­mynda­gerðarmaður. Hann fædd­ist á Bíldu­dal 14. maí 1944, son­ur Ósvald­ar Knudsen, málara­meist­ara og kvik­mynda­gerðar­manns, og Maríu H. Ólafs­dótt­ur listmál­ara. Á yngri árum dvaldi Vil­hjálm­ur hjá móður sinni í Kaup­manna­höfn, en hún fór þangað í list­nám og sett­ist þar að. María skrifaði m.a. bók um ferðalag Vil­hjálms, Villi fer til Kaup­manna­hafn­ar.

                Vil­hjálm­ur hóf snemma fer­il sinn við kvik­mynda­gerð og var aðeins þrett­án ára þegar hann hóf að kvik­mynda með föður sín­um. Sautján ára gam­all hóf Vil­hjálm­ur að sýna kvik­mynd­ir föður síns um land allt á sumr­in. Vil­hjálm­ur lauk stúd­ents­prófi frá MR og hóf síðar nám í kvik­mynda­gerð í London In­ternati­onal Film School.

    Eft­ir heim­komu til Íslands var eitt af fyrstu verk­um Vil­hjálms að mynda eld­gosið í Heima­ey ásamt föður sín­um. Mynd­in Eld­ur í Heima­ey var sýnd ásamt fleiri mynd­um í sal þeirra feðga í Hellu­sundi, húsi sem faðir hans byggði, sam­fellt frá ár­inu 1974. Í Hellu­sundi ólu hann og Lynn Costello Ryyth, fyrr­ver­andi eig­in­kona hans, upp þrjú börn, þau Ósvald, Elínu og Vil­hjálm. Barna­börn­in eru fimm tals­ins.

    Árið 2012 hlaut Vilhjálmur heiðursverðlaun Eddunnar fyrir fralag sitt til kvikmyndagerðar og ómetanlega söfnun og varðveislu heimildarmynda um íslenska náttúru og lifnaðarhætti.

    (Heimild: andlátstilkynning Morgunblaðið 23. maí 2020)

  • Varðveislusaga:

    Úr fórum fjölskyldunnar. Barst um hendur Brynhildar Björnsdóttur, eiginkonu Ósvalds Knudsen (f. 1974).

  • Um afhendingu:

    Þann 30. ágúst 2021 barst um hendur Brynhildar L. Björnsdóttur (f. 1977) nokkur bréf sem María Hugrún Ólafsdóttir (1921–1979) sendi syni sínum Vilhjálmi (1944–2020) ásamt póstkortum og ljósmyndum þeim mæðginum tengdum. Vilhjálmur var tengdafaðir Brynhildar.

    -

    Einnig fylgdi afhendingunni nokkur póstkort til Jóhönnu Knudsen frá byrjun 20. aldar en Jóhanna var fyrrum mágkona Maríu. Ákveðið var að setja afhendinguna á sitthvort safnmarkið. [safnmark: KSS 2021/14 (María Hugrún Ólafsdóttir) og KSS 2021/17 (Jóhanna Knudsen)]

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    Bréf og bréfspjald til Vilhjálms Knudsen frá mömmu hans Maríu Hugrúnu Ólafsdóttur og systur Johanne, eitt bréfspjald til Ósvalds Knudsen ódagsett og átta ljósmyndir tengd Maríu og Vilhjálmi.

  • Frágangur og skipulag:

    Safninu er raðað eftir aldri bréfa og bréfspjalda til Vilhjálms (arkir 1-13), næst ljósmyndir (örk 14) og síðast eitt bréfspjald til Ósvalds Knudsen (1899–1975) (örk 15)

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Aðgangur er öllum heimill

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

  • Tungumál:

    Íslenska, danska, enska

Tengt efni

Um lýsinguna

  • Reglur eða aðferð:

    Skráningin byggir á ISAD(G) staðlinum

  • Dagsetning lýsingar:

    Rakel Adolphsdóttir skráði 12. maí 2023


Skjalaskrá

askja 1

  • örk 1: María til Vilhjálms, Kaupmannahöfn 14. október 1971 [íslenska]
  • örk 2: María til Vilhjálms, Kaupmannahöfn 24. nóvember 1971 [íslenska]
  • örk 3: María til Vilhjálms og Johanne, jólin 1971 [íslenska]
  • örk 4: María til Vilhjálms, Kaupmannahöfn 11. febrúar 1972 [íslenska]
  • örk 5: Joanna Bell til Vilhjálms, Cambridge 15. apríl 1972 [enska]
  • örk 6: Valdis til Vilhjálms, 20. maí 1972 [danska Danish]
  • örk 7: María til Vilhjálms, Kaupmannahöfn 25. maí 1972 [íslenska]
  • örk 8: Johanne til Vilhjálms, Kaupmannahöfn 26. maí 1972 [danska]
  • örk 9: María til Vilhjálms, Kaupmannahöfn 20. júní 1972 [íslenska]
  • örk 10: María til Vilhjálms, Kaupmannahöfn 12. júní 1972 [íslenska]
  • örk 11:
    • Johanne til Vilhjálms, Kaupmannahöfn 16. ágúst 1972 [danska]
    • María til Vilhjálms, Kaupmannahöfn 17. ágúst 1972 [íslenska]
  • örk 12: María til Vilhjálms, Kaupmannahöfn 7. september 1972 [íslenska] og blaðaúrklippa Næstved Tidende frá 5. september 1972 [danska]
  • örk 13: tvö tóm umslög
  • örk 14: ljósmyndir
    1. María og Vilhjálmur, María liggur í grasinu með ungan Vilhjálm í fanginu ca. 1946
    2. María og Vilhjálmur, sama mynd og 1
    3. María og Vilhjálmur, sama mynd og 1-2 nema önnur gerð
    4. María, Vilhjálmur og Ósvaldi, þrjár kynslóðir saman á mynd, Vilhjálmur ungur í fangi Ósvalds fyrir framan torfbæ ca. 1946
    5. María og Vilhjálmur, í Kaupmannahöfn og Vilhjálmur er á unglingsaldri
    6. Ólafur, faðir Maríu, með tvö stúlkubörn sín á hestbaki, Vindheimar
    7. Fjórar ungar konur í buxum upp við grjóthleðslu, ein þeirra er mögulega María ca. 1946
    8. María Ólafsdóttir í þjóðbúning, Magnús F. Bjarnason (1911–1997) mágur hennar og Sigurfljóð Ólafsdóttir (1908–1996), systir Maríu, sitja í stofu ca. 1970
  • örk 15: Bréfspjald til Ósvalds, ódagsett og sendandi óvís

Fyrst birt 12.05.2023

Til baka