Skjalasöfn í stafrófsröð

Félag íslenskra háskólakvenna og Kvenstúdentafélag Íslands (st. 1928). KSS 2018/10.


Lýsandi samantekt

 • Varðveislustaður:

  Kvennasögusafn Íslands

 • Safnmark:

  KSS 2018/10

 • Titill:

  Félag íslenskra háskólakvenna og Kvenstúdentafélag Íslands

 • Tímabil:

  ca. 1949–2016

 • Umfang:

  105 öskjur

 • Tilvitnun:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2018/10. Félag íslenskra háskólakvenna og Kvenstúdentafélag Íslands. Einkaskjalasafn.

Samhengi

 • Nöfn skjalamyndara:

  Félag íslenskra háskólakvenna og Kvenstúdentafélag Íslands, st. 1928

 • Lífshlaup og æviatriði:

  Félagið var stofnað 7. apríl 1928 og starfar enn. Meginmarkmið þess hefur verið að styrkja íslenskar konur til mennta og framgangs í opinberu lífi og að stuðla að sambandi við menntakonur annarra landa.

   

  Stofnendur voru fimm konur sem höfðu lokið háskólanámi, þær Anna Bjarnadóttir kennari, Jóhanna Magnúsdóttir lyfjafræðingur, Katrín Thoroddsen læknir, Kristín Ólafsdóttir læknir og Thyra Lange tannlæknir. Árið 1930 var kvenstúdentum boðið að vera með í félaginu til þess að það gæti uppfyllt þær kröfur sem settar voru fyrir inngöngu í Alþjóðasamtök háskólakvenna (IFUW) um fjölda meðlima. Hét þá félagið Kvenstúdentafélag Íslands og Félag íslenskra háskólakvenna. Nafninu fljótlega snúið í sína núverandi mynd. Eftir nafnabreytinguna kom Laufey Valdimarsdóttir inn í stjórnina.

   

  Heimildir:

  • Þórey Guðmundsdóttir. Félag íslenskra Háskólakvenna og Kvenstúdentafélag Íslands : ágrip af sögu félagsins í 80 ár. Reykjavík: Háskólaprent, 2013.
  • „Félag háskólakvenna var stofnað 1928.“ Félag háskólakvenna. https://www.felaghaskolakvenna.is/projects
 • Varðveislusaga:

  Úr fórum félagsins.

 • Um afhendingu:

  Þann 16. maí 2018 afhentu fulltrúar stjórnar Félags háskólakvenna gögn félagsins til Kvennasögusafns í fjölmörgum kössum. Meðal efnis eru bréf, skýrslur og fleira. Félagið var stofnað árið 1928 en fyrstu fundargerðarbækur þess eru týndar.

Innihald og uppbygging

 • Umfang og innihald:

  105 öskjur. Pappír, munir og ljósmyndir. Inniheldur m.a. fundargerðir, ársreikninga, fylgiskjöl bókhalds, bréf, fréttabréf og fleira. Mikið magn frá erlendum systurfélögum sem og International Federation of University Women (IFUW).

 • Grisjun:

  Fréttabréf Beinverndar frá 2011 voru færðar Íslandssafni.

 • Viðbætur:

  Viðbóta gæti verið von.

 • Frágangur og skipulag:

  A. Fundargerðarbækur 1949–2016 (askja 1–3)

  B. Bókhald og reikningar (askja 4–16)

  C. Tímarit Félags íslenskra háskólakvenna (askja 17)

  D. Fréttabréf Félags íslenskra háskólakvenna (askja 18 og 19)

  E. Stjórnin (askja 20–24)

  F. Meðlimatal (askja 25–31)

  G. Bréf (askja 32)

  H. IFUW (askja 33–59)

  I. Samstarf (askja 60–69)

  J. Erlend fréttabréf (askja 70–74)

  K. Bréf og dreifirit (askja 75–77)

  L. Styrkjamál (askja 78-80)

  M. Bréf tengd stjórn félagsins (askja 81–86)

  N. IFUW bréf (askja 87–91)

  O. IFUW og FÍH gögn. (askja 92–97)

  P. Kvenfélagasamband Íslands, BKR og FÍH gögn (askja 98–101)

  R. Ýmislegt (askja 102)

  S. Úrklippur (askja 103)

  T. Munir (askja 104)

  Q. Ljósmyndir (askja 105)

Um aðgengi og not

 • Um aðgengi og not:

  Aðgangur er öllum heimill

 • Skilyrði er stjórna endurgerð:

  Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

 • Tungumál:

  Íslenska, enska

Tengt efni

Athugasemdir

 • Athugasemdir:

  Ljósmyndir voru ekki færðar í sérstaka plastvasa heldur voru upprunalegir plastvasar notaðir og færðir yfir í ljósmyndaöskju og síðan númeraðir. Auðir plastvasar fjarlægðir.

Um lýsinguna

 • Athugasemdir skjalavarðar:

  Ása Ester Sigurðardóttir, meistaranemi í sagnfræði við Háskóla Íslands, skráði sem einstaklingsverkefni vorönn 2021 og lauk skráningu 11. maí 2021. Leiðbeinandi var Ragnheiður Kristjánsson prófessor. Rakel Adolphsdóttir veitti leiðsögn fyrir hönd Kvennasögusafns.

  Emma Björk Hjálmarsdóttir, sumarstarfsmaður Landsbókasafns, tók við skráningu, lauk við að skrá það sem var óklárað og útbjó sérstaka ljósmyndaskrá í júlí 2021.

 • Reglur eða aðferð:

  Skráningin byggir á ISAD(G) staðlinum

 • Dagsetning lýsingar:

  maí- júlí 2021


Skjalaskrá

Sjá PDF skrá til að skoða heildarumfang skjalasafnsins.

Dæmi um innihald: 

askja 1
A. Fundargerðabækur 1949–2016

 • Örk 1: Fundargerðabók Kvenstúdentafélags Íslands 1949–1953
 • Örk 2: Fundargerðabók Kvenstúdentafélags Íslands 1954–1963
 • Örk 3: Fundargerðabók FÍH 1951–1969
 • Örk 4: Fjáröflunarnefnd Kvenstúdentafélags Íslands 1972–1978

askja 2
A. Fundargerðabækur 1949–2016 frh.

 • Örk 1: Fundagerðabók Kvenstúdentafélags Íslands 1984–1995
 • Örk 2: Fundagerðabók FÍH og Kvenstúdentafélags Íslands 1995–2010
 • Örk 3: Fundargerð aðalfundar 13.03.2001
 • Örk 4: Fundargerð 30.10.2002
 • Örk 5: Fundargerð 13.09.2004
 • Örk 6: Stjórnarfundur 06.11.2006
 • Örk 7: Fundargerð aðalfundar 07.04.2008
 • Örk 8: Stjórnarfundur 07.10.2008
 • Örk 9: Stjórnarfundur 21.01.2009
 • Örk 10: Fundargerð aðalfundar 15.04.2010
 • Örk 11: Fundargerð aðalfundar 24.03.2011
 • Örk 12: Fundargerð aðalfundar 28.05.2012 (ásamt tölvupósti um fundinn)
 • Örk 13: Fundargerð 25.01.2016
 • Örk 14: Stök blöð úr fundargerðum

askja 3
A. Fundargerðabækur 1949–2016 frh.

 • Örk 1: Gestabók 1992–2010
 • Örk 2: Fundagerðabók FÍH og Kvenstúdentafélags Íslands 1995–2003
 • Örk 3: Skrá yfir fundagerðabækur

...

askja 105
Q. Ljósmyndir
Ljósmyndirnar eru níu talsins frá alþjóða ráðstefnu í Reykjavík 1966 og svo 273 ljósmyndir frá starfsemi félagsins árin 1986–1993, m.a. frá aðalfundum félagsins, Nordisk forum, IFUW ráðstefnum, kökubasar í blómavali og vinnufundum.


Fyrst birt 05.05.2023

Til baka