Feb 16, 2023

Ástarbréf - málþing


Laugardaginn 11. febrúar 2023 hélt Félag um átjándu aldar fræði málþing um ástarbréf. Fagstjóri Kvennasögusafns, Rakel Adolphsdóttir, var meðal fyrirlesara. Erindi hennar fjallaði um ástarbréf sem hún fann í safnkosti safnsins en þau virðast vera fágæt í safninu, einhver fleiri gætu þó leynst í nýlegum óskráðum afhendingum eða eru tímabundið í lokuðu aðgengi. Nánar má fræðast um ástarbréfin með því að hlusta á viðtal við Rakel í Víðsjá, í Fréttablaðinu eða með því að fletta glærum frá erindinu.

Dagskrá málþingsins var eftirfarandi:

„Ég er þinn elskari“: Orðræða ástarinnar í bréfum Baldvins Einarssonar til Kristrúnar Jónsdóttur 1824–1832
Erla Hulda Halldórsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands

„Elskan brenndu bréfið”: Ástarbréfin í Kvennasögusafni Íslands
Rakel Adolphsdóttir, fagstjóri Kvennasögusafns Íslands

Kaffihlé

„Loksins varð ég þó skotinn!“: Um leynda staði í dagbókum Ólafs Davíðssonar
Þorvaldur Kristinsson, bókmennta- og kynjafræðingur

Af tilhugalífi Sighvats Grímssonar Borgfirðings og Ragnhildar Brynjólfsdóttur
Davíð Ólafsson, lektor í menningarfræði við Háskóla Íslands

Fundarstjóri: Helga Hlín Bjarnadóttir, skjalavörður á Þjóðskjalasafni Íslands.

Kvennasögusafn þakkar Félagi um átjándu aldar fræði fyrir afbragðs utanumhald og ánægjulagt samstarf á málþinginu.

Bréf og hárlokkur sem Guðrún Lárusdóttir (1880–1938) sendi Sigurbirni Ástvaldi Gíslasyni (1876–1969) þann 31. mars 1901.

GL.jpg