Skjalasöfn í stafrófsröð

Bryndís Steinþórsdóttir (1928-2019). KSS 2019/12.


Lýsandi samantekt

 • Varðveislustaður:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

 • Safnmark:

  KSS 2019/12

 • Titill:

  KSS 2019/12. Bryndís Steinþórsdóttir.

 • Tímabil:

  1938-2019

 • Umfang:

  21 askja og einn fatapoki

 • Tilvitnun:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2019/12. Bryndís Steinþórsdóttir.

Samhengi

 • Nöfn skjalamyndara:

  Bryndís Steinþórsdóttir.
  Sigrún Ingibjörg Ingimarsdóttir.

 • Lífshlaup og æviatriði:

  Bryndís Steinþórsdóttir fæddist í Reykjavík 1. september 1928, dóttir Sigrúnar Ingibjargar Ingimarsdóttur og Steinþórs Jóhannssonar. Ári eftir fæðingu hennar flutti fjölskyldan til Akureyrar, þar sem faðir hennar kenndi við Barnaskóla Akureyrar. Eftir gagnfræðapróf innritaðist hún í Húsmæðrakennaraskóla Íslands haustið 1946. Hún kenndi víða og tók þátt í að skipuleggja hússtjórnarnám og síðar starfsréttindanámi matartækna og matarfræðinga við Fjölbrautarskólann í Breiðholti þegar hann tók til starfa.  Hún var höfundur fjölda bóka á sínu sviði, þar á meðal bókarinnar Við matreiðum sem kom fyrst út 1976 en sjötta útgáfa hennar kom út árið 2018. Bryndís var einnig stofnfélagi í Gammadeild Delta Kappa Gamma 7. júní 1977 og sat að minnsta kosti einu sinni í stjórn sem ritari. Hún lést 30. júlí 2019.

  Heimild: Viðtal sem Inga Arnar (Sigrún Ingibjörg Arnardóttir) tók við föðursystur sína Bryndísi vorið 2004 í þjóðfræðinámi sínu. Einnig minningarorð á vefsíðu Delta Kappa Gamma.

 • Varðveislusaga:

  Úr fórum Bryndísar.

 • Um afhendingu:

  Inga Arnar, bróðurdóttir Bryndísar, og Hjörtur Þórarinsson afhentu gögnin á skrifstofu Kvennasögusafns 23. og 26. september 2019.

Innihald og uppbygging

 • Umfang og innihald:

  Í safninu eru ljósmyndir, dagbók, póesíbækur og glósubækur, einkunnir, viðurkenningar og skjöl tengd skólagöngu, sýnismöppur úr námi og kennslu í handavinnu og vörufræði, postulínsdiskur sem Bryndís málaði sjálf, 5 eintök af matreiðslubók Bryndísar með fjölmörgum handskrifuðum athugasemdum og glósum, ýmis handavinna. Í safninu er rauður kjóll sem Bryndís saumaði sjálf og röndóttur sloppur sem hún notaði að öllum líkindum við kennslu. Í safninu er líka skyrta sem móðir Bryndísar saumaði.

  Safninu er skipt í eftirfarandi flokka:

  A prófskírteini (askja 1)

  B Skólaganga og kennsla (öskjur 1-12)

  C Ljósmyndir (öskjur 13-15)

  D Félagsmál, fjölskylda og annað (askja 16)

  E Tómstundir (askja 17)

  F Úrklippur (askja 17)

  G Heimasaumur (askja 18 og fataslá)

  H Barmmerki (askja 18)

  I Höfundareintök og aðrar bækur (öskjur 19-21 og skrifstofa)

   

 • Grisjun:

  Ýmislegt var grisjað úr safninu, mest prentað efni. Hafið samband við Kvennasögusafn til að fá lista yfir það sem var grisjað.

 • Viðbætur:

  Inga Arnar er enn með í sínum fórum nokkrar bækur með handavinnuprufum frá Bryndísi og Sigrúnu móður hennar. Hún notar bækurnar í kennslu en hyggst skila þeim á eitthvert safn síðar meir. Eitthvað af verkum Sigrúnar á að vera varðveitt á Árbæjarsafni.

Um aðgengi og not

 • Um aðgengi og not:

  Aðgangur er ótakmarkaður

 • Skilyrði er stjórna endurgerð:

  Skv. reglum Landsbókasafns um ljósritun og myndun.

 • Tungumál:

  Íslenska, danska og enska.

Tengt efni

 • Tengt efni:

  KSS 84. Gammadeild Delta Kappa Gamma.

Um lýsinguna

 • Athugasemdir skjalavarðar:

  Ragnhildur Hólmgeirsdóttir grisjaði safnið við afhendingu í september 2019. Flokkaði og skráði í janúar 2020, eftir að hafa ráðfært sig við forvörð.

 • Dagsetning lýsingar:

  23. janúar 2020


Skjalaskrá

askja 1

A Prófskírteini

 • Skírteini um fullnaðarpróf, Akureyrarskóli, vor 1942
 • Skírteini um gagnfræðapróf, Gagnfræðaskólanum á Akranesi, 25.07.1948. Einnig í afriti.
 • Prófskírteini, Húsmæðrakennaraskóli Íslands, 02.06.1948. Einnig afrit með frímerki og vélrituð uppritun Bryndísar frá 1975.
 • Eksamensbevis, Haandarbejdets Fremmes Skole, 1953
 • Avgångsbetyg, Stockholms Tillskärar-Akademi, 23.06.1955
 • Intyg við August Abrahamsons stiftelse, 13.08.1955
 • Specialkursus i husholdning, Aarhus universitet, 26.03.1961
 • Skírteini frá Kennaraháskóla Íslands, 16.10.1976.
 • Prófskírteini frá Luther College í Decorah, Iowa fyrir Summer Institute in American Studies for Scandinavian Educators, 27. júlí 1984. Geymt í myndaalbúmi 4.
 • Viðurkenning, námskeið Menningar- og fræðslusambands alþýðu um forystustörf í félögum, 6. og 8. apríl 1989
 • Endurmenntun fyrir háskólamenn, námskeið í próffræðum og námsmati, 15.05.1991
 • Utbildningsbevis, Göteborgs Universitet, Institutionen för pedagogik, 15.09.1992
 • Vottorð frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands, 14.06.1996
 • Intyg, nordisk samarbetskommitte för hushållsundervisning, 29.06.1998
 • 5 ferilskrár frá fyrri hluta tíunda áratugarins

B Skólaganga og kennsla

 • Vinnubók, Bryndís Steinþórsdóttir. Barnaskóli Akureyrar 1938. Skrifað, teiknað og límt.
 • Vinnubók Bryndísar, ódagsett, líklega í heimilisfræði eða áþekku fagi. Bryndís skrifaði og teiknaði um efni á borð við Vatnið og Umgengni í eldhúsinu. Við hvert verkefni er einkunn frá kennara.

askja 2

 • „Matreiðslubók Húsmæðrakennaraskóla Íslands 1946“. Bryndís Steinþórsdóttir. Handskrifuð stílabók.
 • „Vöruþekking H.K.Í. 1946“. Bryndís Steinþórsdóttir. Handskrifuð stílabók.
 • „H.K.Í. Sýningarkennsla 1946“. Bryndís Steinþórsdóttir. Handskrifuð stílabók.

öskjur 3-8

 • Möppur úr námi í Handarbejdets Fremmes Skole 1952-1953: (Möppurnar innihalda vélrituð vinnublöð með verkefnum. Sumum verkefnunum hefur Bryndís svarað skriflega og við flest þeirra eru fest sýnishorn hennar af hvers kyns saumaskap og prjóni)
  • Repearation
  • Strikning
  • Petagoisk kjolesyning
  • Rundstrikning
  • Drengetöj
  • Tilskærmönstre
 • Glósubók Bryndísar úr námi við Handarbejdets Fremmes Skole.
 • Elevbog for kursus i kjolesying, til brug ved aftenskolen.
 • Sune Andreson, skólastjóri (?) í Engelsholm højskole, til hr. skoleinspektør Jølst 12.1952, varðandi „íslensku stúlkuna“ og nám hennar
 • Boðskort á jólasýningu Haandarbejdets Fremme, 1960

 

askja 9

 • „Vinanöfn og afmælisdagar“, bókaútgáfan Garðarshólmi. Í bókina hefur Bryndís safnað nöfnum og myndum nemenda í Húsmæðraskóla Suðurlands, Matarnámskeiði Húsmæðraskóla Suðurlands og H.S.L. á árunum 1949-1951. [Flettið varlega, myndirnar eiga á hættu að losna.]
 • Stílabók þar sem nemendur Bryndísar árið 1952 í Húsmæðraskólanum hafa skrifað nöfn sín, oft með ljósmynd og persónulegri kveðju. [Flettið varlega, myndirnar eiga á hættu að losna.]
 • Stílabók með nöfnum nemenda og kveðjum, ein með ljósmynd. Ódagsett.
 • Gamanvísur sungnar á árshátíð Húsmæðraskólans 26. apríl 1952. Ljósrit.
 • Húsmæðrakennaraskóli Íslands 10 ára. Skólaskýrsla. Reykjavík, 1953

 

öskjur 10-11

 • Vinnubók í vörufræði. Vefjasýni. Bryndís 1977. Kom saman í möppu. Upprunalegri röð var haldið þegar blöðin voru fjarlægð úr plastvösum möppunnar. [Skoðið varlega, sýnin geta losnað.]
  • Ullargarn (1)
  • Ullargarn (2)
  • Ullarkemba, lopi, eingirni og tvíband
  • Kambgarn og ullarklæði
  • Ofið ullarefni og þýskt ullarefni
  • Bómullartrefja, skýringarmynd
  • Silki
  • Hörgarn, hampur, hessían o.fl. tegundir snæris og garns
  • Bómullardamask
  • Bómullarefni (1)
  • Bómullarefni (2)
  • Bómullarefni (3)
  • Hör (lín)
  • Þverskurður af hörstöngli, ¼ hluti
  • Efni í diskaþurrkur og sumarfatnað, 65% bómull og 35% hör
  • Dúkefni
  • Gerviefni
  • Cellulose, skýringarmynd
  • Algerviefni
  • Polykryt (?)
  • Polyester
  • Blandað efni
  • Glertrefjar og ýmis skinn
  • Trjáviður (1)
  • Trjáviður (2)
  • Trjáviður (3)
  • Sýni í lausu: 2xullaráklæði, 1xnesquik. Einnig merkimiði möppunnar.
 • 7 stór viðarsýni: Eik, ahorn, fyr, oregon-pine, tekk, askur, palísander

 

askja 12

Kennslumappa Bryndísar, Pfaff sniðkerfi, útgáfa handa skólum. Ódagsett en  merkt með fimm stafa símanúmeri. Mappan innihélt, auk grisjaðs efnis:

 • mynstur fyrir krossaum
 • kennslubæklingur
 • Þríhyrningslaga reglustika fyrir snið
 • ónotuð pfaff-snið
 • snið fyrir pils og fleira, í lausu
 • Margra atriða gátlisti í saumaskap, auk sniða, saman í plastvasa
 • Snið fyrir pils, útsniðið, saman í plastvasa
 • Brjóstsaumur fluttur, saman í plastvasa
 • L. snið og I. snið, saman í plastvasa
 • Pils (hálfhringur) og bakstykki og framstykki lengt, saman í plastvasa
 • Ermi ¾ sídd (saman í plastvasa)

 

C Ljósmyndir

Öskjur 13-14

 • Albúm 1-3. Ljósbrún með gylltum ramma. Merkt Húsmæðraskóli Suðurlands á Laugarvatni 1948-1952 I-III. Blanda af bekkjarmyndum og einkamyndum.

Stakar myndir:

 • A Húsmæðrafundir KEA haustið 1965
 • A 1-5, skarast við myndir sem birtust í blöðum.
 • A 6-7, sama tilefni en teknar á aðra vél.
 • B Hússtjórnarnámskeið fyrir unglinga sem Bryndís kenndi í júní 1966
 • B 1-7, myndir sem birtust í Myndsjá Vísis
 • B 8, hópmynd af námskeiðinu. Allar stúlkurnar hafa skrifað nafn sitt aftan á myndina
 • C Skólamyndir
 • C 1, Gagnfræðaskóli Akraness 1943-44. Aftan á ramma stóð Hans Jörgenss.
 • C 2, Nemendur í húsmæðraskóla, uppstilling í kringum kaffiborð, kennari í heiðurssæti (Helga Sigurðardóttir?) Bryndís er í efri röð, önnur frá hægri. Aftan á ramma stóð Hans Jörgenss. 28/50
 • C 3, hópur nemenda, Bryndís kennari (?), aftan á krotað 4 með bleiku
 • C 4, Húsmæðraskóli Suðurlands 1950-1951, nemendur og kennarar, ljósmyndari Ólafur Magnússon
 • C 5, Útklippt mynd af Bryndísi, af póstkorti ef marka má bakhliðina. Bryndís er eins klædd og á ljósmynd C 6.
 • C 6, Hópur nemenda, Bryndís og annar kennari sitja fremstar fyrir miðju. Tvö eintök, annað er límt á karton merkt kgl. hirðljósmyndara Ólafi Magnússyni. Sama mynd er í albúmi HSS I, merkt árinu 1951-1952. Allar konurnar á myndinni eru með teskeið sem barmmerki. Bryndís ber skeiðina á fleiri myndum í safninu.
 • D Annað
 • D1, Hópur kvenna í spariklæðnaði. Bryndís fyrir miðju í sófa.
 • D 2, Lítil passamynd af Bryndísi, klippt út úr greiðslukorti. Kom í plasti með nælu til að festa við föt.

askja 15

 • Albúm 4. Brúnt, með gylltum ferningi. Myndir frá Bandaríkjaferð 1984. Inniheldur einnig prófskírteini frá Luther College í Decorah, Iowa fyrir Summer Institute in American Studies for Scandinavian Educators, 27. júlí 1984.
 • Albúm 5. Með gormum, merkt Bryndísi með 5 stafa símanúmeri:
 • Borðskreytingar (starfsíþróttakeppni)
 • Blómaskreytingar (starfsíþróttakeppni)
 • Myndir án yfirskriftar (nám/keppnir/próf/sýningar?)
 • Skólasýning í Ármúlaskóla vegna 100 ára afmælis Barnask. Rvk.
 • Ræsting (sýnishorn og hreinsiefni)

 

askja 16

D Félagsmál, fjölskylda og annað

 • „Hússtjórnarkennsla fyrr og nú og gildi hennar“, ágúst 1986
 • Starfsskýrsla þjónustunefndar Landssambands eldri borgara, merkt 2006-2009
 • „Heimaþjónusta fyrir aldraða í upphafi nýrrar aldar“, ódagsett
 • Niðjatal Helga Eiríkssonar og Sigurlaugar Jónasdóttur frá Botni. Bæklingur frá ættarmóti í föðurætt Bryndísar, 21.06.1997, merkt henni.
 • Þakkarræða í afmæli, ódagsett
 • Afmælisgjafir 1998
 • Uppkast að endurminningum úr barnaskóla Akureyrar, líklega ræða, 15.05.2004
 • Viðtal við Bryndísi, námsverkefni Ingu Arnar í þjóðfræði 2004
 • Ræða á jólafundi Gamma, 03.12.2008
 • Ræða á jólafundi Gamma, 03.12.2008, með athugasemdum
 • Ræða, Gammafundi, 18.02.2015, tvö drög
 • Viðurkenningarskjal, Gammadeild, 05.06.2017
 • Minningarorð Gamma um Bryndísi við andlát, 02.08.2019
 • Æfidagbók (gefin út 1919 af Pjetri G. Guðmundssyni).
 • Bókin tilheyrði fyrst Guðmundi Bergssyni, póstmeistara á Ísafirði, en komst í hendur Bryndísar eftir að hafa verið í eigu Hrefnu móðursystur hennar. Fremstu blaðsíður bókarinnar hafa verið rifnar úr.
 • Bryndís notaði bókina nokkuð reglulega frá 1980-2017.

askja 17

E Tómstundir

 • Viðurkenningarskjal, námskeið í glerbræðslu og postulínsmálun, veturinn 1998-1999
 • Munstur, teikningar og blöð tengd postulínsmálun
 • Blómamynd, líklega tengd postulínsmálun
 • Postulínsdiskur
 • Snið, mest jólafígúrur fyrir börn

 

F Úrklippur

 • Jólafundur Húsmæðrafélags Reykjavíkur, Vísir 14.12.1931
 • Útskrift frá Húsmæðrakennaraskólanum, Morgunblaðið 07. 06.1964, tvö eintök
 • Auglýsing fyrir sýnikennslu Bryndísar á húsmæðrafundi á Hótel KEA, 30. ágúst (1965)
 • Húsmæðrafundur KEA, Dagur 04.09.1965
 • Húsmæðrafundur KEA, Tíminn 09.09.1965
 • Hússtjórnarnámskeið fyrir unglinga, Morgunblaðið 23.06.1966
 • Hússtjórnarnámskeið fyrir unglinga, Þjóðviljinn 26.06.1966
 • Hússtjórnarnámskeið fyrir unglinga, upplýsingar vantar
 • Hússtjórnarnámskeið fyrir unglinga, Myndsjá Vísis, án dagsetningar
 • Stök ljósmynd, líklega einnig úr Myndsjá Vísis
 • „Að koma fram í sjónvarpi“, Frjáls verzlun, 6. tbl. 1968
 • Viðtal við Margréti Jakobsdóttir, Tíminn, 30.01.1977
 • Uppskriftasamkeppni Ísafoldar fyrir börn, 1977. Vísir
 • Skyrtertur með berjum. Morgunblaðið, 23. mars 2000.
 • 60 ára afmæli bókarinnar Matur og drykkur, Fréttablaðið 26.06.2007
 • Viðtal við Bryndísi, Fréttablaðið, 21.01.2010
 • Auglýsing skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, „Styrmir ætlar að verða lögga“, ódagsett
 • Kassi undan servíettum og kertum frá Asp Holmblad sem geymdi úrklippur 1961-1966 og ljósmyndir þeim tengdum

askja 18 og fataslá í geymslu

G Heimasaumur

 • Hvít skyrta, eftir Sigrúnu Ingibjörgu Ingimarsdóttur, móður Bryndísar
 • Rauður kjóll, eftir Bryndísi
 • Blár sloppur, sem Bryndís notaði líklega við kennslu einhvern tíma á ævinni
 • Útsaumauð mittissvunta
 • Ungbarnaskyrta
 • Hvítur dúkur/löber
 • Veggskraut, merki Kvennafrídagsins 1975
 • Útsaumaður borði/kappi
 • Útsaumað púðastykki, kringlótt
 • Útsaumað púðastykki, ferhyrnt

H Barmmerki

 • Bleik næla, gjöf frá frk. Helgu Sigurðardóttur
 • Silfurskeið, lítil. Made in Canada, frá Elínu Einars.
 • Rósanæla Zonta samtakanna til styrktar Stígamótum
 • Húsmæðraskóli Rv
 • Delta kappa gamma
 • Delta kappa gamma, rose guard
 • Ómerkt barmmerki

I Bækur

öskjur 19-20

 • Við matreiðum, höfundareintök Bryndísar með fjölda athugasemda og leiðréttinga:
  • 1976
  • 1981
  • 1992
  • 1995
  • 2005
 • Jóninna Sigurðardóttir, Matreiðslubók. 4. útgáfa, Akureyri 1943. Úr eigu Sigrúnar, móður Bryndísar, ber merki um stöðuga og mikla notkun.
 • Helga Sigurðardóttir, Lærið að matbúa, Reykjavík, 1934. Einnig úr eigu Sigrúnar og ber merki um mikla notkun. Þessar tvær gætu verið skemmtilegar á sýningu.

 

askja 21

 • Kvennafræðarinn eftir Elínu Briem, merktur Rósu Illugadóttur. Frumútgáfa. (Rósa gekk í Kvennaskólann á Laugalandi 1890-92. )
 • Björg C. Þorláksson, Mataræði og þjóðþrif, Reykjavík, 1930.
 • Kokebok, ritstj. Olga Ambjørnrud, 9. útgáfa. Osló, 1961. Gjöf frá 9 nemendum árið 1964.
 • Nýja testamentið, Rvk. 1914. Merkt Bryndísi. Í því eru tvær biblíumyndir og fjögurra laufa smári.

 

Skrifstofa Kvennasögusafns: 

 • Saga Húsmæðraskóla Reykjavíkur, árituð af höfundi til Bryndísar (fór í bókahillu á skrifstofu. Safnið á samt núna sirka 4 eintök....)
 • Benjamín Kristjánsson, Kvennaskólinn á Laugalandi 1877-96 og Minningar frá Laugalandi eftir gamlar námsmeyjar. Akureyri, 1954. (fór í bókahillu á skrifstofu)

Fyrst birt 24.01.2020

Til baka