May 24, 2022

Söguþing 2022


Íslenska söguþingið 2022 fór fram helgina sem leið, 19.-21. maí. Á þinginu hélt Rakel Adolphsdóttir, fagstjóri Kvennasögusafns, erindi um Kvenfélag sósíalista og skjöl þeirra á safninu á málstofunni „Kvenna(ó)samstaða“. Erindin fjögur sem flutt voru að málstofunni leituðust öll við að greina rýmið og þær leiðir sem stóðu konum almennt til boða til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri á 20. öld og þau vandamál sem spruttu óhjákvæmilega upp með kröfunni um samstöðu fyrir svo fjölmennan og fjölbreytilegan hóp. Allir fyrirlestrarnir voru unnir út frá skjölum kvenfélaga sem Kvennasögusafn varðveitir.

Þrjár aðrar málstofur á Söguþingi 2022 sneru að kvenna- og kynjasögu. Nánar má lesa um allar málstofunnar á heimasíðu Söguþings:

 

Sogufelagid-logo-forsida2022.png