Skjalasöfn í stafrófsröð

Erna S. Egilsdóttir (f. 1945). KSS 2021/28.


Lýsandi samantekt

 • Varðveislustaður:

  Kvennasögusafn Íslands

 • Safnmark:

  KSS 2021/28

 • Titill:

  Erna S. Egilsdóttir

 • Tímabil:

  1973-1982

 • Umfang:

  Sjö öskjur. Safnið hefur að geyma skjöl úr vörslu Ernu S. Egilsdóttur sem varða að mestu Rauðsokkahreyfinguna en einnig sitthvað fleira tengt félaga- og stjórnmálastarfi hennar.

 • Tilvitnun:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2021/28. Erna S. Egilsdóttir. Einkaskjalasafn. 

Samhengi

 • Nöfn skjalamyndara:

  Erna Sigrún Egilsdóttir (f. 1945)  

 • Lífshlaup og æviatriði:

  Erna er fædd 6. júní 1945. Hún tók þátt í starfi Rauðsokkahreyfingarinnar í Reykjavík frá 1973-1975. Hún bjó í Neskaupstað frá árunum 1975-1981 og tók þá þátt í starfi Jafnréttisnefndar Neskaupstaðar. Erna starfaði sem skrifstofumaður, meðal annars á Þjónustumiðstöð Bókasafna. 

 • Varðveislusaga:

  Gerður G. Óskarsdóttir afhenti þann 15. nóvember 2021 á fundir Rauðsokkahreyfingarinnar og Landsbókasafn (varðandi vefsíðu RSH) fyrir hönd Ernu Egilsdóttur. Skjölin varða starf Ernu í Rauðsokkahreyfingunni. 

 • Um afhendingu:

  Barst um hendur Gerðar G. Óskarsdóttur þann 15. nóvember 2021 og viðbót 18. janúar 2022.

Innihald og uppbygging

 • Frágangur og skipulag:

  Innri formgerð skjalasafns var viðhaldið en afhendingaraðili var búinn að flokka efnið út frá tegund efnis, því var síðan raðað í tímaröð. 

Um aðgengi og not

 • Um aðgengi og not:

  Aðgangur er öllum heimill

 • Skilyrði er stjórna endurgerð:

  Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

 • Tungumál:

  Íslenska

 • Leiðarvísar:

  A. Starfsmannafélag S.Í.S frá árinu 1973 

  B. Rauðsokkahreyfingin:

  B1. Ráðstefna í Skógum sumarið 1974 / Ráðstefna um kjör láglaunakvenna 1975 
  B2. Handritað efni í „Forvitin Rauð“ 1. maí 1974 
  B3. Kvennaráðstefnan 1975 
  B4. Miðstöð Rauðsokkahreyfingarinnar árin 1974-1976. Húsnæðismál hreyfingarinnar Sokkholt, daglegur rekstur. 
  B5. Námsflokkar Neskaupstaðar: námshópur um jafnréttismál á vorönn 1976 
  B6. Dreifbýlishópur Rauðsokkahreyfingarinnar 1976-1977 

  C. Alþýðubandalagið 1981-1982 

  D. Ýmislegt 

  E. Viðbót, afhent 2022.

Tengt efni

 • Staðsetning afrita:

  Stafrænt afrit af myndbandi er aðgengilegt á Kvennasögusafni. Búta úr myndbandinu má finna á sérvef um Rauðsokkahreyfinguna.

 • Tengt efni:

  KSS 63. Rauðsokkahreyfingin. Einkaskjalasafn.

Um lýsinguna

 • Athugasemdir skjalavarðar:

  Emma Björk Hjálmarsdóttir skráði í nóvember 2021.  

 • Reglur eða aðferð:

  Skráningin byggir á ISAD(G) staðlinum 

 • Dagsetning lýsingar:

  26. nóvember 2021 og janúar 2022


Skjalaskrá

Askja 1 
A. Starfsmannafélag S.Í.S frá árinu 1973 
örk 1: Handskrifuð fundargerð, 25. mars 1973. 
örk 2: Könnun um dagheimili, samvinnufyrirtækin í Reykjavík. 
örk 3: Bréf til Gunnars Grímssonar 23. október 1973 frá Jóakim, klúbbur um jafnréttismál. Bréf til hússtjórnar Hamragarðar, frá Jóakim klúbbur um jafnréttismál. 
örk 4: Svar frá Gunnari Grímssyni til Bjarkar Thomsen. Erindi um barnaheimil. 
örk 5: Greinargerð um könnun á launamun kynjanna. Skjöl sem varða könnunina, launatöflur. 
 
Askja 2 
B. Rauðsokkahreyfingin 
B1. Ráðstefna í Skógum sumarið 1974 / Ráðstefna um kjör láglaunakvenna 1975. 
örk 1: Dagskrá ráðstefnunnar á Skógum, 1974. Stefnuskrá hreyfingarinnar og tillaga að stefnuskrá hreyfingarinnar.  
örk 2: Fréttatilkynning um ráðstefnu um kjör láglaunakvenna. Álit ráðstefnu um kjör láglaunakvenna.  
örk 3: Þáttur uppeldisins í misrétti kynjanna, erindi flutt á ráðstefnu ASÍ og BSRB um stöðu kynjanna í atvinnulífinu, 1975. Gerður G. Óskarsdóttir. 
örk 4: Almenn menntun og starfsmenntun, erindi flutt á ráðstefnu ASÍ og BSRB. Helga Sigurjónsdóttir. 
 
Askja 3 
B2. Handritað efni í „Forvitin Rauð“ 1. maí 1974 
örk 1: Ómaginn og stritið. Þuríður Kvaran.   
örk 2: Síldarsaga mín – eða sérsamningar, Dóra Guðmundsdóttir. Eru karlar og konur jafningjar? Vilborg Sigurðardóttir. 
örk 3: Eymingja ég eftir Árna Björnsson. 
örk 4: Sjálfsgagnrýni eftir Elísabetu Gunnarsdóttur. 
örk 5: Grein eftir Lilju Ólafsdóttur um jafnrétti kynjanna. 
örk 6: Krafa tímans. Eygló Eyjólfsdóttir. 
örk 7: Nokkur orð um almannatryggingar, Guðrún Helgadóttir. 
örk 8: Þeir sem ráða húsum, Guðmundur R. Jóhannsson. 
örk 9: Þýðingar úr bókinni Skæruliðarnir. 
örk 10: Bréf frá Bjarnínu Engilráðsdóttur til Sveins Garibaldason. 
örk 11: Gullkorn úr ágripi af fimleikafræði eftir J. Lindhard í þýðingu Björns Jakobssonar. 
örk 12: Söngvar Rauðsokka.  
örk 13: Handskrifað blað um sambýli nemenda K.H.Í.  
örk 14: Grein, rauðsokkum kennt um skort á einkariturum. 
örk 15: Handskrifað blað, „ertu ánægð?“ og um starfshópa Rauðsokkahreyfingarinnar. 
örk 16: Um fyrirvinnuhugtakið. 
örk 17: Úrklippa úr Þjóðviljanum. 2. nóvember 1973. 
örk 18: Handskrifað blöð, vélrituð blöð um fjölskylduna. Auður Þorbergsdóttir. 
örk 19: Grein eftir Auði Þorbergs, án titils. 
 
B3. Kvennaráðstefnan 1975 
örk 1: Ræða Evu Kolstad, 14. Júní í Reykjavík um SÞ, kvenréttindi og kvennaár. 
örk 2: Ljósritað efni um Kolstad úr dagblöðum.  
örk 3: Kvennaársráðstefnan 1975. Dagskrá og niðurstöður starfshópa. 
 
Askja 4 
B4. Miðstöð Rauðsokkahreyfingarinnar árin 1974-1976. Húsnæðismál hreyfingarinnar Sokkholt, daglegur rekstur. 
örk 1: Bréf frá starfshópi um varðveislu rauðsokkaefnis, 1994. Vilborg Harðar og Erna Egils. Kvittanir varðandi afritun á Forvitin Rauð. 
örk 2: Staglið, frá desember 1976 og annað ódagsett líka frá 1976. 
örk 3: Um annað þing Rauðsokka. 
örk 4: Tillögur um grundvöll Rauðsokkahreyfingarinnar, skipulag og verkefni framundan, 1976. 
örk 5: Handskrifað blað varðandi veitingar á fundi, fréttatilkynning frá 1974 um útgáfu Forvitin Rauð., listi yfir vaktafyrirkomulag í Sokkholti.  
örk 6: Gögn um Sokkholt. Bréf frá forsætisráðuneytinu, bréf til menntamálaráðherra Vilhjálms Hjálmarssonar.  
örk 7: Bréf frá Guðrúni Þóru Bragadóttur 1974.  
örk 8: Útsölustaðir Rauðsokkablaðsins Forvitin Rauð og fréttatilkynning frá Rauðsokkum um fyrirvinnuhugtakið.  
örk 9: Alþýðubandalagið upplýsingar, um Goðsögnin um konuna eftir Betty Friedan, upplýsingar um launajafnrétti/misrétti og upplýsingar um fréttabréf kvenréttindafélags Edinborgar. 1974. 
örk 10: Upplýsingar um fjölskyldumál og gullkorn úr sjúkrahússlækninum eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur. 
örk 11: Lög um jafnrétti kvenna og karla. Staglið, 1. Bréf 1975. Staða konunnar í Íslenskum landbúnaði eftir Ágústu Þorkelsdóttur, birtist í Þjóðviljanum.  
 
Askja 5 
B5. Námsflokkar Neskaupstaðar: námshópur um jafnréttismál á vorönn 1976 
örk 1: Námshópur um jafnréttismál, könnun á kynjamismunun í lestextum skólabóka. Skattamál, breytingatillögur. Bréf til fjármálaráðherra, Halldórs E. Sigurðssonar vegna skattamála.  
örk 2: Námshópur um jafnréttismál, starfsáætlun vorönn 1976. Skoðanakönnun um misrétti kynjanna. Listi yfir bækur um jafnréttismál. Ljósritað hefti námshópur um jafnréttismál með kjörorðið „Allir dagar eru baráttudagar“. Þáttur uppeldisins í misrétti kynjanna.  
örk 3: Verkefni 1 og 3, jafnréttishópur neskaupstaðar. 
örk 4: Ljósrit, um kvennasögu.  
örk 5: Stefnuskrá fyrir Kvindefronten.  
örk 6: Útdráttur úr nokkrum köflum bókarinnar Kvinden i klassesamfundet eftir Hanne Reintoft.  
örk 7: Drög um dagvistunarmál. 
örk 8:  Spurningalisti á vegum jafnlaunaráðs.  
örk 9: Um börn, umfjöllun eftir Hrönn Eggertsdóttur frá árinu 1978.  
örk 10: Saga norrænna kvenna í 10.000 ár.  
örk 11: Samantekt um fjölskylduna, Kristín Ástgeirsd. 1980. 
 
B6. Dreifbýlishópur Rauðsokkahreyfingarinnar 1976-1977 
örk 1: Álit ráðstefnu um kjör láglaunakvenna. 
örk 2: Útvarpserindi Guðrúnar Friðgeirsdóttur um barnaheimili, 1972. 
örk 3: Bæklingur um Kvennaárið 1975, upplýsingar um tengla Rauðsokkahreyfingarinnar og leshringi hreyfingarinnar. 
örk 4: Gullkorn úr ágripi af fimleikafræði eftir J. Lindhard í þýðingu Björns Jakobs. Staðall fyrir flugfreyjur búið til af Rauðsokkahreyfingunni sem ádeila. Framsöguerindi Stellu Stefánsdóttur, trúnaðarmanns í Bæjarútgerð Reykjavíkur. Um starfshópa. 
 
Askja 6 
C. Alþýðubandalagið 1981-1982 
örk 1: Gögn frá kvennamiðstöð Alþýðubandalagsins. Dreifibréf kvennamiðstöðvar Alþýðubandalagsins.  
örk 2: Kvennabréf, dreifibréf kvennamiðstöðvar nr. 5 og 6. 
örk 3: Kvennabréf nr. 1 og 3.  
 
D. Ýmislegt 
Örk 1: Þakkarkort frá Önnu Sigurðardóttur frá árinum: 1973, 1976 og 1980. 

Askja 7
E. Viðbót 2022

 • örk 1: Myndband frá árum Rauðsokkahreyfingarinnar, VHS spóla. [stafrænt afrit hefur verið gert.] Upplýsingar um myndbönd Ernu S. Egilsdóttur.
 • örk 2: Lög um jafnlaunaráð frá 1973.
 • örk 3: Drög að greinargerð við stefnuyfirlýsingu Rauðsokkahreyfingarinnar 1974.
 • örk 4: Tillögur um skipulag Rauðsokkahreyfingarinnar.
 • örk 5: Minnisbók frá 1974. Um Kvennaár Sameinuðu þjóðanna 1975.
 • örk 6: Húsnæðismál Rauðsokka 1974. Viðtal Hildar Hákonardóttur við Ernu Egilsd. um hússkoðun. Uppkast af bréfi til Ólafs Jóhannessonar, forsætisráðherra. Afrit af bréfi til forsætisráðherra og svar við erindinu.
 • örk 7: Þreyttu húsmóðurinni komið fyrir í Austurstræti ásamt jólatré, 1974. Tölvupóstssamskipti Hildar og Ernu árið 2005 og viðtal við Ernu um flutninginn á þreyttu húsmóðurinni.
 • örk 8: Barátta fyrir dagvistunarmálum fyrir börn. Starfshópur rauðsokka fjallar um tillögur borgarstjórnar um dagvistarmál barna.
 • örk 9: Frá starfshópi nr. 4 líklega frá 1974.
 • örk 10: Sérsköttun hjóna. Umsögn jafnréttisráðs um frumvarp til laga um tekjuskatt og eignarskatt.
 • örk 11: Orðsending frá Jón Sigurðarssyni, fjármálaráðuneyti, 26. mars 1974. Bréf frá Rauðsokkum um skattamál.
 • örk 12: Kröfur barnaársnefndar ASÍ, 1980.
 • örk 13: Bréf frá Önnu Sigurðardóttur, Kvennasögusafni Íslands, við Rauðsokka. 1975.
 • örk 14: Lokakafli Verkakonur á Íslandi í 1100 ár eftir Önnu Sigurðardóttur.
 • örk 15: Ártöl í sögu kvenna, Anna Sigurðardóttir. Konur launþegar á Íslandi, kafli úr erindi Önnu á ASÍ og BSRB fundi árið 1975.
 • örk 16:  Samstarf Rauðsokka við ASÍ um baráttu fyrir dagvistun barna. Bréf frá Rauðsokkum til aðildafélaga ASÍ frá 18.9.1976
 • örk 17: Verkalýðsbarátta kvenna, meðal annars frá Akranesi. 1976-1981. Um verkfall fiskverkunarkvenna á Akranesi í mars 1976, greinar og viðtöl úr Þjóðviljanum.
 • örk 18: Bjarnfríður Leósdóttir um fiskvinnslu, 1981.
 • örk 19: Neisti, 10. tölublað 1981 ljósrit. Umfjöllun um ráðstefnu í Ölfusborgum og fleira.
 • örk 20: Ræða Vilborgar Harðardóttur flutt á fundi feminísta í byrjun nýrrar aldar.

Fyrst birt 07.12.2021

Til baka