Kvennasögusafn Íslands
KSS 2021/25
Petrína K. Jakobsson
1935–1986
Tvær öskjur
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2021/25. Petrína K. Jakobsson. Einkaskjalasafn.
Petrína K. Jakobsson (1910–1991), teiknari og bæjarfulltrúi
Petrína K. Jakobsson var fædd 4. febrúar 1910 á Húsavík. Foreldrar hennar voru Jón Ármann Jakobsson (1866–1939) og Valgerður Pétursdóttir (1874–1962). Hún átti sex bræður: Sigurður, Ásgeir, Pétur Hálfdán, Jakob, Hallgrímur og Áki. Fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur árið 1920. Petrína lauk gagnfræðiprófi frá Menntaskólanum við Reykjavík. Hún var við myndlistarnám í Reykjavík 1931–1935 og lærði í Handíða- og myndlistaskólanum 1939–1944. Þá var hún við nám í landmælingum, stærðfræði og kortagerð hjá Zóphaníasi Pálssyni árin 1946–1948, stundaði nám við lýsingatækni og lampagerð í Hollandi og í London um 1950 og stundaði nám í hýbýlafræðum í Kaupmannahöfn 1960–1962. Petrína starfaði hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur 1930–1944, stjórnaði teiknistofu raforkumálastjóra/Orkustofnunar 1944–1977. Hún sat í bæjarstjórn Reykjavíkur fyrir Sameiningarflokk alþýðu Sósíalistaflokkinn 1954–1958 og var í barnaverndarnefnd 1936–1948. Eiginmaður hennar var Jóhann Magnús Hallgrímsson (1911–1982) húsasmíðameistari. Hún lést 2. september 1991.
Heimild: Morgunblaðið 5. september 1991 bls. 14 og Reykjavík Bæjar- og borgarfulltrúartal 1836-1986 (1986).
Úr fórum Guðrúnar Hallgrímsdóttur (f. 1941), bróðurdóttur Petrínu.
Guðrún Hallgrímsdóttir (f. 1941) afhenti Kvennasögusafni þann 11. október 2021.
Fjögur vegabréf og sex bækur ásamt lausum blöðum sem innihalda aðallega teikningar og einstaka texta.
Viðbóta gæti verið von, þá úr fórum annarra fjölskyldumeðlima en Guðrúnar.
Guðrún Hallgrímsdóttir afhenti tvær prentaðar bækur úr fórum Petrínu 29. nóvember 2021 sem eru varðveittar í öskju 3 í skjalasafninu.
Raðað eftir efni og aldri en ekki í skjalaflokka.
Aðgangur er öllum heimill
Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd
Íslenska
KSS 17. Kvenfélag sósíalista. Einkaskjalasafn.
KSS 104. Kvennaheimlið Hallveigarstaðir. Einkaskjalasafn.
Rakel Adolphsdóttir skráði
Skráningin byggir á ISAD(G) staðlinum
3. nóvember 2021
askja 1
askja 2
askja 3
Fyrst birt 03.11.2021