Skjalasöfn í stafrófsröð

Petrína K. Jakobsson (1910–1991). KSS 2021/25.


Lýsandi samantekt

 • Varðveislustaður:

  Kvennasögusafn Íslands

 • Safnmark:

  KSS 2021/25

 • Titill:

  Petrína K. Jakobsson

 • Tímabil:

  1935–1986

 • Umfang:

  Tvær öskjur

 • Tilvitnun:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2021/25. Petrína K. Jakobsson. Einkaskjalasafn.

Samhengi

 • Nöfn skjalamyndara:

  Petrína K. Jakobsson (1910–1991), teiknari og bæjarfulltrúi

 • Lífshlaup og æviatriði:

  Petrína K. Jakobsson var fædd 4. febrúar 1910 á Húsavík. Foreldrar hennar voru Jón Ármann Jakobsson (1866–1939) og Valgerður Pétursdóttir (1874–1962). Hún átti sex bræður: Sigurður, Ásgeir, Pétur Hálfdán, Jakob, Hallgrímur og Áki. Fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur árið 1920. Petrína lauk gagnfræðiprófi frá Menntaskólanum við Reykjavík. Hún var við myndlistarnám í Reykjavík 1931–1935 og lærði í Handíða- og myndlistaskólanum 1939–1944. Þá var hún við nám í landmælingum, stærðfræði og kortagerð hjá Zóphaníasi Pálssyni árin 1946–1948, stundaði nám við lýsingatækni og lampagerð í Hollandi og í London um 1950 og stundaði nám í hýbýlafræðum í Kaupmannahöfn 1960–1962. Petrína starfaði hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur 1930–1944, stjórnaði teiknistofu raforkumálastjóra/Orkustofnunar 1944–1977. Hún sat í bæjarstjórn Reykjavíkur fyrir Sameiningarflokk alþýðu Sósíalistaflokkinn 1954–1958 og var í barnaverndarnefnd 1936–1948. Eiginmaður hennar var Jóhann Magnús Hallgrímsson (1911–1982) húsasmíðameistari. Hún lést 2. september 1991.

  Heimild: Morgunblaðið 5. september 1991 bls. 14 og Reykjavík Bæjar- og borgarfulltrúartal 1836-1986 (1986).

 • Varðveislusaga:

  Úr fórum Guðrúnar Hallgrímsdóttur (f. 1941), bróðurdóttur Petrínu.

 • Um afhendingu:

  Guðrún Hallgrímsdóttir (f. 1941) afhenti Kvennasögusafni þann 11. október 2021.

Innihald og uppbygging

 • Umfang og innihald:

  Fjögur vegabréf og sex bækur ásamt lausum blöðum sem innihalda aðallega teikningar og einstaka texta.

 • Viðbætur:

  Viðbóta gæti verið von, þá úr fórum annarra fjölskyldumeðlima en Guðrúnar.

  Guðrún Hallgrímsdóttir afhenti tvær prentaðar bækur úr fórum Petrínu 29. nóvember 2021 sem eru varðveittar í öskju 3 í skjalasafninu. 

 • Frágangur og skipulag:

  Raðað eftir efni og aldri en ekki í skjalaflokka.

Um aðgengi og not

 • Um aðgengi og not:

  Aðgangur er öllum heimill

 • Skilyrði er stjórna endurgerð:

  Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

 • Tungumál:

  Íslenska

Tengt efni

 • Tengt efni:

  KSS 17. Kvenfélag sósíalista. Einkaskjalasafn.

  KSS 104. Kvennaheimlið Hallveigarstaðir. Einkaskjalasafn.

Um lýsinguna

 • Athugasemdir skjalavarðar:

  Rakel Adolphsdóttir skráði

 • Reglur eða aðferð:

  Skráningin byggir á ISAD(G) staðlinum

 • Dagsetning lýsingar:

  3. nóvember 2021


Skjalaskrá

askja 1

 • örk 1: Vegbréf: 1935, 1954, 1970, 1986
 • örk 2: Stílabók með textum [laus blöð í bókinni, án ártals]
 • örk 3: Dagbók [án ártals]

askja 2

 • örk 4: Laus blöð með teikningum
 • örk 5: Bók með teikningum [án ártals]
 • örk 6: Bók með teikningum [án ártals]
 • örk 7: Bók með teikningum [án ártals]
 • örk 8: Bók með teikningum [laus blöð í bókinni, án ártals]

askja 3 

 • Prentuð bók, laus glósublöð fylgja bókinni: Erwin Voellmy, Fünfstellige Logarithmen und Zahlentafeln, Zurich 1946 
 • Prentuð bók: Sixten Olsson, Spanske frontminner, Oslo 1938 

Fyrst birt 03.11.2021

Til baka