Skjalasöfn í stafrófsröð

Dýrleif Árnadóttir (1897–1988). KSS 2021/23.


Lýsandi samantekt

 • Varðveislustaður:

  Kvennasögusafn Íslands

 • Safnmark:

  KSS 2021/23

 • Titill:

  Dýrleif Árnadóttir

 • Tímabil:

  1904–1977

 • Umfang:

  Þrjár öskjur

 • Tilvitnun:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2021/23. Dýrleif Árnadóttir. Einkaskjalasafn.

Samhengi

 • Nöfn skjalamyndara:

  Dýrleif Þorbjörg Árnadóttir (1897–1988), ritari

 • Lífshlaup og æviatriði:

  Dýrleif Árnadóttir fæddist þann 1897 að Skútustöðum. Foreldrar hennar voru þau Auður Gísladóttir (1869–1962) og Árni Jónsson (1849–1916) prestur og alþingismaður. Hálfsystkini hennar voru þau Þuríður (1885) og Jón (1888) en alsystkini voru þau Þorbjörg Dýrleif (1898), Gísli (1899), Þóra (1900), Gunnar (1901), Ingileif Oddný (1903), Ólöf Dagmar (1909).

  Dýrleif var meðal fyrstu kvenna til útskrifast með stúdentspróf frá Menntaskólanum (MR) árið 1918 og eftir það Cand.Phil. prófi frá Háskóla Íslands. Hún vann lengst af sem ritar meðal annas hjá bæjarfógeta Reykjavíkur. Hún þýddi bækur um heilsufræði sem komu út 1923–1928. Dýrleif giftist Skúla Guðjónssyni lækni á þeim tíma en þau skildu árið 1931. Dýrleif var virk í stjórnmála- og félagsstarfi eftir það. Hún fór til Sovétríkjana í flokkskóla 1931–1932 og var þekkt þar sem Doris Lind. Hún stofnaði Jafnaðarmannafélagið Spörtu árið 1929 ásamt öðrum og var virk í Kommúnistaflokk Íslands, og síðar Sósíalistaflokk Íslands. Hún tók einnig virkan þátt í starfi Kvenréttindafélags Íslands og tók að sér ýmis ritstörf hjá tímaritum bæjarins, svo sem Verklýðsblaðið, Nýja konan, Melkorka og skrifaði í Rétt og Þjóðviljann.

  Annar eiginmaður Dýrleifar var Ásgeir Pétursson verkstjóri frá Eyrarbakka. Bjuggu þau á Miðstræti 3 ásamt móður Dýrleifar lengi en fluttu svo í Kópavog. Þau byggðu sér einnig sumarhús í Traustsholtshólma í Þjórsá. Á efri árum fluttu þau að bárugötu í Reykjavík en þá hafði Dýrleif orðið fyrir miklum heilsubresti.

  Heimild: Rakel Adolphsdóttir, Nýjar konur. Dýrleif, Elín og Kvenfélag sósíalista, M.A. ritgerð í sagnfræði

 • Varðveislusaga:

  Var í fórum Hjördísar Hákonardóttur sem lét systur sína, Hildi Hákonardóttur, hafa skömmu fyrir afhendingu.

 • Um afhendingu:

  Hildur Hákonardóttir afhenti á skrifstofu Kvennasögusafns þann 23. september 2021

Innihald og uppbygging

 • Umfang og innihald:

  Safnið inniheldur að mestu bréf frá árunum 1906­–1963 ásamt einstaka öðrum skjölum sem lágu með bréfunum; einni úrklippu frá 1929 og einni erfðafjárskýrslu frá 1962. Flest bréfin eru rituð af foreldrum Dýrleifar 1911–1916. Einnig fylgdu afhendingunni töluvert af ljósmyndum úr fórum Dýrleifar, allt frá bernsku og að efri árum.

 • Frágangur og skipulag:

  Bréfunum er raðað í tvo skjalaflokka: A1. Bréf til Dýrleifar og A2. Bréf frá Dýrleifu. Þeim er raðað í ártalsröð og svo eftir bréfriturum. Loks er skjalaflokkur B. Ljósmyndir.

  Hafið samband til að fá upplýsingar um upprunalegu röð afhendingarinnnar.

Um aðgengi og not

 • Um aðgengi og not:

  Aðgangur er öllum heimill

 • Skilyrði er stjórna endurgerð:

  Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

 • Tungumál:

  Íslenska

Tengt efni

 • Tengt efni:

  Kvennasögusafn:

  • KSS 74 .Þorbjörg Árnadóttir.
  • KSS 2019/11. Þorbjörg Árnadóttir.
  • KSS 6. Kvenréttindafélag Íslands.
  • KSS 17. Kvenfélag Sósíalista.

   

  Handritasafn:

  • Sósíalistafélag Reykjavíkur
  • Framtíðin, Menntaskólinn í Reykjavík

Athugasemdir

 • Athugasemdir:

  Flest bréfin eru eitt handskrifað blað, frávik frá þessu eru skráð í hornklofa.

  Þorbjörg Árnadóttir var iðulega kölluð Þobba og Dýrleif Árnadóttir var iðulega kölluð Dilla af ættingjum.

Um lýsinguna

 • Athugasemdir skjalavarðar:

  Rakel Adolphsdóttir skráði

 • Reglur eða aðferð:

  Skráningin byggir á ISAD(G) staðlinum

 • Dagsetning lýsingar:

  6. október 2021


Skjalaskrá

askja 1

A1. Bréf til Dýrleifar:

 • örk 1: Árni Jónsson, Aþingi 14. júlí 1907
 • örk 2: Auður Gísladóttir, Skútustaðir 21. mars 1908
 • örk 3: Auður Gísladóttir, Skútustaðir
  • 5. október 1911
  • 23. nóvember 1911
  • 25. nóvember 1911
 • örk 4: Árni Jónsson, Skútustaðir
  • 4. desember 1911
  • 23. desember 1911
  • 27. desember 1911
 • örk 5: Árni Jónsson, Skútustaðir 18. janúar 1912
 • örk 6: Árni Jónsson, Hólmum
  • 17. október 1913 [18. október til Þobbu]
  • 13. nóvember 1913
 • örk 7: Árni Jónsson, Hólmum 2. desember 1913 og 18. desember 1913 [2 blöð]
 • örk 8: Ingileif Árnadóttir, Hólmum 17. nóvember 1913 [líka til Þobbu]
 • örk 9: Ingileif Árnadóttir, Hólmum 14. janúar 1914 [2 blöð, líka til Þobbu]
 • örk 10: Árni Jónsson, Hólmum
  • 7. janúar 1914
  • 15. janúar 1914
  • 24. janúar 1914
  • 10. febrúar 1914
  • 24. febrúar 1914
  • 11. mars 1914
  • 12. október 1914 [líka til Þobbu]
  • 29. október 1914
 • örk 11: Sigríður Jónsdóttir, Gautlöndum 3. maí 1914
 • örk 12: Árni Jónsson, Hólmum
  • 8. mars 1915
  • 10. apríl 1915
  • 9. júní 1915
  • 19. desember 1915
 • örk 13: Árni Jónsson, Hólmum 22. janúar 1916 [2 blöð]
 • örk 14: Auður Gísladóttir, Hólmum
  • 22. janúar 1916 [líka til Þobbu]
  • 31. júlí 1916
 • örk 15: Þóra Árnadóttir, Hólmum 8. febrúar 1916 [líka til Þobbu]
 • örk 16: Rúrí Árnadóttir, Winnipeg 29. janúar 1916 [7 blöð, umslag fylgir en ekki frímerki, sent til Dýrleifar á Laugaveg 38]
 • örk 17: Frá bróður sínum, Hálsi 29. janúar 1920
 • örk 18: Jóhanna Guðmundsdóttir, Húsavík 10. mars 1931 [2 blöð, bréfið byrjar á „Kæri félagi“]
 • örk 19: Gísli Árnason, Hellworði 14. júní 1955 [4 blöð] og ættartölubrot
 • örk 20: Gunna Friðfinns, Litluströnd 22. janúar 1958 [2 blöð]
 • örk 21: Heiða, 17. desember 1960 [5 blöð]
 • örk 22: Halldóra, Ytri-Neslöndum 19. september 1962
 • örk 23: Sigga, Helluvaðir 21. nóvember 1963
 • örk 24: Þorbjörg Olgeirsdóttir [án ártals, amma Dýrleifar, líka til Þóru og Ingu]
 • örk 25: Auður Gísladóttir, Hálsi [án ártals]
 • örk 26: Umslagið sem flest bréfin voru afhent í [á umslaginu stendur m.a. „Sýnishorn valin 26/6 ‚76 Öllu öðru var fargað“]

 

askja 2

A2. Bréf frá Dýrleifu:

 • örk 1: Dýrleif til Árna, Skútustaðir 1904
 • örk 2: Dýrleif til Auðar og Árna, Akureyri 25. desember 1911 [2 blöð]
 • örk 3: Dýrleif til Auðar, 12. apríl 1916 [staðsetning óvís, 2 blöð]
 • örk 4: Dýrleif til Auðar, Leith 19. desember 1923
 • örk 5: Dýrleif til Auðar, Kislodovsk 2. nóvember 1932 [3 blöð]
 • örk 6: Dýrleif til Auðar, Leníngrad 28. júlí 1932
 • örk 7: Dýrleif til Auðar, Leníngrad 4. ágúst 1932 [3 blöð]
 • örk 8: Dýrleif til Auðar, Krím 16. september 1932 [vélritað]
 • örk 9: Erfðafjárskýrsla Auðar Gísladóttur, erfingi Dýrleif Árnadóttir 1962
 • örk 10: Úrklippa, Heimskringla, 2. janúar 1929
 • örk 11: Umslag sem flest gögnin voru afhent í

 

askja 3

B. Ljósmyndir

Óflokkaðar en aðgengilegar, allt frá barnæsku og til efri ára.


Fyrst birt 06.10.2021

Til baka