Skjalasöfn í stafrófsröð

Elísabet Gunnarsdóttir (f. 1945), Rauðsokkahreyfingin. KSS 2021/11.


Lýsandi samantekt

 • Varðveislustaður:

  Kvennasögusafn Íslands

 • Safnmark:

  KSS 2021/11

 • Titill:

  Elísabet Gunnarsdóttir, Rauðsokkahreyfingin.

 • Tímabil:

  1971–2020

 • Umfang:

  Ein askja

 • Tilvitnun:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2021/11. Elísabet Gunnarsdóttir, Rauðsokkahreyfingin. Einkaskjalasafn.

Samhengi

 • Nöfn skjalamyndara:

  Elísabet Gunnarsdóttir (f. 1945), framhaldsskólakennari, þýðandi og myndlistargagnrýnandi

 • Lífshlaup og æviatriði:

  Elísabet Gunnarsdóttir er fædd, 21. maí 1945. Hún er ein af stofnendum Rauðsokkahreyfingarinnar. Elísabet vann sem framhaldsskólakennari, þýðandi og myndlistargagnrýnandi í Reykjavík.

 • Varðveislusaga:

  Elísabet Gunnarsdóttir afhenti safninu ýmis skjöl úr fórum sínum er varða Rauðsokkahreyfinguna ásamt upplýsingum um skjölin.

 • Um afhendingu:

  Viðbót við efni sem Elísabet hefur áður afhent safninu, safnmark KSS 2020/1.

Innihald og uppbygging

Um aðgengi og not

 • Um aðgengi og not:

  Aðgangur er öllum heimill

 • Skilyrði er stjórna endurgerð:

  Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

 • Tungumál:

  Íslenska

Tengt efni

 • Tengt efni:

  Kvennasögusafn:

  KSS 63. Rauðsokkahreyfingin.

  KSS 2020/1. Elísabet Gunnarsdóttir

Um lýsinguna

 • Athugasemdir skjalavarðar:

  Emma Björk Hjálmarsdóttir skráði í september 2021. Stuðst var við skráningu Elísabetu en skjölum var raðað í tímaröð, frá 1971–2020.

 • Reglur eða aðferð:

  Skráningin byggir á ISAD(G) staðlinum

 • Dagsetning lýsingar:

  8. september 2021


Skjalaskrá

askja 1

örk 1: „Til íslenskra kvenna frá Rauðsokkum“, um fóstureyðingar. 1971.

örk 2:  Úrklippa úr dönsku blaði frá 1975, viðtal við Elísabetu Gunnarsdóttur og Þuríði Magnúsdóttur.

örk 3: „Skýrsla“ árituð af skólameistara Lindargötuskóla, Hafsteini Stefánssyni. „Föstudaginn 24.10. mætti enginn kvenmaður til vinnu“. Kvennafrídagurinn.

örk 4: Um Kvennaverkfall. Ræða eða blaðagrein að mati Elísabetu sjálfrar.

örk 5: Innslag í útvarpsþátt, 1975.

örk 6: Kvittun, Bráðabirgðarhópur um Kvennafrí. 1975.

örk 7: Kynningarhópur framkvæmdanefndar um Kvennafrí, götuskrár. 1975.

örk 8: Listar frá Framkvæmdarnefnd Kvennafrísins. 1975.

örk 9: Minnispunktar Elísabetar frá fundum Kvennaársnefndar „Geira“ 1975-1976.

örk 10: Tillögur af fundum Kvennaársnefndar Geiru. 1976.

örk 11: Ræða Elísabetar frá árinu 1976.

örk 12: Til aðildafélaga ASÍ, ályktun gerð á ráðstefnu um kjör láglaunakvenna. 1976.

örk 13: Til allsherjarnefndar neðri deildar Alþingis, 1976. Frá Rauðsokkum.

örk 14: Tillögur um ráðstöfun tekjuafgangs, 1976.

örk 15: „Dæmið ekki, til þess að þér verðið ekki dæmdir“. Um fóstureyðingar, birtist í Þjóðviljanum 21. maí 1985.

örk 16: Sálmaskrá, útför Vilborgar Sigurðardóttur og minningarorð úr Morgunblaðinu, 29. febrúar 2020.


Fyrst birt 20.09.2021

Til baka