Skjalasöfn í stafrófsröð

Elísabet Gunnarsdóttir (f. 1945), Rauðsokkahreyfingin. KSS 2020/1.


Lýsandi samantekt

 • Varðveislustaður:

  Kvennasögusafn Íslands

 • Safnmark:

  KSS 2020/1

 • Titill:

  Elísabet Gunnarsdóttir, Rauðsokkahreyfingin.

 • Tímabil:

  1976

 • Umfang:

  Ein askja

 • Tilvitnun:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2020/1. Elísabet Gunnarsdóttir, Rauðsokkahreyfingin. Einkaskjalasafn.

Samhengi

 • Nöfn skjalamyndara:

  Elísabet Gunnarsdóttir (f. 1945), framhaldsskólakennari, þýðandi og myndlistargagnrýnandi

 • Lífshlaup og æviatriði:

  Elísabet Gunnarsdóttir (fædd 21. maí 1945) er ein af stofnendum Rauðsokkahreyfingarinnar. Elísabet vann sem framhaldsskólakennari, þýðandi og myndlistargagnrýnandi í Reykjavík.

 • Varðveislusaga:

  Elísabet Gunnarsdóttir afhenti safninu ýmis skjöl úr fórum sínum.

 • Um afhendingu:

  Afhent af Elísabetu sjálfri á skrifstofu Kvennasögusafns. Viðbót barst þann 21. júní 2021 [KSS 2021/11].

Innihald og uppbygging

 • Umfang og innihald:

  Skjöl frá 1976, tegund skjala: pappír, bæklingar og ljósmyndir.

 • Frágangur og skipulag:

  Stuðst var við innri formgerð, skipulagt af Elísabetu sjálfri.

Um aðgengi og not

 • Um aðgengi og not:

  Aðgangur er öllum heimill

 • Skilyrði er stjórna endurgerð:

  Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

 • Tungumál:

  Íslenska og danska

Tengt efni

 • Tengt efni:

  KSS 63. Rauðsokkahreyfingin.

  KSS 2021/11. Elísabet Gunnarsdóttir.

Um lýsinguna

 • Athugasemdir skjalavarðar:

  Emma Björk Hjálmarsdóttir skráði í september 2021.

 • Reglur eða aðferð:

  Skráningin byggir á ISAD(G) staðlinum

 • Dagsetning lýsingar:

  8. september 2021


Skjalaskrá

askja 1

örk 1:

 • Íslenskar rauðsokkur í Fælledparken 1976. Umfjöllun Elísabetu Gunnarsdóttur um þátttöku hennar og Guðrúnar Ögmundsdóttur í Kvennahátíðinni Fælledparken.
 • 12. ljósmyndir í ljósmyndaplasti.
 • Ræður þeirra á dönsku.
 • Úrklippa úr Þjóðviljanum þar sem fjallað er um þátttöku þeirra í hátíðinni.
 • Vélritaðar ræður. Úrklippa úr Neisti.

örk 2:  Information, De hjemmefødte og de købte børn. Sjö blaðsíður á dönsku.

örk 3: Stök skjöl á dönsku, merkt með stimpli Rauðsokka.

örk 4: Bréf frá Rauðsokkahreyfingunni til Rødstrømper.

örk 5: Handskrifað bréf til Rauðsokkahreyfingarinnar frá Piu Fossheim.

örk 6: Upplýsingar um kvennahátíðina í Fælledparken á dönsku, upplýsingar um kvennafrídaginn á Íslandi og Rauðsokkahreyfinguna.

örk 7: Dagskrá samstöðufundar í Kaupmannahöfn. Um Kvindehuset. Um verkfallið í postulínsverksmiðjunni (Elísabet fjallar líka um það í skjali í örk 1).

örk 8: Úrklippur úr dönskum blöðum um Kvennahátíðina, með stimpil Rauðsokka.

örk 9: Dreifirit um Kvindefronten og Kvindefest.

örk 10: Bæklingar, Kvindefronten.

örk 11: Kvinde Festival 1976 dreifirit.

örk 12: Bæklingar sem varða fóstureyðingar, fæðingar og fjölskyldur.

örk 13: Tvær söngbækur á dönsku.

örk 14: Danskir bæklingar, samtíningur.

örk 15: Danskir bæklingar, samtíningur.


Fyrst birt 15.09.2021

Til baka