Skjalasöfn í stafrófsröð

Edda Óskarsdóttir (f. 1938), Rauðsokkahreyfingin. KSS 2018/21.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Kvennasögusafn Íslands

  • Safnmark:

    KSS 2018/21

  • Titill:

    Edda Óskarsdóttir, Rauðsokkahreyfingin.

  • Tímabil:

    1971–1983

  • Umfang:

    Ein askja

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2018/21. Edda Óskarsdóttir, Rauðsokkahreyfingin. Einkaskjalasafn.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Edda Óskarsdóttir (f. 1938), myndlistarkona og -kennari

  • Lífshlaup og æviatriði:

    Edda Óskarsdóttir (f. 18. janúar 1938) er menntaður myndlistarmaður og myndlistarkennari, hún var skólastjóri í Reykjavík. Hún er ein af stofnendum Rauðsokkahreyfingarinnar á Íslandi. Hún útskrifaðist árið 1968 og vann sem myndlistarkennari, hún var í stjórn félags myndlistarkennara árið 1978.

  • Varðveislusaga:

    Úr fórum Eddu Óskarsdóttur.

  • Um afhendingu:

    Edda Óskarsdóttir afhenti Kvennasögusafni í desember 2018 á fundi Rauðsokka og Kvennasögusafns.

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    Ein askja

  • Viðbætur:

    Tvö eintök af Forvitin Rauð sem til eru nú þegar og á timarit.is, Forvitin Rauð frá desember 1976 og 1 maí. 1976.

  • Frágangur og skipulag:

    Raðað eftir upprunalegri flokkun skjalamyndara.

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Aðgangur er öllum heimill

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

  • Tungumál:

    Íslenska og danska

Tengt efni

  • Tengt efni:

    KSS 63. Rauðsokkahreyfingin.

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Emma Björk Hjálmarsdóttir flokkaði, september 2021. Safnið var flokkað af afhendingaðila svo því skipulagi var fylgt. Vegna smæðar safnsins var það ekki flokkað í skjalaflokka.

  • Reglur eða aðferð:

    Skráningin byggir á ISAD(G) staðlinum

  • Dagsetning lýsingar:

    10. september 2021


Skjalaskrá

askja 1

örk 1: Vinnuplögg varðandi starfshóps um fóstureyðingar. Lög á dönsku um fóstureyðingar. Tillaga til þingsályktunar um fóstureyðingar frá 1971.

örk 2: Afrit af pistli úr Velvakanda Morgunblaðsins, 2. desember 1971 um fóstureyðingu. Almenn hegningarlög frá 1940. Tölfræði fóstureyðinga samkvæmt lögum, 1968. Umfjöllun um fóstureyðingar á dönsku frá 1969.

örk 3: Afrit af Social Medicin eftir Iwan Mark.

örk 4: Frá ráðstefnu Æsi og Rauðsokka, óbirt ávörp frá Rauðsokkahreyfingunni varðandi fóstureyðingar. Pistill fluttur af Helgu Ólafsdóttur í útvarpinu 6. desember 1971.

örk 5: Um fóstureyðingalög og sjálfsákvörðunarrétt.

örk 6: Umfjöllun um fóstureyðingar, Hjördís Hákonardóttir.

örk 7: Dreifirit Alþjóðlegur baráttudagur fyrir frjálsum fóstureyðingum. Bréf sent til allra alþingismanna vegna frumvarps um nýja fóstureyðingalöggjöf, lagt fram á alþingi í nóvember 1973.

örk 8: Orð í belg um fóstureyðingar eftir Katrínu Fjeldsted. Pistill eftir G.Ó.

örk 9: Upplýsingar um heilsugæslustöðvar í London sem framkvæmdu fóstureyðingar. Með fylgdi límmiði sem á stóð „Konur leituðu til Rauðsokka um aðstoð og uppl“.

örk 10: Samanburður á eldri lögum um fóstureyðingar (frá 1935 og 1938) og nýju frumvarpi. Synjanir umsókna um vönun eða fóstureyðingu á árunum 1964 og 1970.

örk 11: Handskrifuð umfjöllun um „Að gefa barn?“.

örk 12: Umfjöllun sem birtist í Forvitin Rauð í janúar 1974 um fóstureyðingar. Vilborg Harðardóttir vélritaði upp handskrifaðar lýsingar kvenna og skrifaði formála.

örk 13: Hefti, upplýsingar um fóstureyðingar frá Rauðsokkahreyfingunni.

örk 14: Synjanir umsókna um vönun/ og eða fóstureyðingu samkvæmt samkvæmt 1. nr. 16/1938 á árunum 1964-1970.

örk 15: Upplýsingar um getnaðarvarnir.

örk 16: Blöð í yfirstærð, upplýsingar um getnaðarvarnir. „Að gefa barn“ pistill, eftir Sigríði Kristinsdóttur og Hjördísi Bergsdóttur.

örk 17: Dreifirit um ráðstefnur Rauðsokkahreyfingarinnar.

örk 18: Bréf frá ritnefnd 19. júní Kvenréttindafélags Íslands. Hugmyndir starfshóps Rauðsokkahreyfingarinnar um störf og starfsaðgerðir hreyfingarinnar í framtíðinni. Mismunur kynjanna, launatöflur frá 1972.

örk 19: Frumvarp til laga um mannanöfn, 1971.

örk 20: Upplýsingar á dönsku.

örk 21: Staða konunnar á vinnumarkaðnum.

örk 22: Samantekt Eddu Óskarsdóttur á Jafnréttissíðum Vilborgar í Þjóðviljanum og listi yfir umfjöllun í Morgunblaðinu.

örk 23: Kvennabréfið 1983.

örk 24: Úrklippa, umfjöllun um fóstureyðingar.


Fyrst birt 15.09.2021

Til baka