Skjalasöfn í stafrófsröð

Kristín Jónsdóttir (f. 1947). KSS 2019/15.


Lýsandi samantekt

 • Varðveislustaður:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

 • Safnmark:

  KSS 2019/15

 • Titill:

  Kristín Jónsdóttir

 • Tímabil:

  1978-2010

 • Umfang:

  Ein askja

 • Tilvitnun:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2019/15. Kristín Jónsdóttir. Einkaskjalasafn.

Samhengi

 • Nöfn skjalamyndara:

  Kristín Jónsdóttir (f. 1947)

 • Varðveislusaga:

  Úr fórum Kristínar.

 • Um afhendingu:

  Afhent af henni sjálfri á skrifstofu Kvennasögusafns 20. nóvember 2019.

Innihald og uppbygging

 • Umfang og innihald:

  1 stór askja með bréfum, fundargerðum, dreifimiðum og ræðum. Einnig borði merktur „Ungfrú Útrás“ frá kvennauppboði Rauðsokka 1980.

  Safninu er skipt í eftirfarandi flokka:

  A Gögn tengd Rauðsokkahreyfingunni
  B Gögn tengd Kvennalistanum
  C Gögn frá Femínistavikunni 2003
  D Fyrirlestur Kristínar um Rauðsokkahreyfinguna frá 2010

 • Grisjun:

  Prentuðu efni og tvítökum var grisjað. Hafið samband við Kvennasögusafn til að fá ítarlegan lista yfir það efni sem var grisjað.

 • Viðbætur:

  Von er á viðbótum.

Um aðgengi og not

 • Um aðgengi og not:

  Aðgangur er ótakmarkaður

 • Skilyrði er stjórna endurgerð:

  Skv. reglum Landsbókasafns um ljósritun og myndun.

 • Tungumál:

  Íslenska

Tengt efni

 • Tengt efni:

  KSS 11. Kvennalistinn. Einkaskjalasafn
  KSS 63. Rauðsokkahreyfingin. Einkaskjalasafn
  KSS 92. Feministafélag Íslands. Einkaskjalasafn
  KSS 150. Kristín Jónsdóttir. Einkaskjalasafn.
  KSS 2017/5. Kristín Jónsdóttir, Delta Kappa Gamma. Einkaskjalasafn.
  KSS 2017/6. Kristín Jónsdóttir, ljósmyndir Kvennalistinn.
  KSS 2018/2. Kristín Jónsdóttir, ljósmyndir Kvennalistinn.

Um lýsinguna

 • Athugasemdir skjalavarðar:

  Ragnhildur Hólmgeirsdóttir flokkaði, skráði og grisjaði.

 • Dagsetning lýsingar:

  10. janúar 2020


Skjalaskrá

askja 1

A Gögn tengd Rauðsokkahreyfingunni

 1. „Ungfrú Útrás“. Borði frá Kvennauppboðinu 1980.
 2. Stutt frásögn Kristínar af uppboðinu, ódagsett en gerð í tölvuforriti
 3. Bréf frá Rauðsokkahreyfingunni til Undirbúningsnefndar fyrir Kvennaársráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1980, vélritað
  03.06.1980, Reykjavík
 4. „Rauðsokkahreyfingin“, manifestó/reglur og markmið(?). Ljósrit af vélrituðum blöðum. Í annað hornið krotað 238 undirb 1981
 5. Bréf frá Rauðsokkahreyfingunni til Kvennaframboðsins í Reykjavík um baráttufund 8. mars. Ljósrit af handskrifuðu bréfi
  22.02.1982, Reykjavík
   

B Gögn tengd Kvennalistanum

 1. „Kæra Kópavogskona“, fundarboð 10. mars 1986
 2. Ljósrit af handskrifuðum fundargerðum/hugleiðingum frá 1983 tengt starfi Kvennalistans á Reykjanesi, merkt Sigrúnu Jónsdóttur.
 3. Kópavogi 2. mars
 4. Hallveigarstöðum 6. mars
 5. Hallveigarstöðum 8. mars
 6. Hafnarfirði 8. mars
 7. Innri-Njarðvík 9. mars
 8. Dreifimiði Kvennalistans á Reykjanesi, um skrifstofu
 9. Dreifimiði Kvennalistans, baráttumál
 10. Dreifimiði Kvennalistans frá 1991, stór, um afrek níunda áratugarins og framtíðarsýn
 11. Dreifimiði Kvennalistans frá 1995
 12. Dreifimiði Kvennalistans frá 1995, annar
 13. Ljósrit af framhlið blaði Kvennalistans í Reykjanesi 1991, 1. tbl. 8. árg. Haldið eftir vegna vísu sem var einhvern tíma krotuð á frumritið.
   

C Femínistavikan 2003

 1. Dagný Kristjánsdóttir og Þorgerður Einarsdóttir, tölvupóstsamskipti um skipulagningu málþingsins Áfram stelpur, sem var hluti femínistavikunnar.
 2. 15. október 2003, áframsent á Kristínu Jónsdóttur þann 16. október 2003.
 3. Handskrifuð blaðsíða úr stílabók, vantar samhengi. Ef til vill pallborðsumræður? Petra K., H. Kress og Au. J. (?) ræða hagsmuni og sjálfsmynd kvenna í samhengi efnahagsmála. Lá meðal gagna frá femínistavikunni.
 4. Dagskrá Femínistavikunnar 2003.
 5. Drög að fundarstjóra ávarpi Kristínar Jónsdóttur á málþinginu Áfram stelpur.
 6. Ræða Rannveigar Jónsdóttur (segir frá útvarpsþáttum Rauðsokka og mótmælum vegna fegurðarsamkeppninnar á Akranesi)
 7. Ræða Ásdísar Skúladóttur, með handgerðum leiðréttingum
 8. Ræða Ásdísar Silju (segir frá samkomum í Sokkholti og Tónabæ)
 9. Ræða Ingibjargar Hafstað
 10. Ræða Helgu Ólafsdóttur (m.a. um breytinguna á starfi Rauðsokka eftir fundinn á Skógum 1974)
   

D Fyrirlestur Kristínar um Rauðsokkahreyfinguna frá 2010

 1. „Rauðsokkahreyfingin 1970-1982“. Fyrirlestur og power point kynning Kristínar Jónsdóttur á fundi Delta, Kappa, Gamma 25. október 2010.

Fyrst birt 10.01.2020

Til baka