Skjalasöfn í stafrófsröð

Guðrún Ágústsdóttir (f. 1947). KSS 2018/22.


Lýsandi samantekt

 • Varðveislustaður:

  Kvennasögusafn Íslands

 • Safnmark:

  2018/22

 • Titill:

  Guðrún Ágústsdóttir

 • Tímabil:

  ca. 1970–2016

 • Umfang:

  Tvær öskjur

 • Tilvitnun:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2018/22. Guðrún Ágústsdóttir. Einkaskjalasafn.

Samhengi

 • Nöfn skjalamyndara:

  Guðrún Ágústsdóttir (f. 1947)

 • Lífshlaup og æviatriði:

  Fædd 1. janúar 1947. Menntun: Gagnfræðapróf frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1964, enskunám í London 1965-1966 og við Edinborgarháskóla 1976. Nám við MH 1979-1982.

  Starfsferill: Starfsmaður Landsbanka Íslands 1965-1966. Flugfreyja hjá Flugfélagi Íslands 1966 og 1967. Skrifstofumaður hjá Sjóvátryggingafélagi Íslands 1968-1970. Fulltrúi hjá Hjúkrunarskóla Íslands 1971-1975 og 1978-1987. Framkvæmdastjóri 1986-1988 við undirbúning Norræns kvennaþings í Ósló og í framkvæmdastjórn þingsins á vegum Norrænuráðherranefndarinnar. Aðstoðarmaður menntamálaráðherra 1988-1991. Starfsmaður Þjóðviljans 1991. Framkvæmdastjóri 1991-1992 við undirbúning Vestnorræns kvennaþings á Egilsstöðum. Fræðslu- og kynningarfulltrúi Kvennaathvarfsins 1991-1994. Borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins 1982-1990 og Reykjavíkurlistans 1994-2002, leyfi frá störfum frá 1999. Varaborgarfulltrúi Alþýðubandalagsins 1974-1982 og 1990-1994. Í borgarráði 1994-1998.

   

  Önnur störf: Í framkvæmdastjórn og/eða miðstjórn Alþýðubandalagsins 1974-1999 og oft í stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Gegndi fjölda trúnaðarstarfa á vegum Reykjavíkurborgar. Ritstörf: Ritstjóri Tilveru, blaðs Kvennaathvarfsins, 1991-1994. Í ritstjórn kynningarrits á ensku um íslenska menningu, 1990-1991. Auk þess greinar í blöðum og tímaritum.

  Heimild: Samtíðarmenn 2003.

 • Varðveislusaga:

  Úr fórum Guðrúnar

 • Um afhendingu:

  Guðrún Ágústsdóttir afhenti á fundi Rauðsokkahreyfingarinnar og Kvennasögusafns í desember 2018.

Innihald og uppbygging

 • Umfang og innihald:

  Efnið var forflokkað í þrjár mismunandi möppur, möppu sem innihélt efni er varðar gerð bókarinnar Á rauðum sokkum (2011) og efni sem henni tengist, efni sem tengdist alþjóðlegri kvennaráðstefnu í Reykjavík (16-23 júní 1991) og efni tengt stofnun Rauðsokkahreyfingarinnar. Efnið var flokkað af Emmu Björk Hjálmarsdóttur í tímaröð og eftir tegund efnis.

  Skjalaflokkar eru eftirfarandi:

  A. Skjöl Guðrúnar Ágústsdóttur í tímaröð.

  • Arkir 1-10 tengd stofnun Rauðsokkahreyfingarinnar og starf hreyfingarinnar frá 1970-1988.
  • Arkir 11-33 tengjast skipulagi á alþjóðlegri kvennaráðstefnu sem haldin var í Reykjavík árið 1991.
  • Arkir 34-38 tengjast gerð bókarinnar Á rauðum sokkum sem kom út árið 2011.

  B. Bæklingar og úrklippur.

Um aðgengi og not

 • Um aðgengi og not:

  Aðgangur er öllum heimill

 • Skilyrði er stjórna endurgerð:

  Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

 • Tungumál:

  Íslenska og enska

Tengt efni

 • Tengt efni:

  Kvennasögusafn Íslands:

  KSS 63. Rauðsokkahreyfingin.

  KSS 146. Guðrún Ágústsdóttir.

  KSS 2020/5. Guðrún Ágústsdóttir, Kvennaathvarfið.

Um lýsinguna

 • Athugasemdir skjalavarðar:

  Skráð af Emmu Björk Hjálmarsdóttur þann 13. september 2021.

 • Reglur eða aðferð:

  Skráningin byggir á ISAD(G) staðlinum

 • Dagsetning lýsingar:

  13. september 2021


Skjalaskrá

askja 1

A. Skjöl Guðrúnar Ágústsdóttur í tímaröð.

Stofnun Rauðsokkahreyfingarinnar (arkir 1-10).

örk 1: „. . . . . samtökin“ stofnun Rauðsokkahreyfingarinnar, 1970.

örk 2: Útdráttur á nokkrum köflum bókarinnar Kvinden i klassesamfundet eftir Hanne Reintoft, apríl 1973.

örk 3: Fréttatilkynningar frá Rauðsokkum, um fyrirvinnuhugtakið, um alþjóðlegan baráttudag kvenna 8. mars. Til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. Uppskrifaðar fréttir, Morgunblaðið janúar 1971 og 1. október 1971.

örk 4: Andóf aðgerðir, 19. júní. Staglið 1. tbl. 1976.

örk 5: Handskrifaðar ræður, ódagsett.

örk 6: Krógasel, úrklippa „Undirskriftir gegn börnum!“ og lög félagsins sem hugðist stofna dagheimili. 1974.

örk 7: Manifesto Womens Liberation Workshop, minnispunktar af námskeiði um ræðumennsku fyrir Rauðsokka, haldið af Baldi Óskarssyni. Dagatal frá 1975, „Í fyrra var þjóðhátíðarár, nú er kvennaár, hvað verður eiginlega næst?“.

örk 8: Gögn sem lágu saman, póstkort frá Önnu Sigurðardóttur til Guðrúnar Ágústsdóttur, jólin 1985. Skeyti frá Önnu Sigurðardóttur til Guðrúnar í desember 1985. Þakkarkort – útför Önnu Sigurðardóttur. Útprentað skjal af timarit.is, Þjóðviljinn 19. október 1975.

örk 9: Kvenþjóð – karlþjóð, Kvennastörf og tvískipting vinnumarkaðarins eftir Rannveigu Jónsd. og Auðun Sæmundsson. Úr 19. júní árið 1982.

örk 10:  Ett Kvinnoparadis pa jorden? Grein eftir Guðrúni Ágústsdóttur, 1988.

 

Alþjóðleg kvennaráðstefna á Íslandi (arkir 11-33)

örk 11: Samskipti Guðrúnar Agnarsdóttur við erlenda samstarfsaðila, Dorothy Inglis og Madeleine Gariépy-Dubuc frá 1990. Skeyti frá Barböru Green og Kathy Bonk.

örk 12: Bréf frá Álfheiði Ingadóttur til Barböru Green varðandi ráðstefnu á Íslandi. Bréf til Barböru frá Guðrúni og svar frá Barböru, 1990.

örk 13: Tillögur um titil á ráðstefnunni „New structures of Power: Beyond the male model“.

örk 14: Bréf frá Barböru Green til Guðrúnar Agnarsdóttur, nóvember 1990. Svar frá Guðrúnu til Barböru.

örk 15: Bréf frá Guðrúni Agnarsdóttur til Kathy eða Barböru. 1991.

örk 16: Bréf frá Guðrúni Agnarsdóttur til Steingríms  Hermannssonar, vegna fyrirhugaðrar alþjóðlegrar kvennaráðstefnu á Íslandi. 1991.

örk 17: Visions of  the future – new choices, Alþjóðleg ráðstefna kvenna haldin á Íslandi 16-23 júní 1991.

örk 18: Bréf frá Kathy til Guðrúnar Agnarsd. 1991. Varðandi ráðstefnu kvenna.

örk 19: Um bókina Backlash eftir Susan Faludi.

örk 20: Undirbúningsnefnd alþjóðlegrar kvennaráðstefnu í Reykjavík, júní 1991. Stakt blað þar sem Auður Styrkársdóttir er nefnd í „Notes on contributors“. Tillaga til ríkistjórnarinnar frá forsætisráðherra, styrkur til undirbúnings alþjóðlegri kvennaráðstefnu á Íslandi 1991.

örk 21: Launaseðill Guðrúnar Agnarsd. frá KRFÍ.

örk 22: Punktar frá Álfheiði Ingadóttur og Guðrúnu Ágústsdóttur varðandi alþjóðlega kvennaráðstefnu. Dagskrá Kvinner I Europa ráðstefnu.

örk 23: Ágrip, alþjóðleg kvennaráðstefna í Reykjavík, „Visions of the future – new choices“.

örk 24: Frásögn af fundarferð til Washington, 17.-20. desember 1990. Guðrún Agnarsdóttir.

örk 25: Bréf til Guðrúnar Agnarsdóttir frá Irene Natividad. Varðandi global summit of women. 1992.

örk 26: Bréf frá Guðrúni til Barböru, 1990.

örk 27: Ljósrit, fax sent til Guðrúnar Agnarsd. frá Madeleine Gariépy-Dubuc.

örk 28: Fax frá Kathy Bonk varðandi alþjóðlega kvennaráðstefnu.

örk 29: Bréf frá Guðrúni Agnarsd. til Irene Natividad og stjórnar Hlaðvarpans og kvennasamtaka stjórnmálaflokkanna.

örk 30: Bréf frá Barböru Green til Guðrúnar Agnarsd. 1990.

örk 31: Vélrituð símtöl við Barböru Green. Bréf frá Barböru til Guðrúnar. 1990.

örk 32: Visions of the future – new choices, um ráðstefnuna 1991.

örk 33: Bréf frá Barböru, 1990. Til Guðrúnar. Bréf frá Guðrúnu til Irene og Kathy.

 

Á rauðum sokkum (arkir 34-38).

örk 34: Ræða flutt á Austurvelli um kvennafrídaginn 24. október 1975.

örk 35: Erindi hjá Eldri VG, Guðrún Ágústsdóttir „Á undan sinni samtíð. Svava og við hinar í Rauðsokkahreyfingunni“. 1980.

örk 36: Styrkumsóknir vegna útgáfu bókarinnar Á rauðum sokkum, upplýsingar um uppsetningu bókarinnar.

örk 37: RIKK Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum, málþing um Rauðsokkahreyfinguna og bókina Á rauðum sokkum.

örk 38: Málþing Kvennasöguáfanga Kvennaskólans í Reykjavík 22. nóvember 2016. Ræður og fleira vegna útkomu bókarinnar Á rauðum sokkum.

 

askja 2

B. Bæklingar og úrklippur. Í tímaröð.

örk 1: Tímaritið Samvinnan frá árinu 1971, Konan er maður.

örk 2: Úrklippur frá 1971-1976. Þjóðviljinn, Bankablaðið, erlent dagblað.

örk 3: Úrklippur vegna fóstureyðingafrumvarpsins, frá árinu 1975, Álfheiður Ingadóttir tók saman.

örk 4: Úrklippur frá 1974-1975, Þjóðviljinn.

örk 5: Vogin, fréttabréf Jafnréttisráðs. 8. árg, 2 tbl. 1990. Um nýtt frumvarp um fæðingarorlof. Úrklippa, Vera 2 tbl, 1998, viðtal við Vilborgu Harðardóttur.

örk 6: Kvinno-bulletin, um kvennafríið og viðtal við Guðrúni Ágústsdóttur. Frá árinu 1987.

örk 7: Úrklippa, Kvennafrídagurinn 2010. Já! – Ég þori, get og vil.

örk 8: Fréttablaðið, Kvennabarátta í 100 ár. 2015. Viðtal við Rauðsokka árið 2016. Úrklippa um Á rauðum sokkum. Viðtal við Elísabetu Gunnarsdóttur frá 2011.

örk 9: Bæklingar. Dreifirit 2. Bréf um vinnutíma frá Jafnréttisnefnd Neskaupstaðar. Bæklingur frá Hagstofu Íslands, Konur og karlar 1994. Samningar um afnám allrar mismununar gegn konum, bæklingur frá Félagsmálaráðuneytinu 1996. Auglýsingar: Blaðamaður með myndavél, Ljósmyndir Vilborgar Harðardóttur og Vinna kvenna í 100 ár.


Fyrst birt 15.09.2021

Til baka