Skjalasöfn í stafrófsröð

Ásta Sigurðardóttir (1930–1971) [Litheyrn]. KSS 172.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Kvennasögusafn Íslands

  • Safnmark:

    KSS 172

  • Titill:

    Ásta Sigurðardóttir

  • Tímabil:

    1948

  • Umfang:

    Ein askja 

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 172. Ásta Sigurðardóttir. Einkaskjalasafn.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Ásta Sigurðardóttir (1930–1971), skáld og listakona

  • Lífshlaup og æviatriði:

    Ásta Sigurðardóttir var fædd 1. apríl 1930 að Litla-Hrauni í Kolbeinsstaðahreppi á Snæfellsnesi. Ásta ólst þar upp til 14 ára aldurs en þá flutti hún til Reykjavíkur. Hún lauk landsprófi árið 1946. Eftir það fór hún í Kennaraskólann og útskrifaðist með kennarapróf árið 1950. Hún lagði þó ekki kennslu fyrir sig heldur sýndi listræna hæfileika, bæði á sviði bókmennta sem og listarænna greina á borð við grafík, leirkerasmíð- og skreytingar, myndlistar o.fl. Ásta er best þekkt sem skáld og listakona.

    Ásta tók saman við Þorstein frá Hamri árið 1957 og eignuðust þau fimm börn en fyrir átti Ásta einn son. Hún og Þorstein slitu samvistum. Síðar giftist hún Baldri Guðmundssyni. Ásta lést þann 21. desember 1971.

    Heimild: Skáld.is

  • Varðveislusaga:

    Óvíst

  • Um afhendingu:

    Valborg Sigurðardóttir gaf Kvennasögusafni 1. maí 2004.

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    Lýsing Ástu Sigurðardóttur á litheyrn sinni frá 23. nóvember 1948. Tvær vélritaðar blaðsíður.

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Aðgangur er öllum heimill

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

  • Tungumál:

    Íslenska

Tengt efni

  • Tengt efni:

    Kvennasögusafn:

    Handritasafn:

    • Lbs 300 NF. Ásta Sigurðardóttir. Einkaskjalasafn.

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Rakel Adolphsdóttir setti á sérstakt safnmark 8. september 2021. Var áður skráð í öskju ásamt öðrum smáum afhendingum.

  • Reglur eða aðferð:

    Skráningin byggir á ISAD(G) staðlinum

  • Dagsetning lýsingar:

    8. september 2021


Skjalaskrá

askja 1

örk 1:

  • Gjafabréf frá Valborgu Sigurðardóttur
  • Lýsing Ástu Sigurðardóttur á litheyrn sinni frá 23. nóvember 1948. Tvær vélritaðar blaðsíður.

Fyrst birt 13.09.2021

Til baka