Skjalasöfn í stafrófsröð

Sveinsína Narfadóttir (1900–1988). KSS 2021/16.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Kvennasögusafn Íslands

  • Safnmark:

    KSS 2021/16

  • Titill:

    Sveinsína Narfadóttir

  • Tímabil:

    1915–1973

  • Umfang:

    Ein askja

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2021/16. Sveinsína Narfadóttir. Einkaskjalasafn.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Sveinsína Narfadóttir (1900–1988)

  • Lífshlaup og æviatriði:

    Fædd að Kirkjuvegi 6, sem þá nefndist Daðakot, 5. júlí 1900. Lést 30. september 1988. Foreldrar hennar: Narfi Jónsson (1897–1947) stýrimaður og Sigríður Þórðardóttir (f.1871), gift 23. nóvember 1890. Sveinsína vann kaupavinnu í fiskvinnslu. Vann við ræstingar á Bókasafni Hafnarfjarðar í 19 ár. Hún var oft kölluð Sveina í Bala (Austurgata 43) og bjó lengst af ævi sinnar þar, í húsi sem faðir hennar hafði byggt. Eiginmaður hennar var Stefán G. Helgason (1897–1968), þau giftu sig árið 1939. Sonur þeirra: Gunnar Helgi, hann kvæntist Ólínu Ágústsdóttir árið 1963 og eignuðust þau tvö börn: Þóru Jennýju og Stefán Svein. Félagsstörf: Kvenfélag Hafnarfjarðar og félagi í Góðtemplarareglan frá 1916.

     

    Heimildir: Morgunblaðið 5. júlí 1970, bls. 22

  • Varðveislusaga:

    Úr fórum afkomenda Sveinsínu.

  • Um afhendingu:

    Barst um hendur Sigrúnar Klöru Hannesdóttur þann 1. september 2021.

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    Ein askja, fjórar arkir. Inniheldur handskrifaðar minningar Sveinsínu af kaupavinnu, símskeyti og heillaóskir til foreldra hennar sem og ömmu hennar og afa. Auk þess er leyfisbréf foreldrar tengdadóttur Sveinsínu.

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Aðgangur er öllum heimill

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

  • Tungumál:

    Íslenska

Tengt efni

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Rakel Adolphsdóttir flokkaði og skráði 8. september 2021.

  • Reglur eða aðferð:

    Skráningin byggir á ISAD(G) staðlinum

  • Dagsetning lýsingar:

    8. september 2021


Skjalaskrá

askja 1

  • örk 1: Minning Sveinsínu um kaupavinnu [handskrifuð, 11 blöð]
  • örk 2: Símskeyti til Sveinsínu 1923–1975 [9 skeyti]
  • örk 3: Heillaóskir og símskeyti til Narfa og Sigríðar 1915–1946 [13 óskir og skeyti]
  • örk 4: Leyfisbréf 1937: Ágúst Eiríksson og Þóra Jenný Pétursdóttir

Fyrst birt 08.09.2021

Til baka