Skjalasöfn í stafrófsröð

Guðrún Ágústsdóttir (f. 1947), Kvennaathvarfið. KSS 2020/5.


Lýsandi samantekt

 • Varðveislustaður:

  Kvennasögusafn Íslands

 • Safnmark:

  KSS 2020/6

 • Titill:

  Guðrún Ágústsdóttir, Kvennaathvarfið.

 • Tímabil:

  ca. 1990-1996

 • Umfang:

  Níu öskjur

 • Tilvitnun:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2020/5. Guðrún Ágústsdóttir, Kvennaathvarfið. Einkaskjalasafn.

Samhengi

 • Nöfn skjalamyndara:

  Guðrún Ágústsdóttir (f. 1947), bæjarfulltrúi

 • Lífshlaup og æviatriði:

  Fædd 1. janúar 1947. Menntun: Gagnfræðapróf frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1964, enskunám í London 1965-1966 og við Edinborgarháskóla 1976. Nám við MH 1979-1982. Einn af stofnendum Rauðsokkahreyfingarinnar. Hefur ssem dæmi starfaði sem flugfreyja hjá Flugfélagi Íslands 1966 og 1967. Fulltrúi hjá Hjúkrunarskóla Íslands 1971-1975 og 1978-1987. Framkvæmdastjóri 1986-1988 við undirbúning Norræns kvennaþings í Ósló og í framkvæmdastjórn þingsins á vegum Norrænuráðherranefndarinnar. Aðstoðarmaður menntamálaráðherra 1988-1991. Starfsmaður Þjóðviljans 1991. Framkvæmdastjóri 1991-1992 við undirbúning Vestnorræns kvennaþings á Egilsstöðum. Fræðslu- og kynningarfulltrúi Kvennaathvarfsins 1991-1994. Borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins 1982-1990 og Reykjavíkurlistans 1994-2002. Í borgarráði 1994-1998. Ritstörf: Ritstjóri Tilveru, blaðs Kvennaathvarfsins, 1991-1994. Í ritstjórn kynningarrits á ensku um íslenska menningu,1990-1991.
  (Heimild: Samtíðarmenn 2003)

 • Varðveislusaga:

  Úr fórum hennar sjálfrar

 • Um afhendingu:

  Afhent af henni sjálfri á skrifstofu Kvennasögusafns 6. maí 2020. Guðrún afhenti á sama tíma gögn Álfheiðar um Kvennaathvarfið og Baráttusamtök um sjálfsákvörðunarrétt kvenna og er það safn á safnmarkinu KSS 2020/6.

Innihald og uppbygging

 • Umfang og innihald:

  Tíu öskjur. Inniheldur fundarboð, ársreikninga, fylgiskjöl, skýrslur og gögn frá norrænum samstarfsaðilum.

 • Grisjun:

  Engu var eytt eða grisjað.

 • Viðbætur:

  Viðbóta er von frá Guðrúnu Ágústsdóttur, það sem snýr ekki að Kvennaathvarfinu verður sett á nýtt safnmark eftir afhendingu.

 • Frágangur og skipulag:

  Innri formgerð skipulagt af Agnesi Jónasdóttur. Skipulag er bæði í tímaröð og síðan eftir tegund efnis.

  Skjalaflokkar eru eftirfarandi:

  A. Lög Kvennaathvarfsins, starfsdagar og fundir.

  B. Nefndarseta. Ljósrit, bæklingar og ársskýrslur.

  C. Bréfasafn.

  D. Ýmislegt, skýrslur og fleira.

  E. Úrklippur úr dagblöðum og tímaritum.

  F. Munir: nælur.

  G. Ljósmyndir.

Um aðgengi og not

 • Um aðgengi og not:

  Aðgangur er öllum heimill

 • Skilyrði er stjórna endurgerð:

  Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

 • Tungumál:

  Íslenska, enska, sænska og danska.

 • Leiðarvísar:

  Leiðarvísir fylgdi ekki með afhendingu gagna.

Tengt efni

Um lýsinguna

 • Athugasemdir skjalavarðar:

  Agnes Jónasdóttur flokkaði safnið í skjalaflokka sem hluta af verkefni við skjalavörslu í Háskóla Íslands í desember 2020. Hún flokkaði öskju 1 niður í arkir. Emma Björk Hjálmarsdóttir, sumarstarfsmaður Landsbókasafns, tók við skráningunni í júlí 2021 og fór eftir skipulagi Agnesar til hlítar, kom gögnum fyrir í nýjum öskjum og merkti með límmiðum.

  Viðbót barst 6. desember 2021, efni sem varðar Kvennaathvarfið: úrklippur, nælur og ljósmyndir, og var bætt við safnið.

 • Reglur eða aðferð:

  Skráningin byggir á ISAD(G) staðlinum

 • Dagsetning lýsingar:

  Desember 2020, júlí 2021.


Skjalaskrá

askja 1

A1. Lög Kvennaathvarfsins, starfsdagar og fundir.

 • Örk 1: Lög samtaka um kvennaathvarf.
 • Örk 2: Yfirlit um opinbera styrki til Kvennaathvarfsins frá upphafi, 24. september 1986.
 • Örk 3: Lög samtaka um Kvennaathvarf.
 • Örk 4: Lög samtaka um Kvennaathvarf.
 • Örk 5: Fundur með starfsmönnum Kvennaathvarfs 18. október 1991.
 • Örk 6: Annáll um barnastarfið 1991, Díana Sigurðardóttir.
 • Örk 7: Starfsdagur 13. febrúar 1992, samtök um kvennaathvarf.
 • Örk 8: Handskrifaðar glósur, starfsdagur 30. október 1992.
 • Örk 9: Tillögur að lagabreytingum samtaka um kvennaathvarf á aðalfundi 1992.
 • Örk 10: Annáll ársins 1992.
 • Örk 11: Handskrifuð fundargerð, starfsdagur 11. október 1993.
 • Örk 12: Fjárhagsáætlun 1994.
 • Örk 13: Um störf endurskoðunarnefndar.
 • Örk 14: Starfið 1992 og 1993.
 • Örk 15: Skýrsla vakthóps fyrir árið 1993.
 • Örk 16: Starfsemi kvennaathvarfins 1994 og 1993.
 • Örk 17: Félagsfundur í Hlaðvarpanum 24. febrúar 1994.
 • Örk 18: Barnastarf í Kvennaathvarfinu.
 • Örk 19: Ljósrit af tilboði í starf ásamt kostnaðaráætlun vegna frágangs í kjallara.
 • Örk 20: Bréf til hreppsnefndar Vopnarfjarðar, 5. maí 1994.
 • Örk 21: Blaðamannafundur vegna opnunar Þjónustumiðstöðvar Samtaka um Kvennaathvarf, þann 2. júní (óvitað hvaða ár).
 • Örk 22: Til fundar framkvæmdarnefndar Samtaka um kvennaathvarf 18. október 1994.
 • Örk 23: Greinargerð frá stjórn samtaka um kvennaathvarf vegna fyrirhugaðrar endurskipulagninar á fjárhagsstöðu samtakanna.
 • Örk 24: Úrklippur, varðandi fjárdrátt starfskonu.
 • Örk 25: Ljósvakahandrit, frétt um Kvennaathvarfið.
 • Örk 26: Ljósrit, framlög til samtaka um Kvennaathvarf og Stígamóta 1995.
 • Örk 27: Frásögn af fundi með formanni UMFÍ, Pálma Gíslasyni 12. maí 1993, vegna galla á Öldugötu 4. Söluyfirlit Öldugata 4. Mál í Héraðsdómi, UMFÍ gegn Samtökum um Kvennaathvarf.
 • Örk 28: Starfsauglýsing Kvennaathvarfið.
 • Örk 29: Drög að spurningalista fyrir konur sem gist hafa Kvennaathvarfið. Skýrslu eyðublöð.
 • Örk 30: Húsreglur Kvennaathvarfsins.
 • Örk 31: Fyrirlestur um innra starf Kvennaathvarfsins.
 • Örk 32: SUK stofnuð 1982.

 

askja 2

A2. Kennsla og fyrirlestrar.

 • Örk 1: Akureyri 1991, kynning á Kvennaathvarfinu.
 • Örk 2: Kennsla, janúar 1992.
 • Örk 3: Kennsla, barna og unglingageðdeild 9. september 1993.
 • Örk 4: Námskeið samtaka um Kvennaathvarf, 1994. Erindi flutt í Grisslehamnm, þýtt á sænsku.
 • Örk 5: Fyrirlestur 1994 „Hvar verður næsta ráðstefna Norræna kvenna gegn ofbeldi?“
 • Örk 6: Er ofbeldi minna á Íslendi en í hinum löndunum? dreifirit og algengar staðhæfingar um ofbeldi á eiginkonum, eru þær réttar?
 • Örk 7: Námskeið í mars 1996.
 • Örk 8: Ræða Guðrúnar Ágústsd. á ráðstefnu um kvennaofbeldi 1997 í HÍ.
 • Örk 9: Þýðing, óvitað hver upprunalegi textinn er. Ódagsett.
 • Örk 10: Glósur eða punktar fyrir fyrirlestur. Fyrirlestur/ræða Guðrúnar. Ódagsett.
 • Örk 11: Er ofbeldi minna á Íslandi en í hinum löndunum? Tölfræði um heimilisofbeldi í Danmörku og Bretlandi. Ýmis lög sem tengjast heimilisofbeldi.
 • Örk 12: Heimilisófriður, verkleg æfing hjá Lögregluskóla Ríkisins, ódagsett.
 • Örk 13: Hefti um ofbeldi – að gefnu tilefni.
 • Örk 14: Dönsk rannsókn frá 1992 um heimilisofbeldi. Um andlegt ofbeldi. Barnastarfið í athvarfinu. Leiðir til úrbóta. Um vald og stjórnun.
 • Örk 15: Ofbeldi og kynlíf.
 • Örk 16: Upplýsingar um athvarfið á íslensku og ensku.
 • Örk 17: Það á ekki að vera lífshættulegt að leita réttar síns. Um ofbeldi gegn eiginkonum.
 • Örk 18: 10 ára afmæli athvarfsins.
 • Örk 19: Ræða GÁ, Ofbeldi og kynlíf.
 • Örk 20: Leiðir til úrbóta, kostnaður þjóðfélagsins.

 

askja 3 (mjó askja)

A2. Glærur - kennsla og fyrirlestrar.

 • Örk 21: Glærur um starfið í Kvennaathvarfinu.
 • Örk 22: Glærur um heimilisofbeldi, um norska karlanefnd, áhrif á börn.
 • Örk 23: Glærur, félagsfundur í Hlaðvarpanum  24. febrúar 1994.
 • Örk 24: Glærur, svar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Ingibjargar Sólrúnar um líkamlegt ofbeldi á heimilum. Um andlegt ofbeldi. Saga. Bresk tölfræði. Dæmi um áverka á 16 konum sem komu í athvarfið árið 1991.
 • Örk 25: Glærur, tillaga að hegningalagabreytingu, saga, dagbókarglefsur, saga IV, um barnastarfið, frá ráðstefnunni Karlar gegn ofbeldi 1994, tölfræði.
 • Örk 26: Kynferðislegt ofbeldi, algengar ofsóknaraðferðir, komur í Kvennaathvarfið 1994, glærur frá tíma GÁ í borgarstjórn um heimilisofbeldi.

 

askja 4

B1. Ljósrit, bæklingar og ársskýrslur.

 • Örk 1: Perspectives in psychiatric care, ljósrit.
 • Örk 2: Strategies for the elimination of violence against women in society: the media and other means, ljósrit.
 • Örk 3: Vold ude og hjemme. Fire Eyes, um umskurð kvenna. Ljósrit á sænsku.
 • Örk 4: Edgar Borgenhammar, Bristen pa tillit skada samhallet, ljósrit. Bæklingur um heimilisofbeldi – House of Ruth. Apropa tímarit, ljósrit. Færeyskt Kvennaathvarf Kvinnuhúsið, bæklingar. Hefti „Fran valdtakt och misshandel till prostutution“.
 • Örk 5: Hefti, Landseminar for lokk 1993.
 • Örk 6: SMI menn, Stottesenter mot incest – menn. Ársskýrsla frá 1993.
 • Örk 7: Gíróseðill frá sænskum banka. Bæklingur frá Esbjerg krise- og aktivitetcenter. Hefti „Androcentrin i juridisk utbildning“. Seksuelle overgreb mod born, ljósrit.
 • Örk 8: Ljósrit, What Violence is eftir Newton Garver.
 • Örk 9: Hann meiðir mömmu, áhrif heimilisofbeldis á börn eftir Dr. Zuilmu Gabrielu Sigurðardóttur.
 • Örk 10: Samhallet maste fördöma vald mot kvinnor, grein í blaði.
 • Örk 11: Hefti, Ofbeldi. Eftir Garðar Gíslason, Hjördísi Þorgeirsd. og Ingólf V. Gíslason
 • Örk 12: Ofbeldisáverkar faraldsfræðileg athugun í Reykjavík, ljósrit úr Læknablaðinu.
 • Örk 13: Hefti, áhrif heimilisofbeldis á börn.
 • Örk 14: Ofbeldi í íslenskum fjölskyldum, ljósrit.
 • Örk 15: Ofbeldi og árásahneigð, ljósrit.
 • Örk 16: Ritgerð í afbrotafræði um heimilisofbeldi, Hugrún Jóhannesd.
 • Örk 17: Violence against women in Iceland, ljósrit á ensku eftir Ingólf V. Gíslason.
 • Örk 18: Ljóð eftir Önnu S. Björnsd. Ljósrit af dönsku efni „Det er ikke din skyld! – om incest og seksuelle overgreb“.
 • Örk 19: Tvö hefti á dönsku, ljósrit af greininni „Man berattar varfor de slar kvinnor“.
 • Örk 20: Grein, viðhorf til jafnréttismála, félagaþáttaka og fleira – vitneskja um ofbeldi, Kvennaráðgjöfin tölfræðilegar upplýsingar. Viðtöl við fólk sem meðhöndlar ofbeldismenn.
 • Örk 21: Ársskýrslur SUK 1993.

 

askja 5

B2. Nefndarseta. Nefnd um heimilisofbeldi og annað ofbeldi gegn konum og börnum á Íslandi.

 • Örk 1: Íslenska ofbeldisrannsóknin. 1996.
 • Örk 2: Heimilisofbeldi og annað ofbeldi á Íslandi. 1996.
 • Örk 3: Bréf til Guðrúnar, skipun í nefnd til þess að kanna orsakir, umfang og afleiðingar heimilisofbeldis. Fréttatilkynning um nefndina. Tillögur til þingsálykta varðandi nefnd um ofbeldi.
 • Örk 4: Þýðing á spurningalistum Inger Koch Nielsen og Else Christenssen vegna könnunar á ofbeldi hér á landi.
 • Örk 5: Fundir hjá nefndinni um heimilisofbeldi og annað ofbeldi gegn konum og börnum á Íslandi. Bréf frá SUK til Guðrúnar varðandi samantekt Mörtu Kristínar Hreiðarsdóttur um Ofbeldi gagnvart konum.
 • Örk 6: Spurningalisti Nielsen og Christenssen, þýðing og afrit af dönsku spurningalistunum.
 • Örk 7: Fundir nefndarinnar.
 • Örk 8: Spurningalisti Gelles og Straus hvað varðar ofbeldi gagnvart konum.
 • Örk 9: Spurningalisti Pat Tjaden Center for Policy Research.
 • Örk 10: Sjötti og sjöundi fundur nefndarinnar, listi yfir norræna fræðimenn?, Ritaskrá um Ofbeldi tekin saman af Ingólfi Gíslasyni. Gögn er varða nefndina.
 • Örk 11: Annar fundur nefndarinnar. Fundarboð, skýrsla um tíðni og eðli ofbeldis.
 • Örk 12: Skýrsla dómsmálaráðherra um orsakir, umfang og afleiðingar heimilsofbeldis og annars ofbeldis gegn konum og börnum. Kafli í skýrslu nefndarinnar.

 

askja 6 (mjó askja)

B3. Úrklippur.

 • Örk 1: Niðurstöður könnunar dómsmálaráðuneytisins, „Fjölskyldan – Ofbeldisfyllsta stofnun samfélagsins.“
 • Örk 2: Veggurinn er vitnið eftir Margréti V. Helgadóttur.
 • Örk 3: Ljósrit af Morgunblaðinu, tillögur að öryggismyndavélum í miðbæ Reykjavíkur.
 • Örk 4: Feður og barnavernd, úrklippa mbl. Grein eftir Regínu Ástvaldsdóttir.
 • Örk 5: Grein úr dönsku blaði, ljósrit.
 • Örk 6: Karlar gegn ofbeldi, mbl „Stuðningur annarra karla bjargaði hjónabandinu.“
 • Örk 7: Grein, Heidi Greenfield „Meðferð fyrir ofbeldismenn er aðstoð við fórnarlömbin“ mbl.
 • Örk 8: Af hverju ofbeldissamband? grein eftir Sæunni Valdimarsd. Úrklippa mbl.
 • Örk 9: Úrklippa mbl. „Furðulegt áhugaleysi“ um styrk til SUK.
 • Örk 10: Úrklippa, „Borgarstjóri með múður“, um skerðingu á fjárveitingu til Kvennaathvarfsins.
 • Örk 11: Úrklippa, Pressan. „Margra ára ofbeldi taldist minniháttar líkamsárás.“
 • Örk 12: Úrklippa, Tíminn. „Tímamóatadómur en vægur.“
 • Örk 13: Nokkrar smærri úrklippur. Fyrirsagnir: Umfang heimilisofbeldis. Aukið ofbeldi milli sambúðarfólks, en minna milli þeirra sem slitið hafa sambúð. Konan er vitlaus, það er ekkert að mér.
 • Örk 14: Det handler om köb og salg – ikke om sex, úrklippa úr Dagbladet.
 • Örk 15: Menn sem berja konur sínar.
 • Örk 16: Meðferð á ofbeldismönnum getur gefið góða raun, mbl.
 • Örk 17: Ég hef sterk bein, mbl. Halldóra Hilmarsdóttir segir frá málarekstri á hendur sambýlismanni sem misþyrmdi henni.
 • Örk 18: Ofbeldi kynjanna, grein eftir Sæunni Kjartansd.
 • Örk 19: Tölfræði um kynferðislegt ofbeldi á Íslandi, DV.
 • Örk 20: Tímabær refsidómur, grein eftir Hansínu B. Einarsdóttir.
 • Örk 21: Hvert eiga þolendur ofbeldis að leita? grein eftir Valgerði Magnúsdóttur.
 • Örk 22: Eru barsmíðir réttlætanlegar? Skal ek nú muna þér kinnhestinn, grein eftir Guðrúnu Guðlaugsd.
 • Örk 23: Tökum bara við konum sem búa við ofbeldi, grein eftir Guðrúni Ágústsd. Tíminn.

 

askja 7 (mjó askja)
C. Bréfasafn.

 • Örk 1: Bréf varðandi átakið Ofbeldi snertir okkur öll. 20. september 1995. Sendandi Þórður Magnússon og Kristín H. Kristinsd.
 • Örk 2: Handrit að sjónvarpsauglýsingum vegna átaksins Vinnum saman gegn ofbeldi.
 • Örk 3: Ýmis bréf frá Guðrúni Ágústsd. á dönsku, sænsku.
 • Örk 4: Bréf frá Guðrúni til Stígamóta, 4. október 1994. Bréf frá Kvennaathvarfinu til Gunnars Sandholt varðandi norrænt samstarf. Bréf á dönsku varðandi kostnað á ráðstefnu. Bréf á dönsku til fulltrúa á ráðstefnu, 14. september 1993.
 • Örk 5: Ljósrit af handskrifuðu bréfi. Bréf frá Marie Berglund, ódagsett.

 

askja 8

D1. Ýmislegt, skýrslur.

 • Örk 1: Ársskýrsla fyrir árið 1990, Kvennaathvarfið.
 • Örk 2: Ársskýrlsa fyrir árið 1996, Kvennaathvarfið.
 • Örk 3: krisecentret for kvinder i Reykjavik – Island, skýrsla á dönsku.
 • Örk 4: Kvennaathvarf á tímamótum 1982 – 1992.
 • Örk 5: Fyrirlestur fluttur á málþingi Barnaheilla 24. apríl 1993, „Ofbeldi og áþján barna“ Barnastarfið í Kvennaathvarfinu.
 • Örk 6: Póstkort eftir Jenný Guðmundsd. 1991 til styrktar athvarfinu. „Mér líður illa þegar mamma er lamin“ bæklingur, bæklingar um starf athvarfsins. Hefti, „Þetta er líkaminn minn“.
 • Örk 7: Rapport um vold mod kvinder i Danmark, 1992.
 • Örk 8: Rannsókn á ofbeldi gegn konum, reynsla kvenna á aldrinum 18-80 ára á Íslandi.
 • Örk 9: Ársskýrsla Stígamóta árið 1994.
 • Örk 10: Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og unglingum, Aðalsteinn Sigfússon sálfræðingur.
 • Örk 11: Skýrsla, Lögreglan í Reykjavík, Rán í Reykjavík 1987 – 1997.
 • Örk 12: Skýrsla, Lögreglan í Reykjavík. Heimilisofbeldi í Reykjavík 1992 – 1993. (ath. er bundið inn í plast).
 • Örk 13: Skýrsla, Lögreglan í Reykjavík. Afbrot 18 ára og yngri í Reykjavík 1992-1993.

 

askja 9

D2. Ýmislegt

 • Örk 1: Listi yfir ýmis brot, t.d. líkamsmeiðingar. Texti við lög, Patience Agbabi 1992. Poised for change: domestic violence and legal reform in Iceland, Claire A. Smearman (47 bls).
 • Örk 2: Um heimilisofbeldi, á dönsku. Félagsleg og tilfinningaleg staða karla. Dom Vækker forargelse. Fjórar bls á ensku um „Family crimes“.Valdets normalisering process, eftir Evu Lundgren.
 • Örk 3: Sundurleitur texti á ensku um ofbeldi gegn konum. Afrit af ræðu um ofbeldi innan veggja heimilisins.
 • Örk 4: Upplýsingar um ofbeldi.
 • Örk 5: Við hvaða aðstæður á ofbeldi sér stað? Björn Zoega og Brynjólfur Mogensen.
 • Örk 6: Lögreglan í Reykjavík, viðhorfskönnun um afbrotamál í vesturbæ. Málþing um slys og forvarnir. Bylting í tölvuvæddri slysaskráningu.
 • Örk 7: Upplýsingar um heimilisofbeldi. Útprentaðar glærur Guðrúnar um tölfræði og fleira. Líkamsárásir í miðborg Reykjavíkur, umfjöllun.
 • Örk 8: Upplýsinar fyrir fyrirlesara vegna ráðstefnu um íslenskar kvennarannsóknir, 1995. Fyrirlestur G.Á á ráðstefnunni.
 • Örk 9: Nordiske kvinder mod vold, ráðstefna í Reykjavík 1995. Fyrirlestur Hildigunnar Ólafsd. á ráðstefnu um heimilisofbeldi 8. apríl 1997. Dagskrá ráðstefnunnar sama ár.
 • Örk 10: Nokkrar blaðsíður á dönsku, ráðstefna.
 • Örk 11: Límmiðar og skýrsla Ingólfs V. Gíslasonar um ráðstefnu í Stokkhólmi.
 • Örk 12: Minnisblað rannsóknarlögregla ríkisins. Vald og stjórn, upplýsingar. Upplýsingar um The Men‘s Treatment Centre.
 • Örk 13: Skjöl, upplýsingar um ofbeldi.
 • Örk 14: Handskrifaðar glósur GÁ. Launaseðill GÁ Kvennaathvarfið. Norrænt efni.
 • Örk 15: Born har ret til. Vores synlige og usynlige formodre. Ljósrit af grein um konu sem dvaldi í athvarfinu. Norrænt efni. Dagatal, mars 1994. Karlar gegn ofbeldi. Nokkrar barnateikningar. Heimilið, griðarstaður gerenda fagumræða um heimilisofbeldi.

askja 10 [Viðbót, barst í desember 2021]

E. Úrklippur úr tímaritum og dagblöðum.

 • Örk 1:
  • Úrklippa Tíminn. 8. Mars 1994, Krefjast bóta í réttarkerfinu.
  • Morgunblaðið. 8. Mars 1994, Meirihluta þolenda innan við tvítugt.
  • DV. 12. Mars 1994, Barist gegn kynferðislegu ofbeldi.
  • Alþýðublaðið. Tvöfalt siðgæði fjölmiðlamanna.
 • Örk 2:
  • 19. Júní 1986. Þyrftum heila blokk segir Elísabet Gunnarsdóttir í viðtali um Kvennaathvarfið.
  • Kvennaráðstefnan, Konur geta styrkt hver aðra.
  • Eva Lundgren prófessor, Að ráða lífi og dauða.
  • Kvennasálfræði liður í jafnréttisbaráttu, Sigrún Harðardóttir.
  • Kvennaathvarfið 5 ára, Hildigunnur Ólafsdóttir.
  • Þögnin rofin, Drífa Hjartardóttir.
 • Örk 3: tvö kort sem voru seld til styrktar samtökum um Kvennaathvarf  eftir Jenný Guðmundsdóttur.

 F. Munir

 • Plaköt Kvennaathvarfið, 5 eintök.
 • Nælur.

G. Ljósmyndir.

 • 24 ljósmyndir í ljósmyndaplasti [einnig til í stafrænu afriti]
  • Myndirnar sýna aðallaga aðgerð Kvennaathvarfsins undir borðanum „við lifðum af kynferðisofbeldi“ sem fór fram 8. mars 1994. Ein mynd sýnir fjórar starfskonur Kvennaathvarfsins árið 1992 eða 1993 fyrir utan Hlaðvarpann: Jenný Anna Baldursdóttir, ónafngreind, Þorbjörg Valdimarsdóttir og Guðrún Ágústsdóttir,

Fyrst birt 03.08.2021

Til baka