Jun 22, 2021

Kvenréttindadagurinn 19. júní


Til hamingju með kvenréttindadaginn 19. júní!

Felix Bergsson, þáttastjórnandi Laugardagsmorgna á Rás 2, ræddi við Rakel Adolphsdóttur, fagstjóra Kvennasögusafns, um daginn og safnið. Hlusta má á viðtalið á heimasíðu RÚV en það byrjar á 01:54:00. Myndin við fréttina er af spólu úr skjalasafni Kvenréttindafélags Íslands [KSS 6, askja 24].

Jafnframt birtist mynd af dreifiriti C-listans frá árinu 1922 í Fréttablaðinu þann 19. júní en C-listinn var kvennalisti og þar efst á lista var Ingibjörg H. Bjarnason. Hún náði kjöri og varð því fyrst kvenna til að taka sæti á Alþingi. Engin kona var í framboði fyrir hina flokkana. Hér má nálgast Fréttablaðið frá kvenréttindadeginum 19. júní 2021 í heild sinni.19 juni frettabladid

 

 

19_juni_laugardagsmorgnar.jpg