Kvennasögusafn Íslands
KSS 169
María Þorsteinsdóttir
Ein askja
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 169. María Þorsteinsdóttir. Einkaskjalasafn.
María Þorsteinsdóttir (1914–1995)
María Þorsteinsdóttir fæddist á Hrólfsstöðum í Skagafirði 24. maí 1914. Hún lést í Reykjavík 4. júní 1995. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Björnsson (1889–1980) og Margrét Rögnvaldsdóttir (1889-1993). Hún átti tvær systur: Birna (1920–1979) og Guðrún (1925–1980).
María giftist Friðjóni Stefánsssyni (1911–1970) rithöfundi. Börn þeirra: Þorsteinn Stefán (1936–1961), Herborg Margrét (1937–2015) og Katrín Guðrún (1945–1990). Þau gengu sonardóttur sinni, Freyju (f. 1961) í foreldrastað.
María tók þátt í fjölmörgu félagastarfi í Reykjavík, meðal annars í Sósíalistaflokknum, Kvennalistanum, Menningar- og friðarsamtökum íslenskra kvenna og Íslensku friðarnefndinni. Þá var hún í MÍR og samtökum hernaðarandstæðinga. Hún starfaði um stund á Þjóðviljanum og vann á skrifstofu Starfstúlknafélagsins Sóknar 1962–1976.
Heimild: Morgunblaðið, 11. júní 1995
Úr fórum Maríu og Önnu Sigurðardóttur.
Meirihluta efnisins sendi María Þorsteinsdóttir 29. apríl 1982 sjálf. Annað safnaði Anna Sigurðardóttir á Kvennasögusafni. Óvíst hvaðan eitt erindi barst [örk 5], mögulega frá öðrum skjalasöfnum sem tengjast Maríu og eru varðveitt á Kvennasögusafni.
María sendi með pósti árið 1982:
Aðgangur er öllum heimill
Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd
Íslenska
Skjalaskrá Kvennasögusafns Íslands:
KSS 6. Kvenréttindafélag Íslands.
KSS 7. Menningar- og minningarsjóður kvenna.
KSS 11. Kvennalistinn.
KSS 17. Kvenfélag sósíalista.
KSS 31. Menningar- og friðarsamtök kvenna (MFÍK).
Ævisaga: Nanna Rögnvaldardóttir, Skilmálarnir hennar Maríu, Reykjavík 1991.
Rakel Adolphsdóttir setti á sér safnmark, tók saman lýsandi samantekt og skráði nánar í febrúar 2021.
Skráningin byggir á ISAD(G) staðlinum
9. febrúar 2021
askja 1
örk 1: Jólakort frá Maríu til Önnu Sigurðardóttur 1983, úrklippa samúð Katrín Guðrún 1990, tvö risblöð um feril Maríu sem hafa myndast á Kvennasögusafni
örk 2: Sjötugsafmæli Maríu: dagskrá, ræða Steinunnar Finnbogadóttur, ræða Önnu Sigurðardóttur [Anna Sigurðardóttir hefur safnað]
örk 3: Erindi um einstæðar ungar mæður [tvö vélrituð blöð, ártal óvíst, einnig óvíst hvenær var afhent, mögulega með annarri afhendingu]
örk 4: Útvarpserindi frá 1972 um heimsfriðarþing í Finnlandi
örk 5: Erindi: „Þriðji heimurinn“ [líklega Fórum ´80]
örk 6: Erindi, kvennráðstefnan Fórum ´80: „Komum í veg fyrir þriðju heimsstyrjaöldin“
örk 7: Úrklippur, greinar sem María skrifaði 1981–1982 [ljósritaðar]
Fyrst birt 09.02.2021