Skjalasöfn í stafrófsröð

Kvenfélagið Freyja á Skógarströnd (1934–1990). KSS 2021/2.


Lýsandi samantekt

 • Varðveislustaður:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

 • Safnmark:

  KSS 2021/2

 • Titill:

  Kvenfélagið Freyja á Skógarströnd

 • Tímabil:

  1934–1990

 • Umfang:

  Ein askja

 • Tilvitnun:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2021/2. Kvenfélagið Freyja á Skógarströnd. Einkaskjalasafn.

Samhengi

 • Nöfn skjalamyndara:

  Kvenfélagið Freyja á Skógarströnd (1934–1990)

 • Lífshlaup og æviatriði:

  Kvenfélagið Freyja Skógarströnd var stofnað árið 1934 og lagt niður 1990. Það var lagt niður vegna þess að margir voru að flytja úr sveitinni. Félagið hélt lengi þorrablót og um þau má lesa í bókinni.

 • Varðveislusaga:

  Steinunn Bjarnadóttir (f. 1935) var síðasti formaður félagsins. Hún var með bókina í sínum fórum og setti til skrifstofu Kvenfélagasambandsins á árunum 2003-2010.

 • Um afhendingu:

  Bókin barst um hendur Jennýjar Jóakimsdóttur, sem sér um skrifstofu Kvenfélagasambandsins, þann 21. janúar 2021.

Innihald og uppbygging

 • Umfang og innihald:

  Ein stór fundargerðarbók, í henni liggja skjöl félagsins og fáni þess.

 • Viðbætur:

  Ekki er von á viðbótum

Um aðgengi og not

 • Um aðgengi og not:

  Aðgangur er öllum heimill

 • Skilyrði er stjórna endurgerð:

  Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

 • Tungumál:

  Íslenska

Tengt efni

 • Tengt efni:

  KSS 103. Kvenfélagasamband Íslands.

Um lýsinguna

 • Athugasemdir skjalavarðar:

  Rakel Adolphsdóttir srkáði

 • Reglur eða aðferð:

  Skráningin byggir á ISAD(G) staðlinum

 • Dagsetning lýsingar:

  3. febrúar 2021


Skjalaskrá

Fundargerðarbók Kvenfélagsins Freyju á Skógarströnd 1934–1990. Í bókinni liggja reglur félagsins, fáni og laus blöð.


Fyrst birt 03.02.2021

Til baka