Skjalasöfn í stafrófsröð

Margrét Sigurðardóttir Hermannson (1915–1994). KSS 166.


Lýsandi samantekt

 • Varðveislustaður:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

 • Safnmark:

  KSS 166

 • Titill:

  Margrét Sigurðardóttir Hermannson

 • Tímabil:

  1970-1988

 • Umfang:

  Ein askja

 • Tilvitnun:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 166. Margrét Sigurðardóttir Hermannsson.

Samhengi

 • Nöfn skjalamyndara:

  Margrét Sigurðardóttir Hermannson (1915–1994)

 • Lífshlaup og æviatriði:

  Fæddist á Ísafirði 4. maí 1915 og lést í Helsingborg 23. maí 1994. Foreldrar hennar voru Sigurður Sigursson, sýslumaður Skagfirðinga og bæjarfógeti á Sauðárkróki, og kona hans Guðríður Stefanía Arnórsdóttir. Systkini hennar voru Sigurður listmálari, Stefanía Guðríður skrifstofumaður , Arnór verðlagseftirlitsmaður á Sauðárkróki, Stefán lögfræðingur, Hrólfur listmálari, Guðrún listmálari, Árni, sóknarprestur á Blönduósi, og Snorri skógfræðingur,

              Margrét fór til Danmerkur haustið 1939 og vann sem hjúkrunarkona á St. Hans-sjúkrahúsinu í Hróarskeldu. Hún fór til Svíþjóðar haustið 1940 og starfaði á sjúkrahúsinu í Gävle og háskólasjúkrahúsinu í Uppsölum. Margrét giftist 26. mars 1942 Olle Hermansson cand.jur. Voru þau gefin saman í ráðhúsinu í Uppsölum. Þau fluttust þá til Helsingborgar þar sem þau bjuggu upp frá því. Börn þeirra fjögur eru Nanna Stefanía, borgarminjavörður í Stokkhólmi, Gunnar, skipulagsarkitekt í Landskrona, Anders Snorri, starfsmannastjóri í Stokkhólmi, og Sigurður, hjúkrunarfræðingur í Stokkhólmi.

               Margrét gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á vegum Helsingborgar. Hún var borgarfulltrúi 1961-62 og 1967-82, fyrsti varaforseti borgarstjórnar 1980-1982, í skólanefnd 1956-73 og í hafnarstjórn 1974-82. Hún beitti sér innan borgarstjórnar Helsingborgar fyrir fjölmörgum líknar- og menningarmálum, var formaður í samtökunum „Umhyggja fyrir öldruðum“ og formaður Kvennadeildar Rauða krossins í Helsingborg. Fyrir störf sín í þágu borgarinnar hlaut Margrét gullheiðursmerki árið 1983. Hún var formaður í Félagi hægri kvenna/Íhaldsflokkskvenna 1964-76. Hún beitti sér innan flokksins fyrir hinu fyrsta raunverulega kvennaframboði í Svíþjóð árið 1973 og hlaut efsta konan á kvennalista flokksins þingsæti.

  Aska Margrétar var jarðsett í kirkjugarðinum á Sauðárkróki.

   

  Heimild: Morgunblaðið 23. júní 1994.

 • Varðveislusaga:

  Úr fórum fjölskyldu hennar.

 • Um afhendingu:

  2. september 1994. Olle Hermannsson, advokat i Helsingborg í Svíþjóð sendi dóttur sína Nönnu Hermannson með úrklippumöppu um konu sína Margréti Sigurðardóttir Hermannson fædd 4. maí 1915, dáin 23. maí 1994.

Innihald og uppbygging

 • Umfang og innihald:

  Ein askja með úrklippum sem er raðað á spjöld af afhendingaraðila, auk þess er upplýsingablað um Margréti.

 • Frágangur og skipulag:

  Safnið er skipulagt eins og það var afhent.

Um aðgengi og not

 • Um aðgengi og not:

  Aðgangur er öllum heimill

 • Skilyrði er stjórna endurgerð:

  Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

 • Tungumál:

  Sænska

Tengt efni

Um lýsinguna

 • Athugasemdir skjalavarðar:

  Rakel Adolphsdóttir skráði á safnmark og tók saman lýsandi samantekt 2. febrúar 2021. Úrklippurnar höfðu áður verið skráðar með safni KSS 44 [líklega fyrir mistök].

 • Reglur eða aðferð:

  Skráningin byggir á ISAD(G) staðlinum

 • Dagsetning lýsingar:

  2. ferúar 2021


Skjalaskrá

askja 1

Æviágrip, skrifað af eiginmanni Margrétar

Úrklippur frá stjórnmála- og félagastarfi Margrétar í Helsingborg


Fyrst birt 03.02.2021

Til baka