Skjalasöfn í stafrófsröð

Margrét Sigurðardóttir frá Saurhóli (1854–1940). KSS 167.


Lýsandi samantekt

 • Varðveislustaður:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

 • Safnmark:

  KSS 167

 • Titill:

  Margrét Sigurðardóttir frá Saurhóli

 • Tímabil:

  1938–2001

 • Umfang:

  Ein askja

 • Tilvitnun:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 167. Margrét Sigurðardóttir frá Saurhóli. Einkaskjalasafn.

Samhengi

 • Nöfn skjalamyndara:

  Margrét Sigurðardóttir frá Saurhóli (1854–1940)

  Sesselja Hrönn Guðmundsdóttir (1942–2017)

 • Lífshlaup og æviatriði:

  Margrét Sigurðardóttir fædd 7. október 1854 og dáin 19. september 1940. Foreldrar hennar voru Sesselja Jónsdóttir og Sigurður Ólafsson. Margrét var elst sex systkina.

  Giftist Bæring Jónssyni (1855–1900) sjómanni á Ísafirði. Eignuðust átta börn sem komust upp, meðal þeirra: Sesselja (1892–1979), Ingunn (1900–1903), Laufey (1896–1979), Jónína Ingibjörg (1881–1925), Sveinsína Þuríður (1890–1982).

  Eftir að Bæring lést var fjölskyldan leyst upp og Margrét fór í húsamennsku til Þorgils Friðrikssonar að Knarrarhöfn með tvær dætur sínar; Sesselju og Ingunni. Laufey (1896–1979) var með móður sinni af og til.

  Eftir að Sesselja fermdist árið 1906 og fór sjálf í vinnumennsku var Margét ein og vann á heimili dóttur sinnar, Jónínu á Hafstöðum, ásamt því að ferðast á milli bæja og sauma. Einnig smíðaði hún aska og spæni og skar út. Þá eru vísbendingar um að hún hafi klippt hár manna. Margrét var á skuld við hreppinn sem hún greiddi niður árið 1928 og var sérlega glöð með það. Margrét var hagyrðingur og Vísnakver hennar var gefið  út árið 1986.

  Heimildir: Æviágrip sem Sesselja Hrönn skrifaði. Æviágrip sem birtist í Vísnakveri (1986).

  Umfjöllun um Margréti á vefnum skald.is

 • Varðveislusaga:

  Úr fórum dótturdóttur Margétar, Fjólu Sigurðardóttur (1914–1999).

 • Um afhendingu:

  Afhent 6. júní 2001. Sesselja Hrönn Guðmundsdóttir (f. 1942) gefur bréf er tengjast langömmu hennar, Margréti Sigurðardóttur (1854-1940), ásamt kveri með vísum hennar og stuttu æviágripi.

Innihald og uppbygging

 • Umfang og innihald:

  Einkaskjalasafnið inniheldur prentað Vísnakver, eitt bréf og tvö opinber skjöl auk ljósrits af ljósmyndum og æviágripi sem langömmubarn skrifaði.

Um aðgengi og not

 • Um aðgengi og not:

  Aðgangur er öllum heimill

 • Skilyrði er stjórna endurgerð:

  Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

 • Tungumál:

  Íslenska

Tengt efni

Um lýsinguna

 • Athugasemdir skjalavarðar:

  Skráð af Erlu Huldu Halldórsdóttur við afhendingu 2001. Endurskráð af Rakel Adolphsdóttur, sem gerði við það lýsandi samantekt, 3. febrúar 2021.

 • Reglur eða aðferð:

  Skráningin byggir á ISAD(G) staðlinum

 • Dagsetning lýsingar:

  Skráð 2001 og endurskráð 3. febrúar 2021.


Skjalaskrá

askja 1

Vísnakver. Gefið út árið 1986.

Örstutt æviágrip skráð af Sesselju Hrönn Guðmundsdóttur, 2001. 

Bréf Margrétar til Fjólu 21. ágúst 1938.

Yfirlýsing frá Hvammshreppi um greidda sveitarskuld Margrétar, 24. desember 1928. 

Bréf frá prófasti Valsprófastsdæmis um fæðingar- og dánardægur Bierings Jónssonar, 30. ágúst 1944.

Ljósrit af tveimur ljósmyndum af Margréti, teknar 1902 og 1936.


Fyrst birt 03.02.2021

Til baka