Skjalasöfn í stafrófsröð

Húsmæðraskóli Reykjavíkur, ljósmyndir. KSS 165.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

  • Safnmark:

    KSS 165

  • Titill:

    Húsmæðraskóli Reykjavíkur

  • Tímabil:

    ca. 1953-1975

  • Umfang:

    Ein askja

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 165. Húsmæðraskóli Reykjavíkur. Ljósmyndasafn.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Húsmæðraskóli Reykjavíkur, nú Hússtjórnarskólinn í Reykjavík

    Katrín Helgadóttir (1906–2005)

  • Lífshlaup og æviatriði:

    Bandalag kvenna í Reykjavík keypti húsnæði fyrir Húsmæðraskóla Reykjavíkur við Sólvallagötu. Skólinn hóf starfsemi sína þar þann 7. febrúar 1942. Árið 1975 varð skólinn að ríkisskóla og varð nafn skólans þá Í Hússtjórnarskólann í Reykjavík. Skólinn varð aftur að sjálfseignarstofnun árið 1988 en er rekin að hluta með ríkisframlögum.

    Katrín Helgadóttir var skólastjóri skólans frá 1953–1975. Hún var fædd 13. júní 1906. „Katrín stundaði nám við Verzlunarskóla Íslands 1923-1924. Hún var í London við tungumálanám 1925-1926 og í Kaupmannahöfn við hannyrðanám 1936-1937. Á árunum 1946-1948 dvaldi hún í Noregi og stundaði nám við Hússtjórnarkennaraskólann á Stabekk. Að loknu námi gerðist hún kennari við Húsmæðraskóla Reykjavíkur og kenndi þar 1949-1953 og tók þá við skólastjórastöðu skólans og gegndi því embætti til ársins 1975 er hún lét af störfum.“ Heimild: Morgunblaðið 25. maí 2005

  • Varðveislusaga:

    Ljósmyndirnar voru í fórum Katrínar Helgadóttur.

  • Um afhendingu:

    Katrín Helgadóttir lét ljósmyndirnar í té Önnu Sigurðardóttur þegar sú síðarnefnda vann að bókinni Vinna kvenna. Ekki finnst færsla um afhendinguna í afhendingarbók Kvennasögusafns en í dagbók safnsins stendur:

    1. maí 1984 – Eg fór í heimsók til Katrínar Helgadóttur frv. skólastjóra Húsmæðraskóla Reykjavíkur til að sækja gjöf – mynd af Þóruni Á. Björnsdóttir ljósmóður (sjá Gjafabók) – og myndir í bókina. Hún lét mig fá margar myndir heim með mér, en varla nota þær allar.

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    Safnið inniheldur 17 ljósmyndir úr starfsemi Húsmæðraskóla Reykjavíkur, allar teknar í húsakynnum þess og af nokkrum ljósmyndurum.

  • Viðbætur:

    Viðbóta er ekki von

  • Frágangur og skipulag:

    Ljósmyndunum er raðað í röð eftir stærð þar sem þarf að koma þeim fyrir í sérstöku ljósmyndaplasti.

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Aðgangur er öllum heimill

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

  • Leiðarvísar:

    Sérstök ljósmyndaskrá var unnin samhliða lýsingu.

Tengt efni

  • Staðsetning afrita:

    Ljósmyndirnar eru framkallaðar. Óvíst er um filmur þeirra. Fleiri eintök gætu verið á öðrum söfnum, svo sem Ljósmyndasafni Reykjavíkur.

  • Staðsetning afrita:

    Myndirnar hafa verið endurgerðar stafrænt og eru varðveittar þannig á FotoWeb.

  • Tengt efni:

    KSS 2018/20. Bandalag kvenna í Reykjavík. Einkaskjalasafn.

  • Not:

    Nokkrar myndanna birtist í bókinni Vinna kvenna eftir Önnu Sigurðardóttur. Bókin er aðgengileg á vefnum www.bækur.is.

Athugasemdir

  • Athugasemdir:

    Var áður í öskju 201.

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Rakel Adolphsdóttir skráði í janúar 2021.

  • Reglur eða aðferð:

    Skráningin byggir á ISAD(G) staðlinum

  • Dagsetning lýsingar:

    25. janúar 2021


Skjalaskrá

askja 1

17 ljósmyndir úr starfi Húsmæðraskóla Reykjavíkur, sjá sérstaka ljósmyndaskrá. Flestar ljósmyndirnar tók Pétur Thomsen (1910–1988).


Fyrst birt 25.01.2021

Til baka