Skjalasöfn í stafrófsröð

Guðný Guðmundsdóttir (f. 1943). KSS 2020/2.


Lýsandi samantekt

  • Varðveislustaður:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

  • Safnmark:

    KSS 2020/2

  • Titill:

    Guðný Guðmundsdóttir

  • Tímabil:

    1983–1988

  • Umfang:

    Ein askja (löng)

  • Tilvitnun:

    Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2020/2. Guðný Guðmundsdóttir. Einkaskjalasafn.

Samhengi

  • Nöfn skjalamyndara:

    Guðný Guðmundsdóttir (f. 1943)

  • Lífshlaup og æviatriði:

    Guðný Guðmundsdóttir (f. 1943) tók virkan þátt í starfinu og var í fyrstu framkvæmdanefnd Reykjanesanga og í skemmtinefnd. Hún tók aldrei sæti á framboðslista Kvennalistans.

  • Varðveislusaga:

    Úr fórum Guðnýjar.

  • Um afhendingu:

    Guðný tók þátt í viðburði sem Kvennasögusafn hélt 28. febrúar 2020 í samstarfi við Sæunni Ólafsdóttur, meistaranema í safnafræði, þar sem Kvennalistakonur komu og báru kennsl á ljósmyndir í KSS 11. Í leiðinni afhenti hún þessi gögn og skýrði frá tilurð þeirra.

Innihald og uppbygging

  • Umfang og innihald:

    59 ljósmyndir af Reykjanesanga Kvennalistans auk söngtexta og korts.

  • Frágangur og skipulag:

    Ljósmyndir eru í ljósmyndaplasti og númeraðar, sérstök skrá er til um ljósmyndirnar. Annað efni var skráð í arkir. Safnið er ekki skráð í skjalaflokka vegna smæðar þess.

Um aðgengi og not

  • Um aðgengi og not:

    Aðgangur er öllum heimill

  • Skilyrði er stjórna endurgerð:

    Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

  • Tungumál:

    Íslenska, norska og finnska.

Tengt efni

  • Staðsetning afrita:

    Stafræn afrit verða gerð.

  • Tengt efni:

    Á Kvennasögusafni:

    KSS 15. Kvennalistinn á Reykjanesi. Einkaskjalasafn.

    KSS 11. Kvennalistinn. Einkaskjalasafn.

    KSS 154. Edda Bjarnadóttir. Einkaskjalasafn.

    KSS 2017/6. Kristín Jónsdóttir. Einkaskjalasafn.

Um lýsinguna

  • Athugasemdir skjalavarðar:

    Rakel Adolphsdóttir skráði í janúar 2021. Ragnhildur Hólmgeirsdóttir tók saman megnið af lýsandi samantekt vorið 2020.

  • Dagsetning lýsingar:

    6. janúar 2021


Skjalaskrá

askja 1

  • Í ljósmyndaplasti: 59 ljósmyndir af Reykjanesanga Kvennalistans, mest af ferð með Kvennarútunni og margar myndir af lautarferð á Þingvöllum. Sjá nánar í sérstakri ljósmyndaskrá.
  • Örk 1: Tvær filmur sem voru ekki framkallaðar
  • Örk 2: Kort til Guðnýjar Guðmundsdóttur frá öðrum kvennalistakonum í Reykjaneskjördæmi 29. maí 1983.
  • örk 3: Söngbækur Kvennalistans [fimm mismunandi útgáfur]
  • örk 4: Söngtextar [8 blöð]
  • örk 5: Finnsk blaðaúrklippa um Kvennalistann [Ártal óvíst, líklega ljósrit]
  • örk 6: Norsk blaðaúrklippa um Kvennalistann 3. ágúst 1988

Fyrst birt 06.01.2021

Til baka