Skjalasöfn í stafrófsröð

Anna Þorsteinsdóttir (1915-2009). KSS 135.


Lýsandi samantekt

 • Varðveislustaður:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

 • Safnmark:

  KSS 135

 • Titill:

  Anna Þorsteinsdóttir

 • Tímabil:

  1933-1934

 • Umfang:

  Ein handskrifuð bók.

 • Tilvitnun:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafns Íslands. KSS 135. Anna Þorsteinsdóttir.

Samhengi

 • Nöfn skjalamyndara:

  Anna Þorsteinsdóttir (1915-2009), kennari og prestsfrú.

 • Lífshlaup og æviatriði:

  F. 8. apríl 1915 við Stöðvarfjörð í S-Múl. L. 29. maí 2009 í Reykjavík. Giftist Kristni Hóseassyni (1916-2008) presti og síðar prófast á Heydölum í Breiðdal árið 1944. Þeirra börn: Hallbjörn (f. 1953) og Guðríður (f. 1955). Kennari og prestsfrú. Var í mörgum nefndum og félagsstörfum. Gaf út tvær bækur: Sögur úr sveitinni (2002) og Vísur Önnu (2004).
  Heimild: Morgunblaðið 9. ágúst 2009, bls. 36.

 • Varðveislusaga:

  Úr fórum hennar sjálfrar.

 • Um afhendingu:

  Afhent Kvennasögusafni 9. júlí 1985.

Innihald og uppbygging

 • Umfang og innihald:

  Ein handskrifuð bók með uppskriftum skrifuðum eftir fyrirlestrum Sigrúnar P. Blöndal á Hallormsstað 1933-1934.

 • Grisjun:

  Engu var eytt.

 • Viðbætur:

  Ekki er von á viðbótum.

Um aðgengi og not

 • Um aðgengi og not:

  Aðgangur er ótakmarkaður

 • Skilyrði er stjórna endurgerð:

  Skv. reglum Landsbókasafns um ljósritun og myndun.

 • Tungumál:

  Íslenska

Tengt efni

Um lýsinguna

 • Athugasemdir skjalavarðar:

  Rakel Adolphsdóttir setti á safnmark og skráði rafrænt 20. júní 2017. Var áður í öskju 118.

 • Dagsetning lýsingar:

  20. júní 2017


Skjalaskrá

Askja 1
Ein handskrifuð bók með uppskriftum skrifuðum eftir fyrirlestrum Sigrúnar P. Blöndal á Hallormsstað 1933-1934.


Fyrst birt 03.01.2020

Til baka