Skjalasöfn í stafrófsröð

Rannveig Þorsteinsdóttir (1904–1987). KSS 163.


Lýsandi samantekt

 • Varðveislustaður:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

 • Safnmark:

  KSS 163

 • Titill:

  Rannveig Þorsteinsdóttir

 • Tímabil:

  1946–1974

 • Umfang:

  Ein askja

 • Tilvitnun:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 163. Rannveig Þorsteinsdóttir. Skírteini.

Samhengi

 • Nöfn skjalamyndara:

  Rannveig Þorsteinsdóttir (1904–1987), hæstaréttarlögmaður og þingkona

 • Lífshlaup og æviatriði:

  Fædd á Sléttu í Mjóafirði 6. júlí 1904, dáin 18. janúar 1987. Foreldrar: Þorsteinn Sigurðsson (1870-1910) sjómaður þar og Ragnhildur Hansdóttir (1877-1967) húsmóðir. Lauk Samvinnuskólaprófi 1924, stúdentsprófi frá MR 1946, lögfræðiprófi HÍ 1949. Rannveig var fyrst íslenskra kvenna sem fékk rétt til þess að flytja mál fyrir Hæstarétti. Hún var kosin á þing fyrir Framsóknarflokkinn 1949. Rak málflutningsskrifstofu í Reykjavík 1949–1974. Dómari í verðlagsdómi Reykjavíkur 1950–1974. Sat í stjórn Kvenfélagasambands Íslands 1947–1963, formaður frá 1959. Formaður Félags íslenskra háskólakvenna og Kvenstúdentafélags Íslands 1949–1957.

 • Varðveislusaga:

  Óvíst. Kom frá Þjóðminjasafni Íslands til Kvennasögusafns Íslands.

 • Um afhendingu:

  Þann 16. júní 2016 bárust um hendur Þjóðminjasafns Íslands nokkur skírteini tilheyrandi Rannveigu Þorsteinsdóttur, hrl. og þingkonu (1904–1987): skírteini frá Université de Poitiers; prófskírteini frá Háskóla Íslands; prófskírteini frá Menntaskólanum í Reykjavík; hamingjuósk frá Félagi framsóknarkvenna í Reykjavík; leyfisbréf frá dómsmálaráðherra; fæðingarvottorð; heiðursfélagaskjal Félags framsóknarkvenna í Reykjavík.

Innihald og uppbygging

 • Umfang og innihald:

  Sjö skírteini Rannveigar Þorsteinsdóttur 

Um aðgengi og not

 • Um aðgengi og not:

  Aðgangur er öllum heimill

 • Skilyrði er stjórna endurgerð:

  Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

 • Tungumál:

  Íslenska og enska.

Tengt efni

 • Tengt efni:

  KSS 6. Kvenréttindafélag Íslands.

  KSS 103. Kvenfélagasamband Íslands.

  KSS 2018/10. Félag háskólakvenna.

Um lýsinguna

 • Reglur eða aðferð:

  Rakel Adolphsdóttir skráði.

 • Dagsetning lýsingar:

  19. október 2020


Skjalaskrá

askja 1

 1. fæðingarvottorð
 2. prófskírteini frá Menntaskólanum í Reykjavík 1946
 3. prófskírteini frá Háskóla Íslands 1949
 4. skírteini frá Université de Poitiers 1961
 5. hamingjuósk frá Félagi framsóknarkvenna í Reykjavík 1949
 6. heiðursfélagaskjal Félags framsóknarkvenna í Reykjavík 1974
 7. leyfisbréf frá dómsmálaráðherra 1959

Fyrst birt 19.10.2020

Til baka