Skjalasöfn í stafrófsröð

Samtök um kvennalista (1983–2000). KSS 11.


Lýsandi samantekt

 • Varðveislustaður:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

 • Safnmark:

  KSS 11

 • Titill:

  Kvennalistinn

 • Tímabil:

  1983-

 • Umfang:

  151 öskjur

 • Tilvitnun:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 11. Samtök um kvennalista. Einkaskjalasafn.

Samhengi

 • Nöfn skjalamyndara:

  Samtök um kvennalista (1983–2000)

 • Lífshlaup og æviatriði:

  Samtök um kvennalista voru stofnuð árið 1983 og buðu fram lista í þingkosningum það ár í þremur kjördæmum, en í öllum kjördæmum eftir það. Síðasta framboð Samtaka um kvennalista voru árið 1995.

 • Varðveislusaga:

  Gögnin voru á skrifstofu Samtaka um kvennalista, hjá þingflokki Samtaka um kvennalista og hjá einstaklingum.

 • Um afhendingu:

  1) 31. maí 1999 afhenti þingflokkur Kvennalista gögn þingflokks Kvennalista 1983-1999, en þingflokkurinn var formlega lagður niður í febrúar 1999. Guðrún Agnarsdóttir læknir og fyrrv. þingkona afhenti. Með fylgdi skrá af hendi Guðrúnar Jónsdóttur starfskonu þingflokksins. Rúmlega 80 tölusettar skjalaöskjur, auk nokkurra pappakassa með ófrágengnu efni.

  2) 23. júní 1999 bárust margir pappakassar frá skrifstofu Kvennalistans með gögnum, flest óflokkað efni. Ingibjörg Stefánsdóttir starfskona Kvennalistans hafði milligöngu um afhendingu.

  3) 21. des. 2001 Kristín Einarsdóttir fyrrv. þingkona færði á Kvennasögusafn nokkurt magn skjala er varða Samtök um kvennalista og starfsemi þeirra. (16 öskjur)

  4) 11. janúar 2013 færði Hólmfríður Garðarsdóttir Kvennasögusafni gögn er fundust í geymslu og varða Samtök um kvennalista. (5 öskjur)

Innihald og uppbygging

 • Umfang og innihald:

  Ýmis gögn sem urðu til við starfsemi Samtaka um kvennalista á árunum 1983-1999. Fundagerðabækur, bréf, ályktanir, gögn frá landsfundum, öðrum fundum og ráðstefnum, ræður og tilkynningar af ýmsu tagi. Munir fylgdu líka en eru ekki á öskjunúmerum.

 • Grisjun:

  Öll gögnin voru yfirfarin og margtökum eytt.

 • Viðbætur:

  Viðbóta gæti verið von. Allar viðbætur eru flokkaðar eftir dagsetningunni sem þær berast og þá á nýtt safnmark.

 • Frágangur og skipulag:

  Gögnin eru flokkuð eftir afhendingum. Skrá fylgdi fyrstu afhendingunni.

Um aðgengi og not

 • Um aðgengi og not:

  Aðgangur er öllum heimill

 • Skilyrði er stjórna endurgerð:

  Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

 • Tungumál:

  Íslenska, norska, enska.

 • Umfang og tæknilegar þarfir:

  Að mestu pappírsgögn en einnig myndbönd og kassettur.

Tengt efni

Um lýsinguna

 • Athugasemdir skjalavarðar:

  Auður Styrkársdóttir gerði lýsandi samantekt september 2015. 

  Sæunn Ólafsdóttir, meistaranemi í safnafræði, flokkaði flestar ljósmyndir í safninu, í nóvember og desember 2019.

 • Dagsetning lýsingar:

  3. september 2015


Skjalaskrá

Hafið samband við Kvennasögusafn til að fá lista yfir öskjur.


Fyrst birt 14.10.2020

Til baka