Skjalasöfn í stafrófsröð

Sigríður Rósa Kristinsdóttir (1923–2016). KSS 2020/12.


Lýsandi samantekt

 • Varðveislustaður:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands.

 • Safnmark:

  KSS 2020/12

 • Titill:

  Sigríður Rósa Kristinsdóttir

 • Tímabil:

  1988, 1994

 • Umfang:

  Tvær öskjur

 • Tilvitnun:

  Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Kvennasögusafn Íslands. KSS 2020/12. Sigríður Rósa Kristinsdóttir. Ljósmyndir.

Samhengi

 • Nöfn skjalamyndara:

  Sigríður Rósa Kristinsdóttir (1923–2016), fréttaritari.

 • Lífshlaup og æviatriði:

  Fædd 10. ágúst 1923 á Végeirsstöðum í Hálshreppi í Suður Þingeyjarsýslu. Lést 17. nóvember 2016 á Egilsstöðum. Foreldrar hennar voru Kristinn Indriðason (1890–1953) og Sigrún Jóhannesdóttir (1892–1989). „Sigríður Rósa vann við ýmis störf um ævina, hún stofnaði m.a. útgerð og lét smíða fyrir sig bátinn Víði Trausta SU 517 árið 1971. Hún rak verslun og seldi þar m.a. hannyrðavörur og fatnað. Seinna stofnaði hún saumastofu og tískuverslun.

  Sigríður Rósa var fréttaritari Ríkisútvarpsins til fjölda ára og varð þekkt fyrir pistla sína. Hún var jafnframt mjög virk í pólitík og ýmsum félagsstörfum. Sigríður Rósa gegndi formennsku í slysavarnadeildinni Hafrúnu á Eskifirði og varð síðar heiðursfélagi. Hún var mjög söngelsk og söng í kórum.

  Árið 1993 kom út ævisaga Sigríðar Rósu, Þú gefst aldrei upp Sigga, sem Elísabet Þorgeirsdóttir skráði.

  Eiginmaður Sigríðar Rósu var Ragnar Sigurmundsson frá Svínhólum í Lóni, f. 1916, d. 2007 og bjuggu þau allan sinn búskap á Eskifirði.“ Þau eignuðust sjö börn: Sigrún Ragna (f. 1947), Kristján (f. 1948), Kristinn Jóhannes (f. 1950), Guðný Hallgerður (f. 1953), Guðrún (1959–2003), Sigurmund Víðir (f. 1961), og Áslaug (f. 1963). Ragnar átti fyrir dótturina Hafdísi Þóru (f. 1946).

  Heimild: Morgunblaðið 19. nóvember 2016

 • Varðveislusaga:

  Úr fórum afkomenda

 • Um afhendingu:

  Rósa Björg Jónsdóttir afhenti ljósmyndaalbúm móðurömmu sinnar á Kvennasögusafni þann 11. september 2020.

Innihald og uppbygging

 • Umfang og innihald:

  Tvö ljósmynda- og minningaalbúm

Um aðgengi og not

 • Um aðgengi og not:

  Aðgangur er öllum heimill

 • Skilyrði er stjórna endurgerð:

  Notendur eru bundnir af ákvæðum laga um höfundarétt og persónuvernd

 • Tungumál:

  Íslenska og norska.

Tengt efni

 • Tengt efni:

  Fjölskylda Sigríðar Rósu Kristinsdóttur afhentu eitthvað af öðrum gögnum hennar á Héraðsskjalasafn Austurlands.

Um lýsinguna

 • Athugasemdir skjalavarðar:

  Rakel Adolphsdóttir skráði.

 • Dagsetning lýsingar:

  16. september 2020


Skjalaskrá

askja 1

Albúm eitt: Nordisk forum 1988. Inniheldur 36 ljósmyndir og 14 myndakort í albúminu. Á fremstu síðu eru áfest límmiðar, flugmiðar og annað sem tengist ferðinni.

 • Örk 1. Liggur í albúminu eins og það var afhent:
  • dagskrá Nordisk forum 30. júlí 1988
  • bæklingur frá framkvæmdahópi norræna kvennaþingsins á Íslandi
  • erindi flutt á kvennaráðstefnu nordisk forum í Osló 2. ágúst 1988 merkt Birnu Þórðardóttur [11 blöð]

askja 2

 • Albúm tvö: Nordisk forum 1994, u.þ.b. 124 ljósmyndir. Varðveitt áfram í bláa albúminu sem það var afhent í. Upplýsingar eru handskrifaðar við nánast hverja mynd.

Fyrst birt 16.09.2020

Til baka